42. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 24. júní 2020

42. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 24. júní 2020, kl.  09:15.

 

Fundinn sátu: Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson og Dagbjört Bjarnadóttir.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

 

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi máli yrði bætt við á dagskrá með afbrigðum:
2006037- Hlíðavegur 6 - Netkerfislagnir
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá fundarins undir lið 8 og færast önnur mál til sem því nemur.

 

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat undir þessum lið.
Tekin fyrir að nýju drög að skipulags- og matslýsingu frá ALTA vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.

 

2. Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi frá Landsvirkjun dags. 14. maí 2020 þar sem þess er óskað að fá heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar niðurdælingarholu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með tölvupósti þann 11. júní s.l. sendi framkvæmdaraðili drög að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar í samræmi við matslýsingu sem áður hefur verið tekin fyrir. Gögnin samanstanda af greinargerð og breytingarblaði frá Landslagi.
Breyting á deiliskipulagi fellst í því að skilgreint er niðurdælingasvæði og niðurdælingahola fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð staðsett. Niðurdælingasvæðið er 0,4 ha að stærð og er það staðsett sunnan við kæliturninn í Kröflu. Niðurdælingarholan er staðsett innan niðurdælingarsvæðisins en holan mun vera skáboruð til vesturs, en markmiðið er finna lekt við að skábora gegnum gossprungu frá Daleldum.
Holustaðsetning og hönnun gera ráð fyrir lágmarks raski á svæðinu en með skáborun verður framkvæmdasvæði haldið í lágmarki um leið og það er utan skilgreinds hverfisverndarsvæðis sem nær til gosgíganna frá Daleldum.
Framkvæmdaraðili sendi tilkynningu til Skipulagsstofnunnar um fyrirhugaða borun niðurdælingarholu fyrir förgun þéttivatns frá Kröflustöð í Skútustaðahreppi skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, sbr. lið 2.06 í 1. viðauka laganna. Skipulagsstofnun leitaði umsagna hjá Skútustaðahreppi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Orkustofnunnar og Umhverfisstofnunnar.
Í ákvörðun Skipulagsstofnunnar þann 28. maí 2020 kemur m.a. fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar að umsögn um matslýsingu hefur borist. Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð breyting sé í samræmi við þær meginforsendur sem liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð auglýsingar á breytingunni líkt og 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

3. Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Magnúsi Haukssyni dags. 17. febrúar 2020 f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem óskað var eftir því að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir smávirkjun í Drekagili. Ástæða deiliskipulagsbreytingar er breyting á staðsetningu stíflu og lítil tjörn sem myndast ofan hennar.
Meðfylgjandi umsókninni var uppdráttur frá Landmótun, dags 15. janúar 2020.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi smávirkjunar við Drekagil.
Breytingartillagan var auglýst með athugasemdafresti frá 3. apríl 2020 til og með 15. maí 2020. Umsagnir bárust frá Vatnajökulsþjóðgarði og forsætisráðuneytinu sem skipulagsnefnd taldi ekki krefjast svara.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi smávirkjunar við Drekagil verði samþykkt. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku breytingartillögunnar líkt og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með fjórum atkvæðum.
Halldór greiddi atkvæði á móti.

 

4. Umsókn um lóðarstofnun - 2006023

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat undir þessum lið.
Erindi frá Arngrími Geirssyni dags 15. júní 2020 þar sem sótt er um að stofna lóðirnar Álftagerði 3a og Steinholu út úr jörðinni Álftagerði 3. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur frá Búgarði, dags 11. júní 2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða.

 

5. Landsvirkjun - Kæra til ÚUA vegna stöðuleyfis - 2006028

Lagt fram afrit af kæru Landsvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) dags. 10. júní 2020 vegna ákvörðunar Sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 27. maí 2020 um að stöðuleyfi Landsvirkjunar fyrir nýsköpunargámi við skiljustöð 2 í Bjarnaflagi verði háð því skilyrði að engar framkvæmdir verði leyfðar fyrr en úrskurður ÚAA vegna kæru landeigenda Reykjahlíðar liggi fyrir.

Sveitarstjórn felur starfandi sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa í samráði við lögmann sveitarfélagsins að vinna málið áfram.

 

6. Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021 - 2006027

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. júní 2020 þar sem fjallað er um beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaálagningar 2021.

 

7. Framsýn - Ákvörðun Samkaupa um breytingar á verslunarrekstri í Mývatnssveit - 2006026

Lagt fram afrit af bréfi stjórnar Framsýnar stéttarfélags 15. júní 2020 til Samkaupa um verslun og þjónustu Samkaupa í Mývatnssveit. Í ályktun stjórnar Framsýnar segir:
"„Framsýn stéttarfélag gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Samkaupa að stórhækka vöruverð í verslun Samkaupa í Mývatnssveit. Fyrirtækið hefur þegar ákveðið að breyta nafni verslunarinnar úr Kjörbúð í Krambúð. Við nafnabreytinguna kemur vöruverðið í einhverjum tilfellum til með að hækka um tugi prósenta. Verslunarkeðjan hefur gefið út að við breytinguna muni vöruverðið hækka að meðaltali um 7,7%.
Þessi vinnubrögð eru forkastanleg í alla staði. Hafi það farið fram hjá forsvarsmönnum Samkaupa hefur þjóðfélagið verið lamað undanfarna mánuði vegna Covid 19 veirunnar. Því miður eru horfur á að efnahagsástandið muni ekki lagast í bráð.
Ástandið hefur ekki síst komið afar illa við íbúa Skútustaðahrepps enda byggir atvinnulífið í sveitarfélaginu að stórum hluta á ferðaþjónustu. Hlutfallslegt atvinnuleysi meðal vinnandi fólks í Skútustaðahreppi hefur verið með því mesta sem gerist meðal íbúa sveitarfélaga á Íslandi.
Ákvörðun Samkaupa er ógn við Lífskjarasamninginn sem byggir á samstarfi Samtaka atvinnulífsins, sveitarfélaga, stjórnvalda, fjármálastofnanna og verkalýðshreyfingarinnar um stöðugleika í þjóðfélaginu. Stöðugleiki byggir ekki síst á stöðugu verðlagi og að opinberir aðilar haldi gjaldskrárhækkunum í lágmarki.
Er von að spurt sé, telur Samkaup sé ekki bera neinar samfélagslegar skyldur gagnvart Lífskjarasamningnum, íbúum Skútustaðahrepps og þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið á hverjum tíma?
Krafa Framsýnar er að stjórnendur Samkaupa endurskoði ákvörðun sína þegar í stað og bjóði Mývetningum og gestum þeirra upp á sambærilegt vöruverð og best gerist í verslunum fyrirtækisins."

Sveitarstjórn þakkar Framsýn fyrir kjarnyrt og gott bréf og tekur heilshugar undir að krafan er að stjórnendur Samkaupa endurskoði ákvörðun sína þegar í stað.
Stjórnendur Samkaupa funduðu með sveitarstjórn þar sem ákvörðun um stórhækkun vöruverðs með nafnabreytingu á búðinni var tilkynnt á sínum tíma. Sveitarstjórn mótmælti þessari ákvörðun kröftuglega enda blaut tuska framan í Mývetninga og skoraði á Samkaup að endurskoða ákvörðunina en án árangurs sem voru mikil vonbrigði.
Sveitarstjórn ítrekar áskorun sína og Framsýnar til Samkaupa að endurskoða ákvörðun sína og breyta búðinni á ný í Kjörbúð og lækka vöruverð í Mývatnssveit að nýju.

 

8. Hlíðavegur 6 - Netkerfislagnir - 2006037

Lagt fram tilboð frá Ljósgjafanum ehf. að upphæð 2.151.454 kr. í endurnýjun fjarskiptalagna að Hlíðavegi 6. Kostnaðaráætlun var 1.962.626 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð Ljósgjafans en það er í samræmi við fjárfestingaáætlun ársins 2020.

 

9. Samráðsteymi vegna sveitarfélaga sem orðið hafa fyrir mikilum búsifjum vegna Covid-19 faraldursins - 2006025

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fól Byggðastofnun þann 16. apríl síðastliðin að vinna samantekt um áhrif niðursveiflu í ferðaþjónustu á atvinnuástand á landsbyggðinni, með sérstaka áherslu á svæði þar sem ferðaþjónusta hefur haft mikla þýðingu varðandi atvinnutekjur og fjármál sveitarfélaga. Í samantektinni er gefin var út 12. maí er reynt að greina mikilvægi ferðaþjónustunnar eftir einstökum svæðum og sveitarfélögum. Við þá vinnu var fyrst og fremst stuðst við ýmis opinber gögn. Þá eru reifaðar sviðsmyndir sem komið hafa fram að undanförnu og fjallað er um með hvaða hætti ferðaþjónustan gæti þróast á næstunni.
Greining Byggðastofnunar gefur góðar vísbendingar um hvaða sveitarfélög og svæði í byggðalegu tilliti kunni að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Með hliðsjón af því leggur ráðuneytið til að fram fari frekari greining á þeim áskorunum sem viðkomandi sveitarfélögin standa frammi fyrir í þessu samhengi. Þegar er unnið að sameiginlegum verkefnum með sveitarfélögunum á Suðurnesjum tengdum Covid-19 faraldrinum, en mikilvægt er einnig að hefja samtal við önnur sveitarfélög sem orðið hafa fyrir mestum áhrifum, en það eru Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Skútustaðahreppur, Bláskógabyggð, Sveitarfélagið Hornafjörður og Rangárþing eystra.
Í því sambandi er mikilvægt að rýna hvernig margvíslegar mótvægisaðgerðir stjórnvalda nýtast sveitarfélögunum og byggðalögum, svo sem á sviði vinnumarkaðsaðgerða, menntunar og atvinnumála. Samhliða er rétt að rýna hvernig þær ráðstafanir sem sveitarfélögin sjálf hafa gripið til nýtast til verndar og viðspyrnu fyrir íbúa og atvinnulíf svæðisins.
Myndað hefur verið þriggja manna samráðsteymi skipað fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á hvoru svæði sem vinna mun með viðkomandi sveitarfélögum að greiningunni. Er sú vinna þegar farin af stað.

Sveitarstjórn fagnar þessari vinnu og ítrekar hversu mikilvægt er að ríkið grípi til sértækra aðgerða gagnvart Skútustaðahreppi.

 

10. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram 25. fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. júní 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerð: http://www.skutustadahreppur.is/v/20909

 

11. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 885. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12. júní 2020.

 

Fundi slitið kl. 11:10.

 

 

 

 

 

         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur