24. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 19. maí 2020

24. fundur Skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku,  19. maí 2020, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson, aðalmaður, Birgir Steingrímsson, aðalmaður, Agnes Einarsdóttir, aðalmaður, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, varamaður, Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson, embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir, embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

Pétur vakti athygli á vanhæfi sínu og vék af fundi við afgreiðslu málsins.

1. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Tekið fyrir að nýju erindi varðandi breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Birkilands.
Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps var send Skipulagsstofnun í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun svaraði erindinu með bréfi dags. 5. maí 2020.

Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Skipulagsstofnunnar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að um verulega breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps sé að ræða. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að óska eftir uppfærðum gögnum frá framkvæmdaraðila í samræmi við að um verulega breytingu sé að ræða og í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunnar og leggja þau fyrir á næsta fund skipulagsnefndar.

 

Pétur vakti athygli á vanhæfi sínu og vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2. Jón Ingi Hinriksson ehf - Umsókn um stöðuleyfi - 2004014

Tekið fyrir erindi frá Jóni Inga Hinrikssyni ehf. þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 4 timburhúseiningum á lóð nr. 26 í Birkilandi.
Þegar er í gildi byggingarleyfi fyrir 171 fm byggingu á umræddri lóð.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að umsækjenda verði veitt stöðuleyfi fyrir 4 timburhúsaeiningum á lóð nr. 26 í Birkiland þar sem deiliskipulagsbreyting er í ferli. Skipulagsnefnd setur þó það skilyrði að leyfishafi ber ábyrgð á því að lausafjármunirnir uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í grein 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Jafnframt er byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi fyrir gáminn.

 

3. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Tekin fyrir ófullunnin drög að lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps frá Alta ehf. Drögin eru enn í vinnslu og eru lögð fram til kynningar fyrir nefndina.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að gera meginstefnudrög til umræðu í nefndinni.

 

4. Landsnet - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hólasandslínu 3 - 2005011

Tekið fyrir erindi dags. 11. maí 2020 þar sem Guðmundur Ingi Ásmundsson f.h. Landsnets sækir um framkvæmdaleyfi til Skútustaðahrepps fyrir Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu.
Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. og 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012, fyrir framkvæmdinni Hólasandslína 3, 220 kV háspennulína.
Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er fyrirliggjandi álit Skipulagsstofnunnar dags. 19. september 2019. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við gildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps.

Meðfylgjandi umsókninni eru eftirtalin fylgigögn:
Lýsing mannvirkja
Útboðsgögn vegna vegslóðar, jarðvinnu og undirstaða ásamt kortum og teikningum
Óundirritað samþykki Vegagerðarinnar vegna vegþverana og vegtenginga ásamt tölvupósti með samþykki
Matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt viðaukum
Álit Skipulagsstofnunnar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar

Markmið með byggingu Hólasandslínu 3 er að bæta raforkukerfi landsins, tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta, auka flutningsgetu, öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku, næstu 50 árin hið minnsta. Að auki mun sveigjanleiki í kerfinu, með tilliti til staðsetningar orkuvinnslu annars vegar og orkunotkunar hins vegar, aukast verulega. Þessi sveigjanleiki mun auka hagkvæmni í kerfinu og bæta nýtingu orkuauðlinda. Fyrirhuguð framkvæmd gerir ráð fyrir að ný Hólasandslína 3 verði með 550 MVA hitaflutningsmörk.

Hólasandslína 3 er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlun Landsnets hf. 2018-2027 sem Orkustofnun hefur samþykkt.

Fyrirhuguð línuleið innan Skútustaðahrepps er um óskipt land jarðarinnar Grímsstaðir og liggur fyrir samkomulag þar að lútandi við alla landeigendur.

 

Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.

Skipulagsnefnd hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar, dags. 19. september 2019, um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Hólasandslína 3. Með vísan til framkvæmdalýsingar er um að ræða hina umhverfismetnu framkvæmd.

Í áliti Skipulagsstofnunnar er fjallað um áhrif framkvæmdarinnar innan marka Skútustaðahrepps. Þar segir m.a. að fyrirhuguð lína liggur að mestu um mela- og sandlendi þar sem gróðurþekja er fremur lítil og að mestu bundin við uppgræðslusvæði. Framkvæmdin raskar ekki votlendi sem nýtur sérstakrar verndar, bakkagróðri, náttúrulegu birki eða friðuðum plöntum og hefur því óveruleg áhrif á gróður.
Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð lína innan Skútustaðahrepps muni ekki hafa neikvæð áhrif á jarðminjar með hátt verndargildi og því um óverulega neikvæð áhrif að ræða. Varðandi ásýnd telur Skipulagsstofnun að Hólasandslína 3 muni hafa talsvert neikvæð áhrif. Að mati Skipulagsstofnunar verða áhrif framkvæmdar á útivist og ferðamennsku á Hólasandi nokkuð neikvæð. Varðandi fornleifar telur Skipulagsstofnun að neikvæð áhrif Hólasandslínu verði ekki veruleg ef fylgt verði áformuðum mótvægisaðgerðum Landsnets og ábendingum Minjastofnunar Íslands.

Í 9. gr. c. í raforkulögum nr. 65/2003 er m.a. kveðið á um að sveitarstjórnum beri að tryggja að skipulagsákvarðanir hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Í 9. gr. a. er lagagrundvöllur fyrir kerfisáætlun þar sem gert er ráð fyrir umsóttri framkvæmd. Fjallað var um framkvæmdina í kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027 sem var samþykkt af Orkustofnun, dags. 18.1.2019. Þá hafa skipulagsáætlanir þeirra sveitarfélaga sem Hólasandslína 3 nær til og varða fyrirkomulag línulagnar verið kynntar hverju sveitarfélagi.

Lagaskilyrði eru til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Hólasandslínu 3 verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

 

5. Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1 - 2002003

Tekið fyrir að nýju erindi varðandi breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Voga 1.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps var send Skipulagsstofnun í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í svari Skipulagsstofnunnar kom m.a. fram að leita þyrfti umsagna áður en hægt væri að staðfesta tillögu að breytingu.
 

Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps sé að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að óska eftir umsögnum frá þeim aðilum sem Skipulagsstofnun óskar eftir. Skipulagsnefnd leggur einnig til að skipulagsfulltrúa verði falið að senda uppfærða tillögu á Skipulagsstofnun í samræmi við bréf stofnunnarinnar. Jafnframt er lagt til að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna málið áfram í samræmi við lög og reglugerðir.

 

Pétur vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu í afgreiðslu næsta máls. Nefndin kaus um mögulegt vanhæfi og var samhljóða um að telja Pétur ekki vanhæfan við afgreiðslu málsins.

6. Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016

Tekið fyrir erindi frá Landsvirkjun dags. 14. maí 2020 þar sem þess er óskað að fá heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar niðurdælingarholu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meðfylgjandi umsókninni er matslýsing vegna fyrirhugaðrar vinnu við breytingu á deiliskipulaginu í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Umsóknin er send með fyrirvara um endanlega niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um ákvörðun um matsskyldu niðurrennslisholu.

Breyting á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar fellst í því að gert verði ráð fyrir og skilgreind niðurdælingarhola fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð. Fyrirhugað er að staðsetja niðurdælingarholuna sunnan við kæliturninn í Kröflu og skábora holuna til vesturs, en markmiðið er að finna lekt við að skábora gegnum gossprungu frá Daleldum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að matslýsingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa verði falið að leita umsagna vegna hennar í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Jafnframt verði Landsvirkjun heimilað að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar.

 

7. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 14:46.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur