45. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 24. september 2020

 

45. fundur sveitarstjórnar haldinn í fjarfundi,

 23. september 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

 

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við dagskrá með afbrigðum:
6. Skútustaðahreppur - Gerð deiliskipulags fyrir Höfða

1.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

 

Í samræmi við verkefnisáætlun um gerð fjárhagsáætlunar 2021-2024 er farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar.

 

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um forsendur fjárhagsáætlunar 2021-2024 í samræmi við vinnuáætlun sveitarstjórnar. Lögð er fram eftirfarandi tillaga:

Í vinnu við fjárhagsáætlun verði miðað við þær forsendur varðandi helstu vísitölur sem fram koma í minnisblaðinu. Mikil óvissa er um efnahagsþróun og er mikilvægt að forsendur verði endurskoðaðar eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Taka þarf tillit til óvissu, s.s. í tengslum við kjarasamninga, þróun ferðaþjónustu, útsvarstekna, stöðu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og fleiri þátta. Fjárhagsáætlun 2021 er afar krefjandi og er mikilvægt að staðinn verði vörður um mannauð sveitarfélagsins, en jafnframt horft til hagræðingar og samþættingar innan reksturs þess.

Tillagan samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bjóða íbúum upp á að senda inn sínar ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar sem gætu stuðlað að aukinni hamingju íbúa sveitarfélagsins og nýsköpunar í atvinnulífi. Ábendingarnar geta varðað t.d. ýmislegt í nærumhverfi svo sem opin svæði, leiksvæði, íþróttasvæði, bætingu á lýsingu o.fl. Einnig ábendingar um umferðarmál, sorpmál, frístundir, menningarmál, hagræðingu í starfsemi sveitarfélagsins, ný verkefni sem sveitarfélagið gæti komið að eða verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi okkar til að stuðla að aukinni hamingju íbúa. Sveitarstjórn mun fara yfir þær ábendingar sem berast frá íbúum við gerð fjárhagsáætlunar.

     

2.

Sparisjóður-yfirdráttur - 2009017

 

Heimild fyrir yfirdrætti, allt að 50 milljónir króna, hefur verið aflað hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga.

     

3.

Leigufélagið Hvammur - Heimild til sölu íbúða - 2009019

 

Lagt fram erindi frá Kristjáni Þór Magnússyni f.h. Leigufélags Hvamms ehf., dags. 09.09.2020 þar sem hann óskar eftir formlegri afstöðu eigenda til sölu eigna félagsins eftir því sem íbúðum er skilað inn af núverandi leigjendum.

 

Samþykkt að veita stjórn Leigufélags Hvamms heimild til sölu íbúða að Útgarði 4 eftir því sem þeim er skilað inn. Jafnframt samþykkt að stjórn Leigufélags Hvamms hafi heimild til að bjóða núverandi leigjendum íbúðirnar til kaups að undangengnu óháðu mati fasteignasala á eignunum.

     

4.

SSNE - samráð vegna sóknaráætlunar - 2009020

 

SSNE hefur boðið sveitarfélögum að koma á framfæri tillögum að endurskoðun sóknaráætlunar, en frestur til þess rennur út 25.9.´

https://www.ssne.is/static/files/Soknaraaetlun/soknaraaetlun_2020-2024_28.11.20191_lokaskjal.pdf

 

Sveitarstjóra falið að koma á framfæri tillögum að endurskoðun sóknaráætlunar í samræmi við umræður á fundinum.

     

5.

Fyrirspurn varðandi Sprengisandsveg - 2008037

 

Tekið er fyrir erindi áhugafólks um Sprengisandsveg þar sem óskað er eftir afstöðu Skútustaðahrepps vegna hugmynda um Sprengisandsveg.

 

Bréfriturum er þakkað erindið. Fyrir liggur að skipulagslýsing vegna nýs aðalskipulags Skútustaðahrepps fer í auglýsingu á næstu vikum. Ekki er fjallað sérstaklega um Sprengisandsveg í fyrirliggjandi drögum, en í kafla 6.1 er tekið fram að hugmyndir séu uppi um endurskoðun legu þjóðvegar 1 gegnum sveitarfélagið og tengingar hálendisvega við stofnvegi.

