Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

 • Fréttir
 • 11. júní 2020

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2019 að skipa nefnd vegna endurbyggingar sundlaugar í Skútustaðahreppi. Nefndina skipuðu:

- Sveitarstjórn: Helgi Héðinsson formaður og Halldór Þ. Sigurðsson.
- Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Edda Hrund Guðmundsdóttir.
- Mývetningur, íþrótta- ungmennafélag: Jóhanna Jóhannesdóttir.
- Fulltrúar íbúa og atvinnulífs: Pétur Snæbjörnsson og Ólafur Ragnarsson.
- Fulltrúi eldri Mývetninga: Birkir Fanndal.
- Starfsmaður nefndarinnar: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Lögð fram lokaskýrsla nefndarinnar í samræmi við erindisbréf hennar á sveitarstjórnarfundi 10. júní 2020. Eftirfarandi var bókað:

Tillaga sundlaugarnefndar til sveitarstjórnar:

Sundlaugarnefndin hélt 9 bókaða fundi. Nefndin varð sammála í upphafi um að leggja áherslu á tvær sviðsmyndir við byggingu sundlaugar í Skútustaðahreppi. Annars vegar sviðsmynd 1 þar sem dregin er upp mynd af hagkvæmasta kostinum með 25 metra steypri laug eða úr stáli ásamt hreinsibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur um hreinsun og miðað við staðsetningu þar sem eldra sundlaugarkar var. Hins vegar sviðsmynd 2 þar sem er að finna hönnun að draumalauginni til að draga að ferðamenn með framúrskarandi arkitektúr þar sem tekið er mið af náttúrufegurðinni í Mývatnssveit.

Faglausn dró upp sviðsmynd 1 með steyptu sundlaugarkari en VA arkitektar sviðsmynd 2. Þá var leitað til A. Óskarssonar vegna sviðsmyndar 1 með sundlaugakar úr stáli. Jafnframt komu í ljós gögn frá 2013 frá Form ráðgjöf með teikningum af sundlaugarsvæði sem samsvarar til sviðsmyndar 1.

Rekstur sundlaugar:

Leitað var eftir upplýsingum um rekstur annarra sundlauga á landinu og fengust upplýsingar frá um 10 sveitarfélögum. Rekstur sundlauganna átti það sameiginlegt að standa ekki undir sér. Meira að segja vinsælar laugar eins og á Hófsósi og Blönduósi eru reknar með tapi á ársgrundvelli.

KPMG var fengið til þess að leggja mat á kostnaðaráætlun um rekstur sundlaugar í Reykjahlið miðað við sviðsmynd 1 um ódýrsta kostinn. KPMG lagði jafnframt til næmigreiningu til 30 ára þar sem hægt er að vegna og meta reksturinn út frá mismunandi forsendum. Miðað við grunn rekstrarforsendur eins og starfsmannahald, lántöku, viðhald o.fl. og að meðaltali 15 þúsund manna gestafjölda að meðaltali ári í 30 ár þar sem aðgangsmiðinn kostar 1.000 kr. er uppsafnað rekstrartap um 965 m.kr. eða að meðtaltali 32 m.kr. á ári.

Vatnsgæði:

Nefndin óskaði eftir skýrslu frá Geochemy um samanburð á vatnsgæði á hitaveituvatni Skútustaðahrepps og Grjótagjárvatninu fyrir sundlaug í Reykjahlíð. Niðurstaðan var að mæla með hitaveituvatni Skútustaðahrepps í fyrirhugaða sundlaug Reykjahlíðar vegna lægra efnainnihalds og minni útfellingahættu.

Hreinsibúnaður:

Mikil þróun hefur átt sér stað þegar kemur að hreinsibúnaði sundlauga hin síðari ár sem uppfylla kröfur reglugerða heilbrigðiseftirlitsins. Þann 6. apríl var vígður nýr hreinsibúnaður í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Búnaðurinn framleiðir klór úr matarsalti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum. Fyrir sundlaugargesti þýðir þetta að klórlyktin minnkar talsvert. Sviði í augum og húðerting minnkar og efnin fara betur með sundfatnað. Tæknibúnaðurinn mun leysa núverandi klór af hólmi og hafa í för með sér bætt lífsgæði sundlaugargesta og starfsfólk og verða betra fyrir m.a. augu, húð og öndunarfæri. Þetta er einnig mun umhverfisvænni lausn.

Hagkvæmasti kosturinn:

Sundlaugarnefndin samþykkir að leggja fyrir sveitarstjórn að taka afstöðu til byggingar á sundlaug sem tekur mið af sviðsmynd 1 um ódýrasta kost til að reisa sundlaug þar sem gamla sundlaugarkarið var, m.a. vegna samlegðaráhrifa með rekstri íþróttamiðstöðvar. Fyrir liggja útreikningar og grunnforsendur hönnunargagna þar sem kostnaður við að byggja upp hefðbundna laug með steyptu sundlaugarkari, hreinsibúnaði, heitum pottum, vaðlaug og frágangi á útisvæði liggur á bilinu 160-200 m.kr. Ljóst er að framkvæmdin og rekstur sundlaugarinnar verður fjárhagslega íþyngjandi fyrir sveitarfélagið en á móti vega lýðheilsuleg sjónarmið og búsetugæði.

Í skýrslunni lögðu fram tveir nefndarmenn bókanir sem lesa má á í fundargerð sveitarfélagsins.

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn þakkar sundlaugarnefndinni fyrir vel unnin störf og faglega skýrslu.

Bókun vegna sundlaugarskýrslu frá H-lista:

Að mati meirihluta sveitarstjórnar þarf að nálgast þarf þetta risastóra verkefni á ábyrgan hátt. Í samræmi við stefnu H-listans og fjárhagsáætlun hefur frá árinu 2018 markvisst verið unnið að því að taka saman og greina kostnað við endurbyggingu og rekstur sundlaugar í Reykjahlíð. Slíkt hefur reyndar verið gert um árabil, en nú hefur verið farið ofan í allar þær forsendur sem fyrir liggja samhliða ítarlegri öflun nýrra gagna og því hægt að taka vel ígrundaða ákvörðun með hagsmuni allra íbúa sveitarfélagsins að leiðarljósi. Forsendurnar hvað varðar byggingarkostnað eru nokkuð skýrar, en veruleg óvissa er um gestafjölda og greiðsluvilja sem leiðir af sér verulega óvissu um rekstrarhæfi.

Að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna og stöðu sveitarfélagsins er óhugsandi að sveitarfélagið ráðist í uppbyggingu sundlaugar á þessum tímapunkti. Slík fjárfesting sem ber með sér gríðarlega áhættu hvað varðar rekstrarhæfi hefði að öllum líkindum mjög neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins, nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og aðrar aðkallandi fjárfestingar. Það mat staðfestir ítarleg fjárstreymisgreining sem rýnd hefur verið af sérfræðingum KPMG. Greiningin ber með sér að um er að ræða áhættufjárfestingu sem er óverjandi fyrir kjörna fulltrúa að standa fyrir að svo stöddu.

Vissulega hefði sundlaug jákvæð áhrif á hamingju íbúa og lífsgæði, en fyrir þá fjármuni sem fyrirsjáanlegt er að færu í uppbyggingu og rekstur slíkrar einingar er hægt að ráðast í verkefni sem hefðu mun meiri jákvæð áhrif til lengri tíma litið.

Vera kann, að einhverjum árum liðnum, að sveitarfélagið hefði bolmagn til að ráðast í þessa framkvæmd, en sá tími er því miður ekki núna.

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson og Dagbjört Bjarnadóttir.

Bókun frá N-lista vegna sundlaugarskýrslu:

Undirritaður lýsir yfir vonbrigðum með rekstrarlíkan og forsendur KPMG vegna reksturs sundlaugar í sviðsmynd 1. Forsendurnar eru að mínu mati rangar og gefa þar af leiðandi ekki rétta mynd af rekstri sundlaugarinnar. Þá er ekki tekið nægt tillit til aukinna lífsgæða og hamingju íbúa auk betri búsetuskilyrða.

Halldór Þ.  Sigurðsson

 

FYLGIGÖGN:

1. Lokaskýrsla sundlaugarnefndarinnar - Maí 2020 

2.Sundlaugarnefnd – Megináætlun – Sundlaug – Júní 2019

3.Sundlaugarnefnd – Fundargerðir (9 fundir) – Nóv. 2019 til júní 2020

4.Rekstrartölur frá öðrum sundlaugum – TRÚNAÐARMÁL – Des. 2020

5. Bókun sveitarstjórnar – Okt. 2018

6.KPMG – Skútustaðahreppur_sundlaug – Hugleiðingar – Júní 2020

7.KPMG – KPMG – Sundlaug, rekstraráætlun & næmnigreining – Júní 2020

8.KPMG – Sundlaugin í Reykjahlíð – Fjárhagsgreining valkosta – Sept. 2015

9.Tækniþjónusta SÁ – Kostnaðaráætlun – Sundlaug í Reykjahlíð 25 m – 2018

10.Tækniþjónusta SÁ – Kostnaðaráætlun – Sundlaug í Reykjahlíð 16,7 m – Apríl 2018

11.Á.Óskarsson ehf. – Upplýsingar um Myrtha sundlaugar – Febrúar 2020

12.VA-Arkitektar – Sundlaug í Skútustaðahreppur-Sviðsmynd 2 – Nóvember 2019

13.VA-Arkitektar – Sundlaug – Kostnaðaráætlun – Nóvember 2019

14.ÁÓskarsson – Myrtha Classik bakfyllt – Júní 2020

15.ÁÓskarsson – Myrtha Warranty Certificate – Júní 2020

16.Áóskarsson – Example of Technical room – Júní 2020

17.Á.Óskarsson – Kostnaðaráætlun fyrir Myrtha sundlaug í Skútustaðahreppi – Júní 2020

18.SM – Hreinsibúnaður og klórnotkun – Júní 2020

19.Geochemy – Minnisblað – Júlí 2019

20.Faglausn – Grunnur-Afstaða – Okt. 2019

21.Faglausn – Kostnaðaráætlun sundlaugar – Okt. 2019

22.Form – 001 tillaga að pottastærðum – 2014

23.Form – 002 tillaga að pottastærðum – 2014

24.Form - 4A Skútustaðir pottar – 2014

25.Form – 4A Skútustaðir pottar 03 – 2014

26.Form – 4B Skútustaðir pottar – 2014

27.Form – Skútustaðahreppur sundl. Tillaga nr. 3 – Des. 2013

28.Form – Skútustaðahrepur sundl. Tillaga nr. 4 – Des. 2013

29.Form – Skútustaðahreppur þversnið – Des. 2013

30.Form – Skútustaðir snið – Des. 2013

31.Form – Tillaga að pottastærðum – Apríl 2014

32.Form – 104 Skútusaðir – Des. 2013

33.Form – Hönnunarforsögn v. sundlaugarsvæðis – 2013

34.Form – Kostnaðaráætlun og tilb. Lækjarsels í potta í Reykjahlíð – Júlí 2014

35.Form – Skútustaðir frumáætlun v. potta – Feb. 2014

36.Form – Tillaga að potastærðum – Apríl 2014

37.Form – Tillögur að fyrirkomulagi á sundlaugarsvæði – Des. 2013

38.Form – Tillögur m. Áfangaskiptingu – Des. 2013

39.Form - Tillögur Skútustaðir – Des. 2013

40.Form – 002 Skútustaðir – Des. 2013

41.Form – 003 Skútustaðir – Des. 2013

42.Form – 004 Skútustaðir – Des. 2014

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

Fréttir / 20. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 14. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

Fréttir / 25. ágúst 2020

Mögulegt smit ? COVID 19

Fréttir / 24. ágúst 2020

Dagskrá 43. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 22. ágúst 2020

Mögnuđ myndasýning frá Miđkvísl

Fréttir / 18. ágúst 2020

Viđspyrna í Skútustađahreppi

Fréttir / 11. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 27. júlí 2020

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Skútustađahreppur hlýtur Jafnlaunavottun

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Ungmennaráđ fundađi međ sveitarstjórn

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020

Dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 4. september 2020

Jakobína – Skáld á skökkum stađ

 • Fréttir
 • 26. ágúst 2020

Samfélagssáttmáli- Covid 19

 • Fréttir
 • 19. ágúst 2020