Fundargerð
13. fundur atvinnumála- og framkvæmdanefndar haldinn að Hlíðavegi 6,
4. október 2020, kl. 08:00.
Fundinn sátu:
Anton Freyr Birgisson, Friðrik K. Jakobsson, Sigurbjörn Reynir Björgvinsson, Guðmundur Þór Birgisson, Hallgrímur Páll Leifsson, Atli Steinn Sveinbjörnsson, Sveinn Margeirsson
Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1.
Atvinnustefna Skútustaðahrepps – 1810052
Rætt um tímaáætlun og næstu skref. Gögn verða geymd á sameiginlegu drifi.
2.
Fjárhagsáætlun 2021-2024 – 2008025
Umræða um mikilvægustu liði í fjárhagsáætlun.
Sveitarstjóri mun koma umræðu fundarins áfram inn í vinnu við fjárhagsáætlun.
3.
Gestastofa í Mývatnssveit – 2005040
Farið var yfir stöðu verkefnisins
4.
Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023
Sveitarstjóri fór yfir stöðu viðspyrnuaðgerða. Gengið hefur verið frá samningi við Byggðastofnun vegna sérstaks stuðnings við sveitarfélagið (32 milljónir). Ráðstafað verður 14 milljónum í Hamingjuverkefnið, 15 milljónum í framkvæmd aðgerða NÍN og 3 milljónum í fýsileikagreiningu orkukosta.
Nefndin fagnar stöðu málsins og leggur áherslu á mikilvægi þess að horft verði til uppbyggingar á svæðinu sem styðji við samfélagið og sjálfbæran vöxt efnahags til framtíðar.
5.
Fundadagatal 2020 – 1911042
Farið yfir fundadagatal 2020 vegna vinnu við atvinnu og nýsköpunnarstefnu.
Stefnt er að því að bæta við einum fundi í fundadagskrá: 20.okt 2020
Fundi slitið kl. 9:20