15. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 4. maí 2020

 

 

 

Fundargerð

 

 

15. fundur umhverfisnefndar haldinn í Skjólbrekku, 4. maí 2020, kl.  09:30.

 

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, formaður, Sigurður Böðvarsson, varaformaður, Alma Dröfn Benediktsdóttir, aðalmaður, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, aðalmaður, Sigurður Erlingsson, varamaður og Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða.

Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu.

Fyrir liggur uppfærður uppdráttur, skýringaruppdrættir og greinargerð dags. 14. apríl 2020 frá Hornsteinum. Þar hefur verið komið að mestu til móts við athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar og sveitarstjórnar í fyrri umræðu.

Umhverfisnefnd vekur athygli á mikilvægi umferðaröryggis, sem virðist ógnað með bílastæði beggja vegna vegar í Geitabrekku. Lausn á því gæti verið að flytja upphaf/enda gönguleiðar að bílastæðum á Sviðningi eða Kálfaströnd. Umhverfisnefnd tekur undir athugasemdir skipulagsnefndar.

Umhverfisnefnd leggst ekki gegn framhaldi skipulagsferilsins, að því gefnu að umræddar ábendingar og atriði sem rædd voru á fundinum fái umfjöllun.

 

2. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

Pöntuð hefur verið ný moltugerðartunna fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Tunnan er afkastameiri en sú sem fyrir var.

 

3. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050

 

Starfshópurinn er almennt sáttur við starfið sem unnið var á síðasta ári.

Að áeggjan starfshópsins beinir umhverfisnefnd því til sveitarstjórnar að sveitarfélagið leiti eftir auknu samstarfi við Umhverfisstofnun varðandi aðkomu landvarða að verkefninu í sumar og forystu þess þar til verkefnisstjóri hefur verið ráðinn.

Sveitarfélagið hefur sótt um styrk til Uppbyggingarsjóðs vegna starfs verkefnisstjóra vegna ágengra og framandi plantna í Skútustaðahreppi.

Að áeggjan starfshópsins beinir umhverfisnefnd því til sveitarstjórnar að sveitarfélagið taki upp viðræður við ríkið um möguleika þess að virkja einstaklinga sem nú eru á hlutabótaleið með boði um að taka þátt í störfum í þágu samfélagsins með ágengar og framandi plöntur í huga. Ennfremur leggur nefndin til að sveitarfélagið hefji samstarf við frjáls félagasamtök um að bjóða upp á sambærileg verkefni, til eflingar lýðheilsu og hamingju íbúanna.

 

4. Vargeyðing 2020 - 2004016

Ingi Þór Yngvason hefur sagt upp störfum sem meindýraeyðir sveitarfélagsins.

Gengið verður formlega frá skipan grenjaskyttu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

Umhverfisnefnd þakkar Inga ómetanlegt og fornfúst starf sem hann hefur unnið við meindýra- og vargeyðingu í sveitarfélaginu um áratugaskeið.

Umhverfisnefnd hvetur sveitarstjórn til að slá hvergi af við meindýra- og vargeyðingu í sveitarfélaginu.

 

5. Framtíðarskipulag náttúruverndar og innviða í Vonarskarði - 2004015

Jóhanna Katrín vakti athygli á vanhæfi sínu og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Sigurður Guðni tók við fundarstjórn.Tekið fyrir erindi frá svæðisráði vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar þar sem óskað er eftir umsögn vegna framtíðarskipulags náttúruverndar og innviða innan landslagsheildar í Vonarskarði.

Málið hefur verið til umfjöllunar til margra ára og margir haft aðkomu að málinu hingað til.

 

Umhverfisnefnd tekur undir bókun Ásahrepps frá fundi hreppsnefndar þann 19. febrúar 2020. Umhverfisnefnd leggur til að umfærð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð verði bönnuð yfir sumartímann en slík umferð verði leyfileg þegar jörð er frosin og snjór liggur yfir landi að vetrarlagi. Umhverfisnefnd leggur til að göngu- og reiðhjólaleiðir verði ávallt opnar en hestaferðir í gegnum Vonarskarð verði háðar leyfi þjóðgarðsvarðar. Nefndin telur sig ekki hafa forsendur til að leggja til nánari útfærslna á göngu-, reið- og reiðhjólaleiðum um Vonarskarð.
Umhverfisnefnd telur að gott og faglegt samráð hafi verið við helstu hagsmunaaðila við vinnslu málsins.

 

Fundi slitið kl. 12:45


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur