Skútustađahreppur hlýtur Jafnlaunavottun

 • Fréttir
 • 11. júní 2020

Skútustaðahreppur hefur hlotið jafnlaunavottun frá frá vottunarstofunni iCert, sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi Skútustaðahrepps samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins, ÍST85:2012. Jafnréttisstofa hefur jafnframt staðfest vottunina.  Tilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna. Með þessu er markmiðið að auka almenna starfsánægju starfsmanna með gegnsærra og réttlátara launakerfi.

Jafnlaunastefna Skútustaðahrepps snýst um að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni þess sem sinnir starfinu. Jafnlaunastefnan er hluti af Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps.

Skútustaðahreppur hefur undanfarið verið í innleiðingu á jafnlaunakerfi með það að markmiði að hljóta jafnlaunavottun. Jafnlaunakerfið er sett upp samkvæmt jafnréttislögum og jafnlaunastaðli. Sú vinna hefur gengið vel og er jafnlaunakerfið nú tilbúið og búið að taka í notkun. Vottunarúttekt fór fram og er niðurstaðan sú að Skútustaðahreppur uppfyllir öll skilyrði sem sett eru fram til að hljóta jafnlaunavottun.

Meðal jafnlaunamarkmiða sveitarfélagsins er að útrýma óútskýrðum launamun umfram 2%. Niðurstaða launagreiningar sýnir kynbundinn launamun, þar sem konur mælast með 2,83% hærri laun en karlar, þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna. Úr launagreiningunni komu nokkur frávik sem öll hafa verið sett í farveg og vinnslu í samræmi við verklagsreglu um frábrigði, úrbætur og forvarnir. Lögð var áherslu á það í upphafi að starfsfólk á hreppsskrifu myndi sjá um innleiðinguna svo þekkingin á jafnlaunakerfinu myndi haldast þar. Margrét Halla Lúðvíksdóttir skrifstofustjóri hélt utan um verkefnið með glæsibrag. Sveitarstjórn lýsti yfir ánægju sinni með jafnlaunavottunina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 23. september 2020

COVID-19

Fréttir / 17. september 2020

COVID-19

Fréttir / 9. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

Fréttir / 4. september 2020

Dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 26. ágúst 2020

Jakobína – Skáld á skökkum stađ

Fréttir / 19. ágúst 2020

Samfélagssáttmáli- Covid 19

Fréttir / 27. júlí 2020

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Skútustađahreppur hlýtur Jafnlaunavottun

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Ungmennaráđ fundađi međ sveitarstjórn

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Fréttir / 10. júní 2020

Frćđslukvöld

Nýjustu fréttir

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Mögulegt smit ? COVID 19

 • Fréttir
 • 25. ágúst 2020

Dagskrá 43. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 24. ágúst 2020

Mögnuđ myndasýning frá Miđkvísl

 • Fréttir
 • 22. ágúst 2020

Viđspyrna í Skútustađahreppi

 • Fréttir
 • 18. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 11. ágúst 2020