39. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 13. maí 2020

39. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku og fjarfundi  miðvikudaginn 13. maí 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, oddviti, Elísabet Sigurðardóttir, aðalmaður, Sigurður Böðvarsson, varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson, aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir, aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við á dagskrá með afbrigðum:
2005014 - Greið leið ehf - Aðalfundarboð 2020
2005015 - Skútustaðir ehf - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi
1810020 - Skútustaðahreppur - Gerð deiliskipulags fyrir höfða
1911001 - Nýsköpun í norðri - Fundargerðir stýrihóps
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá fundarins undir liðum 12, 13, 15 og 22 færast önnur mál til sem því nemur.

1. Rekstraryfirlit: Janúar-mars 2020 - 2005008

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til mars 2020. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

2. Menningarverðlaun 2020 - 2004001

Í samræmi við reglur um menningarverðlaun sveitarfélagsins og fjárhagsáætlun 2020 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir tilnefningum til menningarverðlauna 2020. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum, hópi eða félagasamtökum. Tilnefningar bárust en velferðar- og menningarmálanefnd velur hver hlýtur menningarverðlaun eða viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum, en er þó ekki bundin af því. Handhafi menningarverðlauna fær styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti hver hljóti menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2020 en verðlaunin verða afhent í tengslum við þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. Afgreiðslan var færð í trúnaðarmálabók.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu nefndarinnar samhljóða.

3. Hjóla- og gönguvika 2020 - 2005001

Hjólafærni á Íslandi leitar eftir samvinnu við Skútustaðahrepp um að vinna með því þróunarverkefnið Hjóla- og gönguvika í þéttbýli sveitarfélagsins.
Verkefnið snertir lýðheilsu, samgöngur, menningu og loftslagsmál. Markmið verkefnis er að ýta undir sjálfbæra þróun í samgöngum, með því að auka hlutdeild vistvænna og virkra samgangna. Að efla þekkingu og kenna reiðhjólaviðgerðir, hvetja til göngu og upphefja gildi þess að hreyfa sig í daglegum önnum fyrir eigin orku.
Hjólafærnin verður unnin á fjórum dögum frá miðvikudegi til laugardags, 26. - 29. ágúst n.k. Verkefnið er að stærstum hluta unnið fyrir styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en mótframlag sveitarfélagsins er 200.000 kr. sem yrði fjármagnað í gegnum hamingjuverkefnið.
Verkefnið styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem mörg sveitarfélög vinna að um þessar mundir, aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og lýðheilsustefnu sveitarfélagsins.
Dagskrá 26.-29. ágúst:
1. Opin kynning á hjóla- og gönguvikunni.
2. Undirbúningsnámskeið með helstu tengiliðum.
3. Hjólað um sveitarfélagið og aðstaðan rýnd.
4. Skrifað undir Göngusáttmálann - sem unnin er af samtökunum Walk21. Gengið um sveitarfélagið og aðstaðan rýnd.
5. Viðgerðarnámskeið fyrir reiðhjól.
6. Hjólavottun vinnustaða - opin kynning. Hjólavottun á vinnustöðum.
7. Hjóla- og göngudagur sveitarfélagsins - hjólaþrautabrautir - hjólagarður - hjólaferðir - gönguleiðir - samganga
Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti að farið verði í þetta lýðheilsuverkefni og kannað verði með samstarf við félagasamtök.

Sveitarstjórn staðfestir bókun velferðar- og menningarmálanefndar.

4. Birkiland -Erindi frá lóðarhöfum - 2005003

Lögð fram fundargerð dags. 2.3.2020 frá fundi Birkiholts ehf. og lóðarhafa í Birkilandi þar sem beint er fyrirspurnum til sveitarfélagsins.
Varðandi deiliskipulag í Birkilandi þá er deiliskipulagsferli lokið en það hefur verið auglýst í B-tíðindum. Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar 5. maí 2020 getur stofnunin ekki fallist á að breyting á aðalskipulagi sé óveruleg heldur sé um verulega breytingu að ræða sem seinkar ferlinu um nokkrar vikur.
Vegna fyrirspurnar um blandaða byggð og lögheimili þá er skipulagsfulltrúa falið að taka saman minnisblað um málið. Varðandi vegamál á Grjótagjárvegi þá hefur sveitafélagið þrýst á landeigenda og Vegagerðina að gerðar verði varanlegar lagfæringar á veginum.
Þá er því beint til sveitarstjórnar að sorpmál í Birkilandi verði endurskoðuð og tilhögun þeirra breytt í samræmi við önnur hús í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir að í stað sorpgáma í frístundabyggðinni Birkilandi bjóði sveitarfélagið lóðarhöfum upp á að vera með í sorphirðukerfi sveitarfélagsins líkt og annað íbúðarhúsnæði samkvæmt samningi við Terra. Um tilraun verði að ræða til 31. maí 2021. Í því felst að lóðarhafar þurfa að greiða sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði og sorptunnugjald fyrir nýjar tunnur frá og með 1. júní 2020 í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins. Þá verður sorphirðuþjónusta yfir vetrartímann háð aðgengi að Birkilandi, snjómokstri og aðgengi að frístundahúsum. Þá verði skilyrt að lóðarhafar gangi vel frá sorptunnunum og þær séu aðgengilegar og staðsettar við slóða fyrir sorphirðuna. Með þessu er aukin þjónusta við frístundabyggðina og jafnframt eykst flokkun á sorpi í sveitarfélaginu.

5. Starf sveitarstjóra - 2005004

Lagt fram uppsagnarbréf sveitarstjóra dags. 30. apríl 2020.
Lagður fram samningur við Capacent um ráðgjöf vegna ráðningar á nýjum sveitarstjóra að upphæð 612.500 kr. Einnig lögð fram auglýsing um starf sveitarstjóra.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn við Capacent samhljóða og rúmast samningurinn innan fjárhagsáætlunar ársins.
Sveitarstjórn þakkar Þorsteini fyrir frábær störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

6. Sumarstörf 2020 - 2005009

Í samræmi við viðspyrnuáætlun sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins var könnuð eftirspurn vegna sumarstarfa bæði fyrir námsmenn og þá sem eru án atvinnu. Lagt fram yfirlit skráninga sem bárust. Sveitarfélagið sótti um 11 störf hjá Vinnumálastofnun fyrir námsmenn í sumar og fékk úthlutað 10 störfum sem er mikið ánægjuefni. Verða störfin auglýst fljótlega.
Þá hefur sveitarfélagið sent erindi til Vinnumálastofnunar og fundað með félagsmálaráðherra um rýmri úrræði og stuðning Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru 34 atvinnuleitendur í sveitarfélaginu og spáð rúmlega 30% atvinnuleysi í maí.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa sumarstörf fyrir námsfólk sem kostað er af Vinnumálastofnun. Einnig fyrir atvinnuleitendur þegar úthlutun Vinnumálastofnunar liggur fyrir.
Sveitarstjóra er falin nánari útfærsla og að leggja fram kostnaðaráætlun vegna starfa atvinnuleitenda fyrir sveitarstjórn þegar lokaskráning liggur fyrir.

7. Vinnuskóli 2020 - 2005002

Í samræmi við viðspyrnuáætlun sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins var könnuð eftirspurn hjá nemendum í 8.-10. bekk um vinnu í Vinnuskóla í sumar. Lagt fram yfirlit skráninga sem bárust og minnisblað sveitarstjóra um fyrirkomulag Vinnuskóla 2020 ásamt kostnaðaráætlun að upphæð 2 m.kr.

Þar sem eftirspurn er talsverð samþykkir sveitarstjórn að starfrækja Vinnuskóla í júní og júlí fyrir 8.-10. bekk. Sveitarstjóra er falin nánari útfærsla.
Kostnaður við Vinnuskólann að upphæð 2 m.kr. verður fjármagnaður með færslu fjárheimildar af málaflokki 04-26 yfir á 06-27.

8. Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

Sveitarstjóri og oddviti lögðu fram minnisblað þar sem farið er yfir stöðu á 15 verndar- og viðspyrnuaðgerðum sveitarstjórnar vegna Covid-19.
Í minnisblaðinu kemur fram að vinna við verndar- og viðspyrnuáætlunina gengur samkvæmt áætlun. Margt er komið í framkvæmd eins og áskoranir og samstarf við ríkisvaldið, frestun fasteignagjalda, samráð við íbúa, efling velferðarþjónustu, stuðningur við markaðsátak o.fl. Annað er í undirbúningi eða komið af stað eins og sumarstörf ungmenna og háskólafólks, vinnuskóli, viðhalds- og nýframkvæmdir, stuðningur til heilsueflingar o.fl.
Frá síðasta fundi sveitarstjórnar hefur m.a. verið fundað með félagsmálaráðherra, Vinnumálastofnun og fleiri aðilum vegna stöðunnar og komið sínum sjónarmiðum á framfæri hvað nýtist sveitarfélaginu hvað best við núverandi aðstæður. Einnig með forsvarsmönnum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps en þessi sveitarfélög eru í svipaðri stöðu. Þá hafa verið haldnir fjölmargir samráðsfundir á sveitarstjórnarstiginu, atvinnurekendum, Framsýn og öðrum hagsmunaaðilum til að fara yfir stöðuna.
Undirbúningur fyrir framkvæmdir sumarsins eru í fullum gangi. Nýsköpun í norðri hefur þegar fengið styrki frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga, SSNE (áhersluverkefni), Umhverfisráðuneytinu og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Jafnframt er beðið svara við styrkumsóknum til Loftslagssjóðs, Landbótasjóðs, Nýsköpunarsjóðs námsmanna (2. úthlutun), SSNE (2. úthlutun áhersluverkefna), Kvikmyndasjóðs og C9 áætlunarinnar, auk alþjóðlegra styrkumsókna sem Matarskemman hefur tekið þátt í og hafa tengst aðgerðum NÍN.
Varðandi áherslu sveitarfélagsins að ríkið kaupi Hótel Gíg sem gestastofu þá er málið á forræði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og er í jákvæðum farvegi. Fulltrúar ríkisins hafa skoðað húsnæðið og verið að móta næstu skref.
Varðandi verkefnið Hamingja Mývetninga þá er það komið af stað í samstarfi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Haldinn var opinn kynningarfundur á verkefninu í síðustu viku í Skjólbrekku og streymt á netinu og er upptakan aðgengileg á Facebook síðu sveitarfélagsins. Næsta skref er að bjóða upp á námskeið fyrir íbúa í júní og öllum íbúum gefst tækifæri til að fá þrjá ókeypis einkatíma hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með stöðu viðspyrnuaðgerða.

9. Vargeyðing 2020 - 2004016

Ingi Þór Yngvason hefur sagt upp störfum sem grenjaskytta sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Daða Lange Friðriksson sem grenjaskyttu í stað Inga.
Sveitarstjórn tekur undir bókun umhverfisnefndar og þakkar Inga fyrir ómetanlegt og fórnfúst starf sem hann hefur unnið við meindýra- og vargeyðingu í sveitarfélaginu um áratugaskeið.

10. Staða fráveitumála - 1701019

Lagt fram minnisblað dags. 6.5. 2020 frá stöðufundi sveitarfélagsins með verktaka, hönnuði og Landgræðslunni um stöðu framkvæmda á safntanki á Hólasandi.

11. Beiðni um umsögn - Niðurdælingarhola fyrir förgun af þéttivatni frá Kröflustöð - 2003013

Tekið fyrir erindi að nýju frá Skipulagsstofnun dags. 11. mars 2020 þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum niðurdælingarhola fyrir förgun af þéttivatni frá Kröflustöð skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 60/2000.
Einnig er óskað eftir því að komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.
Á 37. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl sl. var bókað:
"Umfjöllun í tilkynningarskýrslu er fullnægjandi að áliti skipulagsnefndar. Þar er vel gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd bendir á að nauðsynlegt er að gera breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Sveitarfélagið er leyfisveitandi vegna framkvæmdaleyfis framkvæmdarinnar.
Með vísan til gagna málsins og með tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, þar sem fram koma viðmiðanir varðandi mögulega matsskyldu, er það álit skipulagsnefndar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd að vel er gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Hins vegar telur sveitarstjórn að mikilvægt sé að til að gæta fyllstu varúðar gagnvart niðurdælingunni að áhrif hennar verði rannsökuð enn frekar og sú þekking sem skapast nýtt til ákvarðanatöku inn í framtíðina. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vatnasvið Mývatns verði ekki skaðað með neinum hætti, en fyrirhuguð framkvæmd virðist verða til bóta þó ýmsum spurningum sé enn ósvarað. Í því ljósi er mjög mikilvægt að m.a. verði gerðar ferilrannsóknir á niðurdælingarvatninu. Sveitarstjórn telur því að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum."

Í tölvupósti Skipulagsstofnunar til Skútustaðahrepps dags. 5. maí s.l. fylgir bréf Landsvirkjunar til Skipulagsstofnunar dags. 5. maí s.l. með viðbrögðum Landsvirkjunar við umsögn sveitarfélagsins um niðurdælingu þéttivatns. Skipulagsstofnun spyr hvort að þessi viðbrögð breyti afstöðu sveitarfélagsins til matsskyldu framkvæmdarinnar.
Í bréfi Landsvirkjunar kemur m.a. fram að tekið er undir með sveitarstjórn Skútustaðahrepps um að gæta fyllstu varúðar með framkvæmdir á vatnasviði Mývatns. Á meðal viðbótarráðstafana sem tilgreindar eru má nefna að skoðað verður í þaula að velja rétt viðtökudýpi þéttivatnsins, að bæta við ferilefnaprófi eftir að niðurdæling þéttivatns hefst og samráð verður haft við sveitarfélagið og HNE á tilraunatíma og áður en niðurrennsli þéttivatnsins verður hluti af starfsemi Kröflustöðvar.

Með hliðsjón af framkomnum gögnum er það mat sveitarstjórnar Skútustaðahrepps að vel hafi verið gerð grein fyrir þeim atriðum sem sveitarstjórn vakti máls á í bókun sinni þann 15. apríl s.l.
Í ljósi fyrirhugaðra vaktana, sem í raun eru forsenda frekari upplýsinga, er það mat sveitarstjórnar að líta megi á verkefnið sem tilraun til 2-3 ára og skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samhliða er lögð áhersla á að fylgt verði eftir þeim rannsóknum og vöktunum sem tilgreind eru í gögnum Landsvirkjunar og verkefnið endurmetið árlega í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og eftir atvikum aðra sem að málinu koma. Þá er lögð áhersla á að rannsóknin sé í höndum óháðs opinbers aðila.

12. Greið leið ehf: Aðalfundarboð 2020 - 2005014

Lagt fram aðalfundarboð í einkahlutafélaginu Greið leið ehf. miðvikudaginn 27. maí n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að Helgi Héðinsson fari með umboð Skútustaðahrepps á fundinum, til vara Halldór Þ. Sigurðsson.

13. Skútustaðir ehf - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2005015

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 24. apríl þar sem Ingibjörg Björnsdóttir f.h. Skútustaða ehf, sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum.

Sveitarstjórn staðfestir jákvæða umsögn sveitarstjóra og gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Sigurður vék af fundi við afgreiðslu málsins.

14. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

15. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða. Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu. Fyrir liggur uppfærður uppdráttur, skýringaruppdrættir og greinargerð dags. 7. apríl 2020 frá Hornsteinum. Þar hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar og sveitarstjórnar í fyrri umræðu.
Erindið var á dagskrá skipulagsnefndar þann 20. apríl s.l. og í umhverfisnefnd þann 4. maí s.l. og komu þar fram tillögur að breytingum á uppdrætti og greinargerð.

Sveitarstjórn samþykkir athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar með áorðnum breytingum og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með áorðnum breytingum fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

16. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram 10. fundargerð atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 7. maí 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.

17. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram 18. fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 5. maí 2020. Fundargerðin er í 6 liðum.

18. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram 15. fundargerð umhverfisnefndar dags. 4. maí 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

19. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram 40. fundargerð forstöðumannafundar Skútustaðahrepps 21. apríl 2020.

20. SSNE - Fundargerðir - 1611006

Lögð fram 7., 8. og 9. fundargerð stjórnar Samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra 11. mars, 8. apríl og 6. maí 2020. Einnig lagðar fram fundargerðir SSNE með sveitarstjórum 24. og 30. apríl s.l.

21. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 881., 882. og 883. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24. apríl, 30. apríl og 8. maí 2020.

22. Nýsköpun í norðri - Fundargerðir stýrihóps - 1911001

Lögð fram 5. fundargerð stýrihóps Nýsköpunar í norðri dags. 30. apríl 2020.

Fundi slitið kl. 11:00.

    

    


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur