Tilkynning frá viđbragđsteymi: Skert leikskóla- og grunnskólastarf hefst á mánudaginn

 • Fréttir
 • 14. apríl 2020

Kæru Mývetningar. Í upphafi vil ég þakka ykkur fyrir samstöðuna, ábyrgðina og órofa samheldni á þessum ótrúlegu tímum.

Á fundi viðbragðsteymis með forstöðumönnum í morgun var tekin sú ákvörðun að skert skólastarf á leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla hefjist mánudaginn 20. apríl n.k. með þeim fyrirvara að aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. Sem fyrr er leiðarljósið að gæta ítrustu varúðarráðstafana til að verja viðkvæmustu íbúa sveitarfélagsins og minnka smithættu eins og kostur er og hafa varann á. Fyrirkomulagið verður með efitfarandi hætti:

 • Fjarkennsla í Reykjahlíðarskóla þessa viku verður líkt og síðustu tvær vikurnar fyrir páskafrí. Skólastarf hefst aftur næsta mánudag og miðað er við að starfsemi Reykjahlíðarskóla verði nokkuð skert en með svipuðu sniði áður en skólanum var lokað, nema að nemendur þurfi að koma með nesti með sér því eldhúsið verður eingöngu nýtt fyrir leikskólann. Tónlistarkennsla verður áfram í fjarkennslu. Frekari fyrirmæli um fyrirkomulag skólastarfsins mun skólastjóri senda út á morgun.
 • Leikskólinn Ylur verður lokaður út þessa viku. Þegar leikskólinn opnar aftur á mánudaginn er miðað við að starfsemi leikskólans Yls verði með talsvert breyttu sniði þar sem áætlað er að skipta bæði nemendum og starfsfólki upp í tvo hópa sem mæta í leikskólann annan hvern dag. Frekari fyrirmæli um fyrirkomulag leikskólastarfsins og skiptingu í hópa mun leikskólastjóri senda út á morgun.
 • Fullur skilningur verður á því ef foreldrar/forráðamenn ákveða að senda börnin sín ekki í leikskóla og grunnskóla eftir að þeir opna að nýju og eru foreldrar/forráðamenn beðnir að láta skólastjóra og leikskólastjóra vita.
 • Á meðan núverandi samkomubann er í gildi verður íþróttamiðstöðin áfram lokuð. Verður sú ákvörðun endurskoðuð þegar nánari fyrirmæli frá stjórnvöldum liggja fyrir.

Bókasafnið:

Bókasafnið er lokað. Hins vegar munum við áfram bjóða upp á heimsendingaþjónustu. Hægt er að hringja í Þuríði Pétursdóttur bókasafnsvörð í síma 847 4666 á OPNUNARTÍMA safnsins og panta bækur sem Þuríður er tilbúin til þess að keyra heim til fólks sé óskað eftir því án aukakostnaðar. Skilyrði er að vera lánþegi á safninu, skilasektir verða felldar niður tímabundið.

Viðbragðshópurinn og forstöðumenn munu halda áfram að hittast reglulega, afla upplýsinga og endurmeta stöðuna hverju sinni og halda íbúum sveitarfélagsins vel upplýstum.

Við hvetjum Mývetninga að slaka alls ekki á klónni heldur fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum almannavarna og landlæknis í hvívetna. Hikið jafnframt ekki að hafa samband ef eitthvað er.

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Nýjustu fréttir

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

 • Fréttir
 • 27. júlí 2020

Frćđslukvöld

 • Fréttir
 • 10. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. júní 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. maí 2020