11. fundur

  • Atvinnumála- og framkvćmdanefnd
  • 4. júní 2020

11. fundur atvinnumála- og framkvæmdanefndar haldinn að Hlíðavegi 6, 4. júní 2020, kl.  13:00.

 

Fundinn sátu:

Anton Freyr Birgisson, aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson, aðalmaður, Edda Hrund Guðmundsdóttir, aðalmaður, Sólveig Erla Hinriksdóttir, varamaður, Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, Skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

Guðmundur Þór Birgisson boðaði forföll rétt fyrir fund.

1. Atvinnustefna Skútustaðahrepps - 1810052

Tekin fyrir að nýju atvinnustefna Skútustaðahrepps sem var síðast á dagskrá fundar nefndarinnar þann 24. janúar 2019. Þá frestaði nefndin því að hefja vinnu við gerð atvinnustefnu þar til endurskoðun á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 hæfist.

Endurskoðun á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 er hafin og eru komin drög að skipulags- og matslýsingu í rýni hjá skipulagsnefnd og sveitarstjórn.

Formaður atvinnumála- og framkvæmdanefndar fór yfir þá vinnu sem hefur farið fram og áætlun um hvernig atvinnustefnan verði unnin. Kynnt voru drög að kaflaskiptingu o.fl.

Atvinnumála- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til að sveitarstjóra verði falið að vinna áfram að atvinnustefnu í samvinnu við nefndina.

 

2. Íþróttahús og Reykjahlíðarskóli - Viðhaldsáætlun - 1911035

Skipulagsfulltrúi fór yfir framgang málsins frá síðasta fundi nefndarinnar.
Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að samþykkja tilboð Húsheildar ehf. í endurnýjun á þaki grunnskólans. Upphafsfundur verksins verður haldinn 5. júní.

Búið er að mála gólf í klefum í íþróttahúsi og starfsmannaaðstöðu. Unnið er í endurnýjun á sturtuhausum.

 

3. Skútustaðahreppur: Framkvæmdir 2020 - 1803023

Skipulagsfulltrúi fór yfir framgang á þeim framkvæmdaverkefnum sem fyrirhuguð eru 2020.
Sótt hefur verið um leyfi til Vegagerðar vegna endurnýjunar á hitaveitu frá Vogum að Geiteyjarströnd. Leyfi Umhverfisstofnunnar liggur fyrir. Efnið er byrjað að berast á staðinn. Verktaki er að senda uppfærð verð í samræmi við fyrra útboð vegna endurnýjunar hitaveitu.
Áhaldahús er að vinna að undirbúningi fyrir malbikun á Múlavegi og Klappahrauni. Verið er að koma fyrir sandföngum, ídráttarlögnum og nýjum stofnlögnum fyrir vatnsveitur áður en götur verða malbikaðar.
Búnaðar vegna hreinsunar svartvatns á Hólasandi er byrjaður að berast til landsins. Húsheild er á lokametrum að klára steypuvinnu við tankinn og í framhaldi mun annar verktaki byrja að koma fyrir hreinsibúnaði og lögnum. Unnið er með verktaka að útfærslum vegna jarðvegsfyllinga að tanknum.

 

4. Vinnuskóli 2020 - 2005002

Vinnuskóli er á vegum sveitarfélagsins nú í sumar. 7 unglingar í 8-10 bekk eru að vinna við skólann og hefur Stefán Jakobsson verið ráðinn umsjónarmaður vinnuskólans.
Vinnuskólinn hefur fjölbreytt verkefni á sinni könnu og má hafa samband við skrifstofu varðandi tillögur að fleiri verkefnum.

Nefndin fagnar því að vinnuskóli sé tekin til starfa.

 

5. Gestastofa í Mývatnssveit - 2005040

Formaður nefndarinnar kynnti stöðu mála á gestastofu Umhverfisráðuneytisins.

Atvinnumála- og framkvæmdanefnd þakkar kynningu. Nefndin hvetur málsaðila sem koma að gestastofu að hafa samstarf við landeigendur og nágranna lóðarinnar.

 

Fundi slitið kl. 14:20.

 

 

 

 

 

         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur