38. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 27. apríl 2020

38. fundur sveitarstjórnar haldinn í fjarfundi  miðvikudaginn 22. apríl 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi máli yrði bætt við á dagskrá með afbrigðum:
2004010 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá fundarins undir lið 7 og færast önnur mál til sem því nemur.

1. Heimsfaraldur - Covid19 - Viðbragðsáætlun sveitarstjórnar - 2003014

Sveitarstjóri fór yfir aðgerðir sveitarfélagsins vegna Covid-19 heimsfaraldursins frá síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir tveimur vikum. Viðbragðsteymi ásamt oddvita, formanni skólanefndar og forstöðumönnum hefur fundað reglulega til að fara yfir stöðu mála, vaktað nýjustu upplýsingar og haft samráð við aðgerðarstjórnir og sérfræðinga þar sem leiðarljósið hefur verið að verja viðkvæmustu íbúa sveitarfélagsins og minnka óvissu eins og hægt er. Sem fyrr hefur mikil áhersla verið lögð á upplýsingagjöf til starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins.
Grunnskóla og leikskóla var lokað 27. mars s.l. þegar smit greindust í sveitarfélaginu sem var skynsamleg ákvörðun miðað við aðstæður. Þann 14. apríl var ákveðið að skert skólastarf í Reykjahlíðarskóla og leikskólanum Yl hæfist 20. apríl s.l.
Í gær var tilkynnt um afléttingu takmarkana á skólastarfi frá og með mánudeginum 4. maí n.k. og nú hefur heilbrigðisráðuneyti birt auglýsingu þar sem nánar er fjallað um útfærslu þess og áhrif á mismunandi skólastig.
Þegar takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi verður starf leik- og grunnskóla með hefðbundnum hætti. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum, sem og annars staðar, og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit. Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er áfram í gildi.
- Leikskólar munu starfa með hefðbundnum hætti frá og með 4. maí nk. en þar verða áfram í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun og aðgengi utanaðkomandi að skólabyggingum. Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur og takmarki almennt gestakomur í skólana
- Grunnskólar munu starfa með hefðbundnum hætti frá og með 4. maí nk. en þar verða áfram í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun. Fjöldatakmarkanir í nemendahópum verða ekki lengur í gildi og nemendur geta notað sameiginleg svæði, s.s. útisvæði og mötuneyti óhindrað. Fjöldatakmarkanir gilda þó um fullorðna sem starfa í leik- og grunnskólum, þ.e. 2 metra fjarlægð og hámarksfjöldi fullorðinna einstaklinga er 50 í hverju rými. Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur út þetta skólaár og takmarki almennt gestakomur í skólana.
- Frístundastarf kemst í hefðbundið horf á ný en gætt verður að almennum sóttvarnarráðstöfunum þar sem annars staðar.
- Íþrótta- og sundkennsla barna og ungmenna verður með hefðbundnum hætti, bæði úti og inni.
Sveitarstjórn ítrekar þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins, íbúa og atvinnurekenda í Skútustaðahreppi og hvetur til áframhaldandi samstöðu á þessum erfiðu tímum.

2. Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra og oddvita um stöðu á 15 verndar- og viðspyrnuaðgerðum sveitarstjórnar vegna Covid-19 ásamt tillögum um viðauka við fjárauka vegna einstakra verkefna.

Atvinnuleysi:
Atvinnuleysi í Skútustaðahreppi samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun var 15,4% í mars. Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl.

Þrjár sviðsmyndir - Svartsýnasta spá uppfærð:
Teknar hafa verið saman upplýsingar frá rekstraraðilum í Mývatnssveit þar sem áætlaður er samdráttur í ráðningu vinnuafls í þeirri óvissu sem nú ríkir. Öll hótel og stærri gististaðir verða lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem er verri staða en áætluð var fyrir seinasta sveitarstjórnarfund. Bjartasta spáin er óbreytt, þ.e. að fækki um 100 stöðugildi næstu 9 mánuðina, miðspá hefur breyst úr 125 í 175 en svartsýnasta spá hefur breyst úr 150 í 200 stöðugildi. Þessi samantekt er jafnframt grunnur að sviðsmyndagreiningu í samstarfi við KPMG.
- Sviðsmynd 1: Gerir ráð fyrir 20% samdrætti útsvarsgreiðslna sem nemur 65 m.kr. tekjusamdrætti:
- Sviðsmynd 2: Gerir ráð fyrir 35% samdrætti eða 114 m.kr.
- Sviðsmynd 3: Gerir ráð fyrir 50% samdrætti eða 163 m.kr. eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.

15 viðspyrnuaðgerðir Skútustaðahrepps vegna COVID-19:
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á seinasta fundi sínum 8. apríl s.l. 15 verndar- og viðspyrnuaðgerðir sem felast annars vegar í áskorun til ríkisins um sértækar aðgerðir og hins vegar um vernd og viðspyrnu sveitarfélagsins fyrir starfsemi sína, íbúa og rekstraraðila. Vinna við verndar- og viðspyrnuáætlunina gengur samkvæmt áætlun þrátt fyrir mikla óvissutíma. Ýmislegt er komið í framkvæmd m.a. áskoranir og samstarf við ríkisvaldið, frestun fasteignagjalda, samráð við íbúa, efling velferðarþjónustu o.fl. Annað í áætluninni er í undirbúningi eins og sumarstörf ungmenna og háskólafólks, vinnuskóli, markaðsátak, viðhalds- og nýframkvæmdir, stuðningur til heilsueflingar o.fl.
Viðhalds- og framkvæmdaáætlun Skútustaðahrepps samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2020 er 122,5 m.kr. Átti að fjármagna framkvæmdirnar með veltufé en ljóst er að miðað við sviðsmyndagreiningu þá ganga þær forsendur ekki upp. Því stendur sveitarstjórn frammi fyrir því að þurfa að taka lán fyrir framkvæmdum ársins.
Skútustaðahreppur er ágætlega í stakk búinn til þess að takast á við efnahagslegt áfall sem hlýst af COVID-19 faraldrinum en hins vegar er ljóst að höggið er með allra mesta móti í okkar sveitarfélagi þar sem við erum háð afkomu ferðaþjónustunnar. Sveitarfélagið greiddi upp langtímaskuldir sínar 2018 en nú er ljóst að reksturinn verður erfiður. Afar mikilvægt er að vernda heimili og fyrirtæki eins og kostur er og hlúa að íbúum sveitarfélagsins, velferð þeirra og andlegri líðan. Því þarf að huga að fleiri verkefnum sem eru hluti af vernda- og viðspyrnuáætlun sveitarfélagsins til að tryggja m.a. sumarstörf og efla enn frekar innspýtingu í atvinnulífið.

Tillaga:
Lögð fram beiðni um viðauka að upphæð 21,4 m.kr. vegna nýframkvæmda, hlutafjáraukningar og markaðsátaks:
- Hitaveita, endurnýjun stofnæðar 7 m.kr.
- Göngu- og hjólastígur - mótframlag, hröðun framkvæmda 10 m.kr.
- Mývatnsstofa, framlag vegna markaðsátaks 2020 1,4 m.kr.
- Mýsköpun, hlutafjáraukning 3 mkr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 21,4 m.kr. (Viðauki nr. 3 - 2020) sem verður fjármagnaður með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

3. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur - 2004008

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum 8. apríl s.l. 15 verndar- og viðspyrnuaðgerðir fyrir starfsemi sína. Viðhalds- og framkvæmdaáætlun Skútustaðahrepps samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2020 er 122,5 m.kr. Átti að fjármagna framkvæmdirnar með veltufé en ljóst er að miðað við sviðsmyndagreiningu þá ganga þær forsendur ekki upp. Því stendur sveitarstjórn frammi fyrir því að þurfa að taka lán fyrir framkvæmdum ársins sem og fleiri viðspyrnuaðgerðum sem búið er að leggja drög að ásamt því að greiða upp yfirdráttarheimild.
Vegna þessa eru lögð fram drög að lánabeiðni til Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 150 m.kr. í samræmi við skilmála Lánasjóðsins. Samkvæmt útreikningum frá KPMG verður skuldahlutfall Skútustaðahrepps 63,2% eftir lántökuna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið aðallega tekið til að fjármagna ný- og viðhaldsframkvæmdir sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er sveitarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni, kt. 020866-3659, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skútustaðahrepps að undirrita lánasamninginn við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.

4. Gylfi Hrafnkell Yngvason - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2004007

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 7. apríl þar sem Gylfi H. Yngvason f.h. Stellu Rósa, Litlu Rósa og Litlu Stellu, sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga.

Sveitarstjórn staðfestir jákvæða umsögn sveitarstjóra og gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

5. Þingeyjarsveit - Tillaga að breytingu aðalskipulags - 2004005

Tekið fyrir erindi frá Guðjóni Vésteinssyni f.h. Þingeyjarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Skútustaðahrepps vegna breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar. Tilefni breytingarinnar eru áform Landsnets að byggja 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, milli Akureyrar og Hólasands. Fyrirhuguð lega línunnar víkur frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum og átján ný efnistökusvæði eru skilgreind.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.

6. Norðurþing - Tillaga að breytingu aðalskipulags - 2004004

Tekið fyrir erindi frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur dags. 6. apríl 2020 f.h. Norðurþings þar sem óskað er eftir umsögn Skútustaðahrepps vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 á svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík. Breytingin felst í að þjónustusvæði Þ1 stækkar úr 3,2 ha í 3,5 ha. Stækkun þjónustusvæðisins skerðir grænt svæði milli enda Skálabrekku og húsa við Auðbrekku, þ.e. austur af sjúkrahúsi. Auk þess minnka íbúðarreitir Í2 og Í3 lítillega.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.

7. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg - 2004010

Erindi frá skipulagsfulltrúa f.h. Skútustaðahrepps dags. 13.05.2019 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg meðfram Hlíðavegi, frá Helluhrauni að Hraunvegi í þéttbýlinu í Reykjahlíð. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af fyrirhugaðri framkvæmd.
Stígurinn er um 100 metra langur og um 1,5m breiður. Er fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngustígs meðfram Hlíðavegi frá Helluhrauni að Hraunvegi. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

9. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram 23. fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. apríl 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

10. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Lögð fram 9. fundargerð samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 15. apríl 2020.

 

Fundi slitið kl. 11:00.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur