20. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 6. október 2020

Fundargerð

20. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

 6. október 2020, kl.  15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þ. Stefánsson, Jóhann Njálsdóttir

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir

Dagskrá:

1. Menningarstyrkur- seinni úthlutun 2020 - 2010004

Lögð fram drög að auglýsingu fyrir seinni úthlutun menningarstyrkja 2020:
Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2020. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Skjöl og útgefið efni > Umsóknareyðublöð).
Umsóknir skal senda á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2020.

Nefndin samþykkir auglýsinguna samhljóða.

2. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Lögð fram 14. fundargerð stýrihóps hamingunnar dags. 30. sept 2020

Dagbjört upplýsti fundarmenn um stöðu mála í verkefninu.

3. Skjólbrekka- Uppfærsla á internetbúnaði í Skjólbrekku - 2010001

Kristinn Ingi Pétursson hefur tekið út internettengingu og búnað í Skjólbrekku. Hann segir tenginguna góða en búnaðinn lélegan. Ef stefnt er á að auka nýtingu á Skjólbrekku í margvísleg og mismunandi verkefni, t.d. fjarfundi, þá þarf að endurnýja búnaðinn.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skoða seinni kostinn og fá endanlegt tilboð í verkið.
Skjólbrekka myndi fyrir vikið vera fýsilegri kostur til útleigu fyrir fundi, ráðstefnur og stærri viðburði.
Nefndin bendir á að mun minna fjármagn hefur verið nýtt í Skjólbrekku en fjárfestingaráætlun gerði ráð fyrir.

4. Félagsstarf eldri borgara 2019-2020 - 1909001

Formaður fór yfir starfið í vetur. Stefnt er að því að hefja starf aðra vikuna í október.

Fundi slitið kl. 16:00.

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Dagbjört Bjarnadóttir

Kristinn Björn Haraldsson

Jóhanna Njálsdóttir

Ólafur Þ. Stefánsson

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur