27. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 21. september 2020

27. fundur Skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku, 21. september 2020, kl.  13:00.

 

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir, Pétur Snæbjörnsson, Birgir Steingrímsson, Selma Ásmundsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Guðjón Vésteinsson, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Tekin fyrir uppfærð lýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. júní 2018 að endurskoða gildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps. Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er því gerð lýsingu á skipulagsverkefninu. Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í ­lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags­áætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

 

2. Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls - 2009025

Pétur Snæbjörnsson lýsti yfir vanhæfi sínu og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

Tekið fyrir erindi dags. 15. september 2020 frá Erlu B. Kristjánsdóttur f.h. Sannra Reykjahlíð þar sem óskað er eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls.

Sannir Reykjahlíð í samstarfi við landeigendur hafa skoðað uppbyggingu aðkomusvæðis við Hveri austan Námafjalls. Uppbyggingin felst í gerð bílastæða fyrir um 100 bíla og 14 rútur og byggingu þjónustuhúss með gjaldskyldri hreinlætisaðstöðu og aðgengi fyrir alla, auk dvalarsvæða og göngustíga.

Í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið frá 2014 er gert ráð fyrir sambærilegri uppbyggingu á svæðinu. Með nýjum áformum er gert ráð fyrir að bílastæði og þjónustuhús verði staðsett um 100 m nær þjóðvegi 1 en gildandi deiliskipulag g.r.f. Er það gert með verndun og ásýnd hverasvæðisins í huga.

Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi krefst ekki breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Sönnum Reykjahlíð í samstarfi við landeigendur verði veitt heimild til að vinna breytingu á núgildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls.

 

3. Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 15. apríl 2010 deiliskipulag fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Bjarkar. Gildistaka deiliskipulagsins var ekki auglýst innan tímaramma þágildandi skipulagslaga og öðlaðist því deiliskipulagið ekki gildi.

Skipulagsfulltrúi fór yfir framgang vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Samið hefur verið við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga.

Fyrir liggur tillaga að afmörkun deiliskipulagssvæðisins og farið yfir helstu áherslur í nýju skipulagi.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum og athugasemdum til skipulagsráðgjafa vegna deiliskipulagsgerðarinnar.

 

4. Fyrirspurn varðandi Sprengisandsveg - 2008037

Lögð var fram fyrirspurn varðandi Sprengisandsveg þar sem spurt er um fyrirætlanir sveitarfélagsins varðandi veg yfir Sprengisand o.fl.

 

5. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Pétur Snæbjörnsson lýsti yfir vanhæfi sínu og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Birkilands og næstu skref í því.

 

6. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir stöðu mála frá síðasta fundi.

 

Fundi slitið kl. 15:00.

 

 

 

 

 

         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020