Rétt er að árétta að ekki hefur verið tekin til umfjöllunar sýn á legu eða fyrirkomulag framkvæmdar við umrædda veglagningu, en almennt er sveitarstjórn Skútustaðahrepps sammála um mikilvægi vegtengingar um hálendið. Slík framkvæmd þarf hins vegar að vinnast í víðu samráði ríkis og sveitarfélaganna sem hún snertir í tengslum við samgönguáætlun og önnur áform t.a.m. um miðhálendisþjóðgarð.

Í erindinu kemur fram ósk um fund með fulltrúum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem sveitarstjóra er falið koma á í samstarfi við tengilið hópsins og fulltrúa Þingeyjarsveitar.

     

Guðjón Vésteinsson og Atli Steinn Sveinbjörnsson komu inn á fundinn undir liðnum.

6.

Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

 

Tekin fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Höfða. Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 18. ágúst s.l. að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með uppfærðri fornleifaskráningu fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Kynningarfundur var haldinn í Skjólbrekku þann 21. september s.l.. Fram komu athugasemdir sem kölluðu á smávægilega breytingu á uppdrætti með deiliskipulagstillögunni.

 

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Höfða með áorðnum breytingum í samræmi við athugasemdir sem fram komu á kynningarfundi. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að sjá um að auglýsa deiliskipulagstillögu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

7.

Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

 

Gengið hefur verið frá samningi við Byggðastofnun vegna aukins kostnaðar félagsþjónustu tengt Covid-19.

     

8.

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - Kynning á fundargerð nr. 12 - 1905032

 

Lögð fram 12. fundargerð Samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga dags. 9.september 2020. Fundargerðin er í 2 liðum

     

9.

Markaðsstofa Norðurlands: Fundargerðir - 1712011

 

Lögð fram fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norurlands dagsett. 8. september. Fundargerðin er í fimm liðum

     

10.

Endurskipulagning landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - 1910036

 

Meðfylgjandi er fundargerð 12. fundar stjórnar AÞ ses. ásamt erindi frá stjórn sem felur í sér tillögu að framtíð AÞ ses.
Stjórn AÞ ses óskar eftir því að tillaga að framtíð AÞ ses fái umfjöllun meðal sveitarstjórna og stjórna Framsýnar og SANA á komandi vikum og að framangreindir upplýsi stjórn AÞ ses um afstöðu til tillögunnar eigi síðar en 16. október nk.

 

Gögn málsins lögð fram til kynningar. Stefnt að umfjöllun og afgreiðslu þess á 46. fundi sveitarstjórnar.

     

12.

Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

 

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni síðustu vikna. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

13.

Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

 

Lögð fram fundargerð 19. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 22. 09. 2020. Fundargerðin er í fimm liðum.

     

14.

Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

 

Lögð fram fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar dags. 21. september 2020. Fundargerðin er í fimm liðum.

 

Endurskoðun aðalskipulags - 1806007
Tekin fyrir lýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. júní 2018 að endurskoða gildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps. Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er því gerð lýsingu á skipulagsverkefninu. Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í -lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags¬áætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu skipulagslýsingar fram til 46. fundar sveitarstjórnar, 7. október 2020.


Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls - 2009025
Sveitarstjórn samþykkir að veita, Sönnum Reykjahlíð ehf í samstarfi við landeigendur, heimild til að vinna breytingu á núgildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls.

     

15.

Flugklasinn Áfangaskýrsla - 1710023

 

Meðfylgjandi er stöðuskýrsla Flugklasans fyrir síðasta hálfa árið.

     

11.

SSNE - Fundargerðir - 1611006

 

Lagðar fram fundargerðir 12. fundar SSNE dagsett 2. september. Fundargerð er í sjö liðum og 13. fundar dagsett 16. september. 

     

 

 

 

Fundi slitið kl. 10:50.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur