44. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. september 2020

44. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,

 9. september 2020, kl.  09:15.

 

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

 

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við dagskrá með afbrigðum:
6. 2008032, Skútustaðahreppur - Starf skipulagsfulltrúa og framkvæmd verklegra framkvæmda
7. Málefni Hofstaða
8. Sorpsamlag Þingeyinga

1.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

 

Sveitarstjóri lagði fram vinnu- og tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára rammaáætlun 2022-2024. Áætlunin byggir á því að fyrri umræða fari fram í sveitarstjórn 28.10 og síðari umræða 28.11.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun samhljóða.

     

2.

Rekstraryfirlit Janúar-Júní 2020 - 2009001

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til júní 2020. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun sé litið til rekstrarkostnaðar. Hins vegar kemur talsverður samdráttur fram í útsvarstekjum á fyrri hluta ársins og fyrirsjáanlegt að hann verði enn meiri á þeim síðari.

     

3.

Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

 

Farið yfir aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19.

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra og oddvita vegna gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit og nýsköpunarmöguleika tengt kaupum ríkisins á Hótel Gíg.

 

Fyrir liggur áhugi fjölmargra einka- og ríkisaðila fyrir verkefninu sem hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Sveitarstjórn leggur þunga áherslu á framgang þess enda um að ræða mjög mikilvæga fjárfestingu í innviðum samfélagsins.

     

4.

Verslun Samkaupa í Reykjahlíð - undirskriftalisti íbúa - 2009002

 

Í kjölfar breytinga við verslun Samkaupa í Mývatnssveit þar sem formi verslunarinnar var breytt úr Kjörbúð í Krambúð gaus upp gríðarleg óánægja íbúa sveitarfélagsins. Undirskriftasöfnun hófst í kjölfarið þar sem þess ,,er krafist að stjórnendur Samkaupa endurskoði ákvörðun sýna um breytt fyrirkomulag á verslunarrekstri í Mývatnssveit tafarlaust og breyti versluninni aftur í Kjörbúð". Þá koma fram í erindi íbúa hreppsins fjölmörg dæmi um verulegar verðhækkanir langt umfram þá fyrirhuguðu 7,7% hækkun á verði sem boðuð hafði verið. Þá eru forsendur ákvörðunarinnar gagnrýndar harðlega, sér í lagi við þær aðstæður sem samfélagið í Skútustaðahreppi glímir nú við í kjölfar COVID-19 faraldursins. Þá samrýmist þessi aðgerð ekki gildum eða stefnu Samkaupa. Enn fremur er tekið undir ályktun Framsýnar stéttarfélags varðandi málið.

Forsvarsmönnum Samkaupa hefur verið afhentur undirskriftalistinn, en undir áskorunina rita 226 íbúar. Lætur nærri að það sé um helmingur íbúa sveitarfélagsins.

 

 

Sveitarstjórn þakkar íbúum kærlega fyrir frumkvæðið. Með undirskriftalistanum koma almenn sjónarmið íbúa sveitarfélagsins skýrt fram.

Sveitarstjórn tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í undirskriftalistanum og skorar á stjórnendur Samkaupa að endurskoða ákvörðun sína nú þegar. Áður hefur sveitarstjórn fundað með forsvarsmönnum Samkaupa þann 13.05.20 þar sem áform þeirra voru harðlega gagnrýnd. Þá fjallaði sveitarstjórn um málið á fundi sínum þann 24.06.20 þar sem meðal annars kom fram að ákvörðun stjórnenda Samkaupa væri köld tuska framan í samfélagið í Skútustaðahreppi og á þá skorað að endurskoða ákvörðunina þegar í stað.

Allt samfélagið, ekki aðeins Samkaup, eiga í harðri glímu um þessar mundir og ljóst að komandi vetur verður mörgum mjög þungur. Því er mjög dapurlegt að verða vitni að því að tímabundnir erfiðleikar séu nýttir sem skálkaskjól í vegferð sem hvorki rýmar við stefnu eða gildi Samkaupa.

Viðleitni Samkaupa nú í vikunni, þegar tilkynnt var um aðgengi íbúa að netverslunarkerfi Samkaupa, er vissulega skref í rétta átt. Þó þarf að tryggja að sú þjónusta mæti þörfum íbúanna um sanngjarnt vöruverð og aðgengi að öllu vöruframboði verslananna, en í tilkynningunni kom fram að ekki yrði hægt að versla kæli- og frystivöru fyrst um sinn.

Verði það ekki raunin mun sveitarstjórn leita annarra leiða til að mæta þörfum íbúa sveitarfélagsins.

Halldór bókar: Að kannaðir verði til hlítar möguleikar á að fá annan verslunaraðila á svæðið.

     

5.

Göngu- og hjólastígur - 2008026

 

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um áherslur í tengslum við gerð göngu- og hjólastígs.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna áfram að framgangi málsins í samræmi við áherslur í minnisblaðinu.

     

6.

Skútustaðahreppur - Starf skipulagsfulltrúa og framkvæmd verklegra framkvæmda - 2008032

 

Gengið hefur verið frá ráðningu Atla Steins Sveinbjörnssonar í starf skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps. Atli kemur í stað Guðjóns Vésteinssonar sem lætur af störfum 30. september.

 

Sveitarstjórn býður Atla velkominn til starfa.

Sveitarstjórn þakkar Guðjóni fyrir frábær störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar.

     

7.

Málefni Hofstaða - 1705025

 

Haldinn var fundur um tækifæri tengt nýsköpun í samhengi minjaverndar og menningar í Skjólbrekku þriðjudaginn 8.9.2020. Til fundarins mættu m.a. fjórir starfsmenn Minjastofnunar. Umræður á fundinum voru góðar og er stefnt að vinnustofu til að skilgreina frekari tækifæri á næstu vikum og greina fjármögnunarleiðir. Í tengslum við fundinn var aðstaða að Hofstöðum rædd og hvaða leiðir væru fýsilegar við frekari uppbyggingu og nýtingu jarðarinnar.

 

Mikilvægt er að arður af hlunnindum jarðarinnar nýtist til styrkingar á atvinnulífi Skútustaðahrepps og er lögð á það áhersla að stigin verði skref í þá átt. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir ásamt oddvita og varaoddvita.

     

8.

Sorpsamlag Þingeyinga - 2009011

 

Norðurþing sendi erindi til sveitarfélagsins í desember 2019 vegna Soprsamlags Þingeyinga. Málið hefur ekki verið til lykta leitt, en það snýst um frágang á aðstöðu Sorpsamlags Þingeyinga, en Skútustaðahreppur var eigandi að 11,08% hlut við útgöngu úr Sorpsamlagi Þingeyinga árið 2014. Tvö tilboð liggja fyrir, annað upp á 15 milljónir (förgun þar með) en hitt upp á um 7 milljónir (einungis niðurtekt búnaðar). Þar sem dregist hefur að taka búnaðinn niður hafa myndast úrgangsefni í honum sem krefjast mikillar aðgæslu við förgun.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa annarra sveitarfélaga sem komu að Sorpsamlagi Þingeyinga á sínum tíma.

     

9.

Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

 

Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða. Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu. Fyrir liggur uppfærður uppdráttur, skýringaruppdrættir og greinargerð dags. 6. júní 2020 frá Hornsteinum. Þar hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar og sveitarstjórnar.
Einnig liggur fyrir uppfærð fornleifaskráning fyrir allt deiliskipulagssvæðið ódagsett frá Elínu Ósk Hreiðarsdóttur.
Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með uppfærðri fornleifaskráningu fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Skipulagsnefnd samþykkti einnig að fyrirhuguð kynning færi fram þegar uppfærðar reglur varðandi breytingar á samkomubanni hafa tekið gildi.

 

Sveitarstjórn samþykkir uppfærða fornleifaskráningu og fellst á að skipulagslýsinging verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

     

10.

Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

 

Sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi funduðu með forstjóra og rekstrarstjóra Neyðarlínunnar vegna þeirra framkvæmda sem gerðar voru við smávirkjun við Drekagil nú í sumar. Farið var yfir stöðu skipulagsmála, fyrirliggjandi leyfi ásamt fleiru.
Lagt var til að í framhaldi af fundi og samtali Neyðarlínunnar við landeigendur að farið yrði í skoðunarferð með hagsmunaaðilum á svæðið og framkvæmdir skoðaðar.

     

11.

Íþróttahús og Reykjahlíðarskóli - Viðhaldsáætlun - 1911035

 

Unnið var við að skipta um þakjárn og fjarlægja þakglugga á þaki grunnskólans sumarið 2020. Verkið er langt komið og stefnt að því að öllum lokafrágangi verði lokið 14. september. Í framhaldi þarf eftir þörfum að útfæra loftun í sal skólans sem og lýsingu þar sem þakgluggar voru fjarlægðir. Hjálagt er minnisblað frá verkeftirliti í verkinu.
Búið er að mála klefa í íþróttahúsi og var lokið við það í lok ágúst. Verið er að útfæra lagfæringar á miðstöðvarkerfi íþróttahúss sem og tengingar við sparkvöll og er aðkallandi að fara í það verk.

     

12.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - upplýsingar um samninga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög - 2009003

 

Lagt fram erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Ráðuneytið óskaði, með bréfi dags. 25. janúar 2018, eftir upplýsingum frá sveitarfélögum landsins um alla samninga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög. Við yfirferð kom í ljós að ýmsir annmarkar eru á meirihluta samninganna.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að bregðast við ábendingum ráðuneytisins hvað varðar þá samninga sem Skútustaðahreppur er aðili að. Í ljósi þess að Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit eiga í formlegum sameiningarviðræðum þykir sveitarstjórn ekki ástæða til aðgerða fyrr en niðurstöður sameiningakosninga liggja fyrir, enda þarf þá að endurskoða flesta þá samninga sem um ræðir og gefst þá tækifæri til að lagfæra þá formgalla sem bent er á í erindi ráðuneytisins.

     

13.

Nefndastarf Skútustaðahrepps - 2009005

 

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir óskar lausnar frá störfum í umhverfisnefnd.

 

Sveitarstjórn fellst á beiðni Jóhönnu Katrínar og skipar Arnþrúði Dagsdóttur í hennar stað.

Jóhönnu eru þökkuð framúrskarandi störf í þágu samfélagsins í Skútustaðahreppi. Framlag Jóhönnu um árabil á vettvangi sveitarstjórnar- og samfélagsmála er ómetanlegt og hennar verður sárt saknað. Sveitarstjórn óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

     

14.

Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

 

Lögð fram fundargerð 19. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 01.09.2020. Fundargerðin er í fimm liðum.

http://skutustadahreppur.is/v/20942

     

15.

Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

 

Fyrirhuguðum fundi nefndarinnar var frestað.

     

16.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

     

17.

SSNE - Fundargerðir - 1611006

https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-12-fundur-2september-2020

     

 

Fundi slitið kl. 11:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020