26. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 18. ágúst 2020

Fundargerð 26. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,  18. ágúst 2020, kl.  13:00.

 

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir, Pétur Snæbjörnsson, Selma Ásmundsdóttir, Hólmgeir Hallgrímsson, Guðjón Vésteinsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Helgi Héðinsson, oddviti og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri komu inn á fundinn undir lið 1.

Tekin fyrir lýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. júní 2018 að endurskoða gildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps. Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er því gerð lýsingu á skipulagsverkefninu. Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í ­lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags­áætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við skipulagsráðgjafa og samþykkt að fresta afgreiðslu skipulagslýsingarinnar til næsta fundar.

 

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða. Erindið var á dagskrá skipulagsnefndar þann 20. apríl og 17. desember s.l. og komu þar fram tillögur að breytingum á uppdrætti og greinargerð.

Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu.

Fornminjaskráning sem upphaflega var gerð náði aðeins til hluta þess svæðis sem deiliskipulagið mun ná yfir en nú hafa fornminjar á öllu svæðinu verið skráðar. Elín Ósk Hreiðarsdóttir sá um skráningu.

Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með uppfærðri fornleifaskráningu fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn. Fyrirhuguð kynning mun fara fram þegar uppfærðar reglur varðandi breytingar á samkomubanni hefur tekið gildi.

 

3. Ósk um landskipti - 2008007

Tekið fyrir erindi dags. 8.júlí 2020 og fylgibréfi dags. 12.ágúst 2020 frá Þórði Bogasyni f.h. Landsnets hf. þar sem sótt er um leyfi til að skipta 2.400m2 lóð undir tengivirki á Hólasandi út úr óskiptu landi jarðanna Grímsstaða 1, 2, 3 og 4.
Fylgigögn eru útfyllt eyðublöð F550 frá Þjóðskrá og hnitsettur uppdráttur.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

4. Norðurþing - Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík - 2008006

Tekið fyrir erindi frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur dags. 10. ágúst 2020 f.h. Norðurþings þar sem óskað er eftir umsögn Skútustaðahrepps við skipulagslýsingu vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Helsta markmið deiliskipulagsins er að skilgreina byggingarskilmála fyrir nýtt hjúkrunarheimili sem staðsett verður fyrir ofan núverandi heilbrigðisstofnun og dvalarheimilið Hvamm. Innan marka deiliskipulagsins er einnig gert ráð fyrir dvalarheimilinu Hvammi, heilsugæslunni og öðru húsnæði tengt heilbrigðisstarfsemi. Tillagan verður unnin með hliðsjón af vinningstillögu í hönnunarsamkeppni.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík í Norðurþingi.

 

5. Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 15:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur