Menningarverđlaun Skútustađahrepps 2020

  • Fréttir
  • 14. október 2020

Menningarverðlaun Skútustaðahrepps voru afhent í sumar en handhafi verðlaunanna þetta árið var Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Þar sem engin hátíðardagskrá var á 17. júní fór velferðar- og menningarmálanefnd í Höfða í heimsókn til Laufeyjar og afhenti verðlaunin þar.

Í tilnefningu um Laufeyju sagði meðal annars:

Í meira en 20 ár hefur hún staðið fyrir tónlistarhátíðinni Músik í Mývatnssveit um páska og gefið okkur Mývetningum tækifæri á að sjá og hlýða á flytjendur á heimsmælikvarða. Tónleikarnir hafa verið fastir í páskadagskránni í Mývatnssveit og hingað hafa komið bæði innlendir og erlendir hljóðfæraleikarar og söngvarar og flutt verk sem margir hér í Mývatnssveit myndu aldrei annars hafa tækifæri á að sjá flutt. Hátíðin hefur einnig verið aðdráttarafl fyrir gesti að sækja sveitina heim um páska. Það að geta setið í Skjólbrekku og hlustað á flutning á aríum úr nýjustu íslensku óperunni eða klassískari verk flutt af heimsklassa tónlistarfólki er algjörlega ómetanlegt.”

Laufey Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám hjá prófessor G. Neikrug í Boston, sömuleiðis í Evrópu, meðal annars á Ítalíu og hjá A. Grumiaux í Belgíu.

Hún hefur verið fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1980 og var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík í þrjátíu ár. Laufey hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni og Oslo Sinfonietta. Einnig hefur hún haldið sjálfstæða tónleika víða um land, sem og erlendis, leikið kammertónlist og um árabil tekið þátt í verkefninu Tónlist fyrir alla ásamt Páli Eyjólfssyni gítarleikara.

Laufey hefur frumflutt fjölda verka sem voru sérstaklega samin fyrir hana og spilað inn á geisladiska. Hún hefur frá upphafi skipulagt tónlistarhátíðina „Músík í Mývatnssveit“ sem var fyrst haldin 1998 og frá árinu 1997 hefur hún haft umsjón með árlegum Mozart-tónleikum á vegum Reykjavíkurborgar.

Skútustaðahreppur óskar Laufeyju hjartanlega til hamingju með nafnbótina!

Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum, hópi eða félagasamtökum. Tilnefningar bárust en velferðar- og menningarmálanefnd velur hver hlýtur menningarverðlaun eða viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum, en er þó ekki bundin af því. Handhafi menningarverðlauna fær styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 24. október 2020

Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2020

Fréttir / 24. október 2020

47. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 20. október 2020

TAKTU ŢÁTT Í MÓTUN SAMFÉLAGSINS

Fréttir / 20. október 2020

Stundatafla ÍMS veturinn 2020-2021

Fréttir / 20. október 2020

Hamingjuganga- Laugardaginn 24. október

Fréttir / 7. október 2020

Hamingjuganga ađ hausti

Fréttir / 5. október 2020

Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

Fréttir / 29. september 2020

Tilkynning frá Rarik

Fréttir / 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

Fréttir / 23. september 2020

COVID-19

Fréttir / 20. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 17. september 2020

COVID-19

Fréttir / 14. september 2020

Kynning á skipulagstillögum