16. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 20. maí 2020

16. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6 og í fjarfundabúnaði miðvikudaginn 20. maí 2020, kl.  11:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður, Arnar Halldórsson, varaformaður, Þuríður Pétursdóttir, aðalmaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson, aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. Áheyrnarfulltrúarnir Edda Hrund Guðmundsdóttir (mál 1-7) og Garðar Finnssson frá foreldrafélaginu (mál 8-10) í fjarfundabúnaði. Einnig Sólveig Jónsdóttir skólastjóri (mál 3-7) og Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri (mál 8-10).

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fagráð eineltismála - Opnun upplýsingaveitu – 2005019

Formaður kynnti nýja heimasíðu Menntamálastofnunar,
https://gegneinelti.is/. Þar er að finna nánari upplýsingar um hvert sé best að leita eftir upplýsingum ef grunur leikur á að um einelti sé að ræða. Heimasíðan er fyrir börn og ungmenna, foreldra fagfólk.
Nefndin hvetur skólaumhverfið og íbúa sveitarfélagsins að kynna sér heimasíðuna.

2. Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing barnasáttmála – 2005020

Formaður kynnti http://barnvaensveitarfelog.is/. Í kjölfar lögfestingar Barnasáttmálans á Íslandi 2013 hefur eftirspurn eftir fræðsluefni og stuðningi við innleiðingu sáttmálans aukist til muna. Á það ekki síst við sveitarfélögin, sem sinna stærstum hluta þeirra verkefna sem hafa beina tengingu við daglegt líf barna og ungmenna. Til að svara þessari eftirspurn hóf UNICEF á Íslandi, í samstarfi við umboðsmann barna árið 2016, að búa til líkan fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan íslenskra sveitarfélaga, líkan sem við köllum barnvæn sveitarfélög. Frá því verkefnið var sett á laggirnar hefur UNICEF haldið utan um innleiðingu, veitt sveitarfélögum ráðgjöf og sinnt fræðslu til starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga.
Innleiðingarferlið tekur tvö ár og skiptist í 8 skref, sem sveitarfélag stígur með það að markmiði að virða og uppfylla réttindi barna. Að tveimur árum liðnum, getur sveitarfélag sótt um viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi. Viðurkenningin er háð því að starfsfólk UNICEF meti sem svo að innleiðingarferlið hafi verið réttindum barna í sveitarfélaginu til framdráttar og að aðgerðaáætlun verkefnisins hafi verið fylgt eftir. Til að viðhalda viðurkenningunni þarf sveitarfélag að halda innleiðingunni áfram, setja sér ný markmið og óska eftir nýju mati að tveimur árum liðnum.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið að það skrái sig til þátttöku í verkefninu.

3. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar. Samið var við Tröppu ehf. um umsjón og eftirfylgni umbótaáætlunarinnar. Vinnan gengur samkvæmt áætlun.

4. Reykjahlíðarskóli - Skólastarf vorönn 2020 - 2005021

Skólastjóri fór yfir skólastarfið á vorönn en kórónuveirufaraldurinn hafði þar mikil áhrif. Skólastarfið gekk mjög vel við erfiðar aðstæður, þær ákvarðanir sem teknar voru í ferlinu reyndust mjög vel þrátt fyrir talsverða röskun. Eftir að skólastarf fór af stað að nýju eftir páska hefur það einnig farið vel fram.
Nefndin þakkar starfsfólki grunnskólans fyrir framúrskarandi starf á krefjandi tímum.

5. Reykjahlíðarskóli - Skóladagatal 2020-2021 - 2005022

Skólastjóri lagði fram tillögu að skóladagatali skólaárið 2020-2021 fyrir Reykjahlíðarskóla.

Nefndin samþykkir skóladagatalið og lýsir yfir ánægju sinni með samræmingu skóladagatala Reykjahlíðarskóla og leikskólans Yls.

