Sveitarstjórapistill nr. 75 kominn út - 28. maí 2020

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sveitarstjórapistill nr. 75 kemur út í dag 28. maí 2020 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær. Í pistlinum að þessu sinni er m.a. fjallað um:

 • Ársreikningur Skútustaðahrepps 2019 var lagður fram til fyrri umræðu en rekstrarafgangur var 28,4 milljónir króna.
 • Skútustaðahreppur innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 • 21 sótti um starf sveitarstjóra.
 • Samið við Húsheild ehf. um endurnýjun á þaki Reykjahlíðarskóla.
 • Vinnu ríkisins gagnvart Skútustaðahreppi verði hraðað eins og kostur er.
 • Ánægja með samræmingu skóladagatala.
 • Snjóþungur vetur – Snjómokstur 60% fram úr áætlun það sem af er ári.
 • Ókeypis sálfræði- og heilsuráðgjöf fyrir íbúa.
 • Fyrsti leikur sumarsins á Krossmúlavelli.
 • Og ýmislegt fleira

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 75 - 28.5.2020


Deildu ţessari frétt