25. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 16. júní 2020

25. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6, 16. júní 2020, kl.  13:00.

 

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir, Birgir Steingrímsson, Selma Ásmundsdóttir, Hólmgeir Hallgrímsson, Agnes Einarsdóttir, Guðjón Vésteinsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði var formaður nefndarinnar að bæta eftirfarandi málum á dagskrá með afbrigðum sem samþykkt var samhljóða:
2006023 Umsókn um lóðarstofnun - Álftagerði 3
2006024 Umsögn um skipulagslýsingu - Þeistareykir

 

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Tekin fyrir að nýju drög að skipulags- og matslýsingu frá ALTA vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023. Árni frá ALTA kom á fund nefndarinnar undir þessum lið í gegnum fjarfund og fór yfir fyrirliggjandi drög og kynnti fyrir fundarmönnum.

 

2. Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016

Tekið fyrir að nýju erindi frá Landsvirkjun dags. 14. maí 2020 þar sem þess er óskað að fá heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar niðurdælingarholu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með tölvupósti þann 11. júní s.l. sendi framkvæmdaraðili drög að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar í samræmi við matslýsingu sem áður hefur verið tekin fyrir. Gögnin samanstanda af greinargerð og breytingarblaði frá Landslagi.

Breyting á deiliskipulagi fellst í því að skilgreint er niðurdælingasvæði og niðurdælingahola fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð staðsett. Niðurdælingasvæðið er 0,4 ha að stærð og er það staðsett sunnan við kæliturninn í Kröflu. Niðurdælingarholan er staðsett innan niðurdælingarsvæðisins en holan mun vera skáboruð til vesturs, en markmiðið er finna lekt við að skábora gegnum gossprungu frá Daleldum.
Holustaðsetning og hönnun gera ráð fyrir lágmarks raski á svæðinu en með skáborun verður framkvæmdasvæði haldið í lágmarki um leið og það er utan skilgreinds hverfisverndarsvæðis sem nær til gosgíganna frá Daleldum.

Framkvæmdaraðili sendi tilkynningu til Skipulagsstofnunnar um fyrirhugaða borun niðurdælingarholu fyrir förgun þéttivatns frá Kröflustöð í Skútustaðahreppi skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, sbr. lið 2.06 í 1. viðauka laganna. Skipulagsstofnun leitaði umsagna hjá Skútustaðahreppi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Orkustofnunnar og Umhverfisstofnunnar.
Í ákvörðun Skipulagsstofnunnar þann 28. maí 2020 kemur m.a. fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar að umsögn um matslýsingu hefur borist. Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð breyting sé í samræmi við þær meginforsendur sem liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð auglýsingar á breytingunni líkt og 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

3. Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

Tekið fyrir að nýju erindi frá Magnúsi Haukssyni dags. 17. febrúar 2020 f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem óskað var eftir því að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir smávirkjun í Drekagili. Ástæða deiliskipulagsbreytingar er breyting á staðsetningu stíflu og lítil tjörn sem myndast ofan hennar.

Meðfylgjandi umsókninni var uppdráttur frá Landmótun, dags 15. janúar 2020.

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi smávirkjunar við Drekagil.
Breytingartillagan var auglýst með athugasemdafresti frá 3. apríl 2020 til og með 15. maí 2020. Umsagnir bárust frá Vatnajökulsþjóðgarði og forsætisráðuneytinu.

Forsætisráðuneytið:

Ráðuneytið gerir ekki athugasemd við auglýsinguna, en tekur fram að mikilvægt er að áfram verði haft samráð við forsætisráðuneytið við skipulagsvinnu í bæjarfélaginu.
Minnt er á að allar framkvæmdir og jarðrask innan þjóðlendna sem vara lengur en í eitt ár eru háðar samþykki ráðuneytisins skv. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 og að leyfi ráðherra þarf fyrir nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda og vindorku innan þjóðlendna skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998.
Haft var samráð við samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 58/1998 við afgreiðslu erindisins.

Svar:
Athugasemd krefst ekki svars.
Sett verður skilyrði í framkvæmdarleyfi um að framkvæmd sé einnig háð leyfi ráðuneytisins.

Vatnajökulsþjóðgarður
Úr fundargerð svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 20. apríl 2020:
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 26. febrúar 2020 að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi fyrir smávirkjun austan þjónustusvæðis í Drekagili í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ástæða breytingarinnar er að við endanlega hönnun virkjunar reyndist fyrirhuguð staðsetning stíflu ekki hentug og færist hún um u.þ.b. 25 m til norðvesturs. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir að stífla verði að hámarki 10 m breið, 1,5 m há og að lítil tjörn geti myndast ofan við stífluna. Tillaga að breytingu deiliskipulagsins liggur nú fyrir og er frestur til að skila inn
athugasemdum til fimmtudagsins 15. maí 2020.

Svar:
Athugasemdin krefst ekki svars.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi smávirkjunar við Drekagil verði samþykkt. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku breytingartillögunnar líkt og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

4. Húsheild ehf - umsókn um stöðuleyfi - 2005017

Tekið fyrir erindi frá Húsheild ehf. þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 4 timburhúseiningum á lóð nr. 24 í Birkilandi.
Þegar er í gildi byggingarleyfi fyrir 171 fm byggingu á umræddri lóð.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að umsækjenda verði veitt stöðuleyfi fyrir 4 timburhúsaeiningum á lóð nr. 24 í Birkilandi þar sem deiliskipulagsbreyting er í ferli. Skipulagsnefnd setur þó það skilyrði að leyfishafi ber ábyrgð á því að lausafjármunirnir uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í grein 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Jafnframt er byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi fyrir gámana.

 

5. Umsókn um lóðarstofnun - 2006023

Erindi frá Arngrími Geirssyni dags 15. júní 2020 þar sem sótt er um að stofna lóðirnar Álftagerði 3a og Steinholu út úr jörðinni Álftagerði 3.
Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur frá Búgarði, dags 11. júní 2020.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist.

 

6. Umsögn um skipulagslýsingu - Þeistareykir - 2006024

Tekið fyrir erindi frá Guðjóni Vésteinssyni f.h. Þingeyjarsveitar dags. 15. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn Skútustaðahrepps varðandi skipulagslýsingu Þeistareykjalands.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir á þessu stigi við fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Þeistareykjalands.

 

7. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 14:55.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Nýjustu fréttir

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020