6. Reykjahlíðarskóli - Starfsmannamál og starfsáætlun veturinn 2020-2021 - 2005023

Sólveig skólastjóri fór yfir starfsmannamál og starfsáætlun næsta skólaár sem og starfsemi tónlistarskólans.
Nemendafjöldi 2020 - 2021
1. bekkur 5 nemendur
2. bekkur 7 nemendur
3. bekkur 4 nemendur
4. bekkur 2 nemendur
5. bekkur 5 nemendur.
6. bekkur 4 nemendur.
7. bekkur 1 nemandi.
8. bekkur 3 nemendur.
9. bekkur 4 nemendur.
10.bekkur 5 nemendur.
Samtals verða því 40 nemendur.
Kennslustundamagn:
Vikulegur kennslustundafjöldi nemenda skólaárið 2020 - 2021 verður sá sami og í ár.
1. - 4. bekkur á að fá 30 kennslustundir á viku
5. - 7. bekkur á að fá 35 kennslustundir á viku
8. - 10. bekkur á að fá 37 kennslustundir á viku.
Skólastjóri leggur eftirfarandi til:
1. - 3. bekkur (16 nem.) verði námshópur með a.m.k. 2 kennara
4. - 6. bekkur (11 nem.) verði námshópur
7. - 10. bekkur (13) verði námshópur
Kennslustundamagn fyrir allan skólann verði 160 kennslustundir á viku.
Auk þess 2 stuðningsfulltrúar í 80% starf hvor.
Óskað er eftir að ráða námsráðgjafa áfram í 10% starf við skólann.
Einnig verkefnastjóra í umsjón með ákveðnum verkefnum í ?? starfshlutfall.
Frístund:
Boðið hefur verið upp á gjaldfrjálsa frístund að loknum skóladegi hjá yngri nemendum. Hún hefur verið:
Hjá 1.-4. bekk á mánudögum frá kl. 13:00-15:10 og á
miðvikudögum kl. 13:45-15:10.
Hjá 1.-7. bekk á fimmtudögum frá kl. 13:45-15:10.
Mývetningur, íþrótta- og ungmennafélag hefur verið með íþróttaskóla á móti frístundinni. Með þessu móti fara allir nemendur heim á sama tíma. Ávallt þarf að hafa tvo starfsmenn í frístundastarfinu.
Mývetningur, íþrótta og ungmennafélag hefur ekki gefið ákveðið svar um hvort þau séu tilbúin til samstarfs áfram.

Starfsmannamál:
Búið er að ráða í allar stöður nema að enn vantar íþróttakennara í 50% starf. Búið er að auglýsa. Einnig vantar í stöðu stuðningsfulltrúa.

Tónlistarskóli:
Sveitarstjóri og skólastjóri fóru yfir stöðu tónlistarkennslu næsta skólaár. Norðurþing hefur sagt upp samstarfssamningi og þá hafa farið fram viðræður við Þingeyjarsveit um kennsluna en það samstarf hentar ekki að þessu sinni. Einnig hafa verið skoðaðar leiðir með að ráða kennara/leiðbeinanda innan sveitar til eins árs.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ráðinn verði kennari/leiðbeinandi til eins árs.

7. Reykjahlíðarskóli - Skólaakstur - 2005027

Lögð fram tillaga skólastjóra um skólaakstur skólaárið 2020-2021.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Arnar fór af fundi.
Sólveig og Edda (í gegnum fjarfundabúnað) fóru einnig af fundi.
Garðar kom inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

8. Leikskólinn Ylur - Skólastarf vorönn 2020 - 2005025

Leikskólastjóri fór yfir skólastarfið á vorönn 2020 en kórónuveirufaraldurinn hafði þar mikil áhrif. Skólastarfið gekk mjög vel við erfiðar aðstæður og var mikill samstaða og stuðningur frá foreldrum. Eftir að skólastarf fór af stað að nýju eftir páska hefur það einnig farið vel fram og komið í fastar skorður.
Nefndin þakkar starfsfólki leikskólans fyrir framúrskarandi starf á krefjandi tímum.

9. Leikskólinn Ylur - Starfsmannamál og starfsáætlun 2020-2021 - 2005026

Leikskólastjóri lagði fram starfsáætlun og leikskóladagatal leikskólans.
Áætlað er að 21 barn (30,5 barngildi sem þýðir 4,5 starfsgildi) verði á leikskólanum næsta skólaár og skiptist þannig eftir deildum:
7 börn á Blásteini
10 börn á Mánadeild
4 börn á Stjörnudeild
Stöðugildi eru 8,4, þar af 1 í stjórnun, hálft í stuðning og 6,9 á deildum, miðað við að einn starfsmaður hættir í sumar. Leikskólinn er því vel mannaður fyrir næsta vetur.
Á dagskrá hjá starfsfólki í vetur er m.a.:
- Innra mat út frá námskrá leikskólans.
- Innleiðing að heilsueflandi leikskóla.
- Innleiðing grænfána verkefnis leikskóla.
- Efla Jákvæðan aga.
- Karellen leikskólakerfið og vinna áfram að heimasíðu.

Nefndin samþykkir starfsáætlun og skóladagatal leikskólans og lýsir yfir ánægju sinni með samræmingu skóladagatala leikskóla og grunnskóla.

10. Útikennslusvæði leik- og grunnskóla - 1902023

Helgi Arnar fór yfir stöðuna á útikennslusvæði leik- og grunnskóla.

Fundi slitið kl. 13:00.

  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur