46. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 7. október 2020

Sveitarstjórn - 46

46. fundur sveitarstjórnar

Haldinn í Skjólbrekku, 7. október 2020 kl. 09:15

Dagskrá:

Almenn mál

Dagskrá:

 

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að eftirfarandi mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum:
1806007 - Endurskoðun aðalskipulags
2002003 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1
2010007 - Slægjufundur 2020

1.

Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

 

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. júní 2018 að endurskoða gildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps. Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er því gerð lýsingu á skipulagsverkefninu. Skipulags- og matslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

     

2.

Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1 - 2002003

 

Tekið fyrir að nýju erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi Voga 1, ferðaþjónusta og frístundabyggð.
Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu snýr að því að bætt verði við lóð fyrir íbúðarhús við núverandi frístundalóðasvæði og stærð lóðar F5 minnkar. Opinn kynningarfundur var haldinn að Hlíðavegi 6 mánudaginn 5. október í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem engar athugasemdir komu fram.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Voga 1, ferðaþjónusta og frístundabyggð og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Voga 1, ferðaþjónusta og frístundabyggð samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

3.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

 

Í samræmi við verkefnisáætlun um gerð fjárhagsáætlunar 2021-2024 eru lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun.

     

4.

Endurskipulagning landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - 1910036

 

Í kjölfar 12. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses barst eftirfarandi tillaga til sveitarstjórnar Skútustaðahrepps sem stofnfjáreiganda Atvinnuþróunarfélagsins:

"Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ses verði aftur breytt í hlutafélag, það félag verði svo sameinað
Fjárfestingafélagi Norðurþings, Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar, Seljalax ehf og ef til vill fleiri
hlutafélögum í eigu sveitarfélaganna. Þannig renni hin síðarnefndu inní efnahag AÞ og mun eignahald
á því breytast sem því nemur skv endanlegri samrunaáætlun. Þeir í eigendahópi AÞ sem ekki vilja
leggja inn sín félög eða taka þátt í þessu félagi af öðrum ástæðum býðst að vera keyptir út úr því"

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur jákvætt í að stjórn AÞ vinni tillöguna áfram, en ákvörðun verði tekin á vettvangi fulltrúaráðs í nóvember.

     

5.

Mývatnsstofa - Aðalfundur 2020 - 2010006

 

Umræðufundur um Mývatnsstofu fer fram 7.10.2020, en áður boðuðum aðalfundi Mývatnsstofu hefur verið frestað vegna Covid-19. Sveitarstjórn hefur borist erindi/minnisblað frá stjórnarformanni Mývatnsstofu, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við rekstur Mývatnsstofu.

 

Fulltrúar sveitarfélagsins mæta til fyrirhugaðs fundar. Sveitarstjórn þakkar fyrir framlagt minnisblað, en vísar afgreiðslu þess til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

     

6.

Sorpsamlag Þingeyinga - 2009011

 

Sveitarstjóri hefur fundað með sveitarstjórum Norðurþings og Þingeyjarsveitar vegna áætlana um niðurrif og frágang síupoka úr Sorpsamlagi Þingeyinga.

 

Sveitarstjóra falið að vinna áfram með málið í samræmi við umræðu fundarins.

     

7.

Nefndastarf Skútustaðahrepps - 2009005

 

Edda Hrund Guðmundsdóttir hefur beðist lausnar frá atvinnumála- og framkvæmdanefnd vegna flutnings úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn þakkar Eddu Hrund kærlega fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskar henni góðs gengis á nýjum vettvangi.

 

Sveitarstjórn skipar Júlíu Katrínu Björke í stað Eddu Hrundar og óskar henni velfarnaðar í starfi.

     

8.

Slægjufundur 2020 - 2010007

 

Framkvæmd slægjufundar 2020 var rædd.

 

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu í tengslum við COVID-19 hefur sveitarstjórn tekið ákvörðun um að aflýsa árlegum Slægjufundi. Stefnt verður að því að halda fagnaðarfund, um leið og aðstæður í samfélaginu leyfa.

Nokkur umræða er á vettvangi sveitarstjórnar um nauðsyn þess að leita allra leiða til að halda félagsstarfi gangandi innan þess ramma sem sóttvarnarreglur setja okkur hverju sinni. Í því samhengi var vel heppnuð hamingjuganga s.l. þriðjudag, en einnig er stefnt að göngu í næstu viku og frekari viðburðum í framhaldinu.

     

9.

Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

 

Samningar hafa verið undirritaðir við Byggðastofnun vegna sérstaks stuðnings við sveitarfélög vegna Covid-19 og hafa 80% af 32 milljóna stuðningi verið greidd til sveitarfélagsins. Stýrihópur hamingjunnar hefur fundað um framhald Hamingjuverkefnisins og mögulega samþættingu við önnur verkefni, s.s. Heilsueflandi samfélag. Óskað verður eftir tillögum frá íbúum um næstu skref varðandi Hamingjuverkefnið.

Þá hefur minnisblað verið sent ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í samstarfi við bæjarstjóra Vestmannaeyja í tengslum við frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.

     

10.

Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

     

11.

Staða fráveitumála - 1701019

 

Fundað hefur verið með hönnunaraðilum og eftirlitsaðilum vegna Svartvatnstanks. Í smíðum er minnisblað um stöðu málsins og má vænta þess að það liggi fyrir á næstunni.

     

12.

Aðalfundarboð - 2010005

 

Boðað hefur verið til aðalfundar Grand hótel Mývatn ehf.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til setu fundarins f.h. sveitarfélagsins.

     

13.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

 

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga fundur númer 887. dags. 25. sept 2020. Fundargerðin er í 28. liðum og fundargerð 888. dags. 29. sept 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.

     

14.

Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

 

Lögð fram fundargerð 12. fundar Atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 24. september 2020. Fundargerðin er í sex liðum og fundargerð 13. fundar dags. 04. okt 2020. Fundargerðin er í fimm liðum.

     

 

Fundi slitið kl:12:30

07.10.2020

Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Nýjustu fréttir

Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2020

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Hamingjuganga á fyrsta vetrardag.

 • Fréttir
 • 24. október 2020

47. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Sveitarstjóraspjall í fjarfundi

 • Fréttir
 • 21. október 2020

TAKTU ŢÁTT Í MÓTUN SAMFÉLAGSINS

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Stundatafla ÍMS veturinn 2020-2021

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Hamingjuganga- Laugardaginn 24. október

 • Fréttir
 • 20. október 2020