43. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 26. ágúst 2020

43. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 26. ágúst 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Friðrik Jakobsson og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt á dagskrá með afbrigðum:

2008034 - Skútustaðahreppur prókúra
2008035 - Skútustaðahreppur - Dvalarheimili aldraðra
2008028 - Erindi vegna meints óheimils reksturs eigin hitaveitu Jarðbaðanna hf.

Samþykkt samhljóða

1.

Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

Í samhengi við ákvörðun 37. fundar sveitarstjórnar hefur verið unnið að aðgerðum til verndar og viðspyrnu atvinnulífs Skútustaðahrepps í kjölfar efnahagsáfalls samfara Covid-19. Tillaga var send sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytinu í júní um viðspyrnuaðgerðir og fékkst 18. ágúst vilyrði fyrir 32 milljóna fjárfestingarstuðningi af hálfu ríkisins. Sveitarstjóri stefnir á að kynna stöðu viðspyrnuaðgerða á 44. fundi sveitarstjórnar.

2.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

Vinna við fjárhagsáætlun 2021-2024 er að hefjast. Ljóst er að fjárhagsáætlunargerð verður mjög krefjandi. Sveitarstjóri og skrifstofustjóri stefna að því að leggja fram tillögu um framkvæmd vinnunnar á 44. fundi sveitarstjórnar.

Útsvarstekjur fyrstu 7 mánuði ársins 2020 námu samtals 142,9 milljónum samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar voru útsvarstekjur fyrstu 7 mánuði ársins 2019 alls um 148,8 milljónir. Munurinn á þessum tveimur árum felst fyrst og fremst í útsvarstekjum á tímabilinu maí-júlí og er munurinn tæp 17% á þessu tímabili.

3.

Göngu- og hjólastígur - 2008026

Samningar hafa verið undirritaðir við hluta landeigenda í Vogum og Geiteyjarströnd varðandi göngu- og hjólreiðastíg. Munnlegt samþykki liggur fyrir hjá öðrum landeigendum Voga og Geiteyjarstrandar og eru samningarnir í undirritunarferli. Stefnir sveitarstjóri á að birta frétt um málið á næstu dögum á vef sveitarfélagsins. Framkvæmdir eru hafnar og verður fram haldið svo lengi sem veður leyfir í haust.

Stefnt er að því að ljúka gerð göngu- og hjólastígs á landi Reykjahlíðar á fyrri helmingi næsta árs og jafnframt ræða við landeigendur hringinn í kringum vatnið um hentuga legu stígsins á þeirra landareignum og semja við þá með sambærilegum hætti og á við um aðra landeigendur.

4.

Skútustaðahreppur - Starf skipulagsfulltrúa og framkvæmd verklegra framkvæmda - 2008032

Núverandi skipulagsfulltrúi lætur af störfum 30.9.2020. Auglýst hefur verið eftir skipulagsfulltrúa og er yfirferð umsókna og viðræður við umsækjendur í gangi. Í tengslum við gerð auglýsingar og vinnu vegna viðspyrnuaðgerðir Covid 19, hefur komið til skoðunar hvort skynsamlegt kunni að vera að auka við mannauð sveitarfélagsins á sviði skipulagsmála og framkvæmda, með það að augnamiði að hægt sé að undirbúa framkvæmdir til lengri tíma. Markmið með slíku væri tvenns konar: 1) Byggja upp mannauð á sviði innviðauppbyggingar, móta og koma til framkvæmda stefnu til lengri tíma um innviðafjárfestingar 2)Ná fram hagræðingu í fjárfestingum og rekstri sveitarfélagsins til lengri tíma með útfærslu 3-5 ára framkvæmdaáætlunar (sem skiptist í fjármögnunaráætlun, efniskaupaáætlun og vinnuáætlun).

5.

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Samstarfsnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar fundaði í 11. sinn 19.ágúst. Starfshópar Þingeyings eru allir komnir vel á veg og er gert ráð fyrir að þeir skili af sér fyrir mánaðarmót ágúst-september. Við tekur frekara samráðsferli og er mikilvægt að unnt verði að skapa góða umræðu í samfélaginu um stefnumörkun nýs sveitarfélags, verði af sameiningu, þ.a. valkostir séu svo skýrir sem verða má. Kórónuveirufaraldurinn gerir slíkt flóknara en ella.

6.

Ósk um landskipti - 2008007

Tekið fyrir erindi dags. 8.júlí 2020 og fylgibréfi dags. 12.ágúst 2020 frá Þórði Bogasyni f.h. Landsnets hf., þar sem sótt er um leyfi til að skipta 2.400m2 lóð undir tengivirki á Hólasandi út úr óskiptu landi jarðanna Grímsstaða 1, 2, 3 og 4.
Fylgigögn eru útfyllt eyðublöð F550 frá Þjóðskrá og hnitsettur uppdráttur.

Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og lagði til við sveitarstjórn að hún samþykkti landskiptin og jafnframt yrði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar og samþykkir umrædd landskipti. Byggingarfulltrúa er falið að annast málsmeðferð í samræmi við lög og reglugerðir.

7.

Birkiland -Erindi frá lóðarhöfum - 2005003

Lagt fram erindi frá stjórn félags lóðarhafa í Birkilandi.

Sveitarstjóra falið í samráði við skipulagsfulltrúa að funda með stjórn félags lóðarhafa í Birkilandi.

8.

Fjarfundir sveitarstjórnar og fastanefnda Skútustaðahrepps - Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga - 2003021

Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra birt auglýsingu, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þar sem sveitarstjórnum er heimilt að ákvarða tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013.
Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum t.d. heimilt að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í slíkum fundum, ákveða valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en greinir í bæjarmálasamþykkt, fela fastanefndum eða einstökum starfsmönnum fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála og að staðfesting fundargerða verði með öðrum hætti en kveðið er á um í reglum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi nýsamþykktra breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og auglýsingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um beitingu VI. bráðabirgðaákvæðis laganna, hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákveðið eftirfarandi:
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
3. Að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013, m.ö.o. fundargerð er send á sveitarstjórnarfulltrúa/ nefndafólk strax að loknum fjarfundi og skulu sveitarstjórnarfulltrúar/ nefndarfólk senda svar með tölvupósti á fundarritara þar sem fundargerð fundarins er staðfest. Þegar sveitarstjórnarfulltrúa/ nefndafólk sitja næst fund sem ekki er fjarfundur skulu þeir undirrita fundargerðir eins og mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. umræddra leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða.
Ákvörðun þessi gildir til 10. nóvember 2020 skv. auglýsingu ráðherra, nema sveitarstjórn ákveði að afnema ákvörðunina fyrr.

Samþykkt samhljóða.

9.

Orkustofnun - Umsögn um aðgerðaáætlun um losun affallsvatns frá jarðhitanýtingu í Bjarnarflagi 1. hluti 2020-2021 - 2008029

Orkustofnun óskaði með bréfi, dagsettu 29.6.2020, eftir umsögn um aðgerðaáætlun um losun affallsvatns frá jarðhitanýtingu í Bjarnarflagi 1 (hluti 2020-2021) og staðfestingu á því að leyfishafi (Landsvirkjun) hefði haft samráð við sveitarfélagið. Skrifstofustjóri óskaði eftir fresti fram yfir fund sveitarstjórnar í ágúst. Frestur hefur verið veittur og mögulegt að óska eftir frekari fresti.

Sveitarstjórn staðfestir að samráð hefur verið haft við sveitarfélagið við vinnslu aðgerðaáætlunar af hálfu Landsvirkjunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðgerðaáætlunina á þessu stigi og felur sveitarstjóra að svara erindi Orkustofnunar á þá leið.

Samþykkt samhljóða.

10.

Landeigendur Reykjahlíðar - athugasemdir vegna 40. fundar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps - 2008033

Í kjölfar 40. fundar sveitarstjórnar gerði Sigurður Jónas Þorbergsson athugasemdir við framkvæmd fundarins og krafðist þess, með bréfi dagsettu 8. júní 2020, að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skoðaði hana. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn sveitarfélagsins með tölvupósti dagsettum 8. júlí 2020. Umsögnin var send til ráðuneytisins 14. ágúst 2020.

11.

NÍN - Náttúruvernd í norðri (C9) - 2008031

Á vettvangi NÍN var sótt um verkefni úr Byggðaáætlun (C9), í samstarfi við SSNE. Tilgangur verkefnisins er að greina tækifæri og mögulegan ávinning í Þingeyjarsýslu af frekari uppbyggingu á þjónustu í tengslum við verndarsvæði Mývatns og Laxár. Verkefnið heitir Náttúruvernd í norðri og lögð rík áhersla á samfélagslegt samtal um efnahagsleg vaxtartækifæri tengt náttúruvernd innan þess. Styrkupphæð er 7 milljónir og er verkefnið samþætt annarri vinnu í NÍN. Á grundvelli styrksins hefur Hildur Ásta Þórhallsdóttir verið ráðin, af hálfu Skútustaðahrepps, verkefnisstjóri Náttúruverndar í norðri.

Sveitarstjórn fagnar því að vinna við verkefnið sé komin af stað.

12.

Kvennaathvarf - umsókn um styrk til sveitarfélaga Norðurlandi eystra vegna opnunar kvennaathvarfs - 2008027

Með bréfi til SSNE dags. 16. júní 2020, óskuðu samtök um kvennaathvarf eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins á tilraunatíma kvennathvarfs (fram í apríl 2021), alls 2,5 milljónir. Framlag Skútustaðahrepps er 41.495 krónur

Sveitarstjórn samþykkir ósk samtaka um Kvennaathvarf samhljóða.

13.

Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 18. fundar skólanefndar, dagsett 19.8.2020.

14.

Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar dags. 18.08.2020. Fundargerðin er í 5 liðum og má finna á heimasíðu Skútustaðahrepps: http://skutustadahreppur.is/v/20926

15.

Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Lögð fram fundargerð 8. fundar landbúnaðar- og girðinganefndar dags. 18.08.2020. Fundargerðin er í tvemur liðum og er á heimasíðu Skútustaðahrepps: http://skutustadahreppur.is/v/20925

16.

Skútustaðahreppur - prókúra - 2008034

Í tengslum við sveitarstjóraskipti er nauðsynlegt að breyta prókúru á reikningum sveitarfélagsins.

Samþykkt að fela Sveini Margeirssyni, sveitarstjóra og Margréti Höllu Lúðvíksdóttur, skrifstofustjóra, prókuru f.h. sveitarfélagsins.

17.

Skútustaðahreppur - Dvalarheimili aldraðra - 2008035

Frestað til næsta fundar.

18.

Erindi vegna meints óheimils rekstrar eigin hitaveitu Jarðbaðanna hf. - 2008028

Lagt fram erindi stjórnar Landeigenda Reykjahlíðar ehf. þar sem því er beint til sveitarstjórnar að tekin verði til skoðunar rekstur eigin hitaveitu Jarðbaðanna hf.

Sveitarstjóra er falið að funda með bréfriturum með vísan í ósk í niðurlagi erindins.

Fundi slitið kl. 12:00.

Helgi Héðinsson

Elísabet Sigurðardóttir

Sigurður Böðvarsson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Dagbjört Bjarnadóttir

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020