COVID-19 pistill sveitarstjóra: Unniđ í lausnum

  • Fréttir
  • 3. apríl 2020

Kæru Mývetningar. Engin ný smit hafa greinst í Mývatnssveit og eru þau því áfram fimm og viðkomandi í einangrun, þá hefur þeim fækkað sem eru í sóttkví og eru þeir níu. Hægt er að fylgjast með tölum eftir póstnúmerum í okkar landshluta á Facebook síðu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Erum við Mývetningum ákaflega þakklát fyrir að fara eins varlega og hægt er og vera sem minnst á ferðinni við þessar aðstæður til að verja okkar viðkvæmustu hópa.

Skólastarf
Viðbragðsteymi sveitarfélagsins og forstöðumenn funda reglulega til að fara yfir stöðuna, nú síðast í morgun. Við munum funda aftur næsta mánudag og þá verður tekin ákvörðun um skólastarf bæði í leikskóla og grunnskóla eftir páska.

Viðspyrnuaðgerðir
Sveitarfélagið heldur áfram að undirbúa frekari viðspyrnuaðgerðir vegna þessara fordæmalausu tíma. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd fundaði í morgun og leggur fyrir sveitarstjórn tillögur að forgangsröðum viðhalds- og nýframkvæmda sem voru þegar inni á fjárfestingaáætlun þessa árs. Einnig er verið að fara yfir ýmsar aðrar hugmyndir. Sveitarstjórn fundar næsta miðvikudag og þar sem þetta verður tekið fyrir. Jafnframt verða jafnframt kynntar þrjár sviðsmyndir út frá næmnigreiningu hvað varðar rekstur sveitarfélagsins. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að greina stöðuna út frá bestu mögulegu forsendum til að reyna að horfa til framtíðar.

Til foreldra
Líkt og fram kemur í síðu Sambands íslenskra sveitarfélaga hvílir margvíslegt álag á foreldrum um þessar mundir en takmarkanir á skóla- og frístundastarfi ásamt því að margir foreldrar vinna nú heima leiðir af sér mikla röskun á daglegu lífi fjölskyldna. Foreldrar eru í flóknu hlutverki við að samræma vinnu inni á heimili, nám barna og samveru með fjölskyldunni. Á sama tíma eru margir að glíma við áhyggjur af heilsufari, efnahag og atvinnu.

Ég hvet foreldra til að hlúa vel að sjálfum sér og börnum sínum og hafa það í forgangi. Hér má sjá mjög góðar ráðleggingar til foreldra en félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40926/Foreldrahlutverkid%20a%20timum%20COVID.pdf

Höldum okkur heima um páskana
Á fundi sveitarstjóra landshlutans með aðgerðarstjórn í morgun komu fram áhyggjur af miklum ferðalögum landsmanna um páskana enda mikil orlofsbyggð í þessum landshluta. Almannavarnarnefnd lögreglustjórans á Norðurlandi eystra fundaði í morgun sendi í kjölfarið frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu:

„Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mælist eindregið til þess að fólk ferðist ekki um páskana og virði í hvívetna samkomubann og fjarlægðarmörk hér eftir sem hingað til. Ljóst er að heilbrigðiskerfi landsmanna má ekki við meira álagi og koma þarf í veg fyrir aukna hættu á smitum og  slysum með öllum tiltækum ráðum á þessum krefjandi tímum.

Almannavarnanefnd biðlar til almennings að sýna samfélagslega ábyrgð. Þeir sem hyggja á holla og góða útivist verða að sýna aðgætni, virða öll tilmæli um fjarlægðarmörk og hafa í heiðri samkomubannið sem gildir til 4. maí.

Eigendur orlofshúsa, og/eða félög sem hafa með orlofsbyggðir að gera, eru hvattir til að leigja ekki út orlofshús um páskana.

Ennfremur er fólk hvatt til að takmarka gestakomur eins og hægt er.

Virðum tilmæli Sóttvarnalæknis og Landlæknis um að ferðast innanhúss um páskana. Heilbrigðisstarfsfólk þarf á öllum kröftum sínum að halda við að hlúa að fólki sem smitast hefur af Covid-19. Óþarfa ferðalög bjóða heim hættu á slysum og frekari smitum sem við megum ekki við nú um stundir.

Munum að við erum öll almannavarnir. Ábyrgðin hvílir hjá okkur.“

Að lokum minni ég á að við hlöðum niður smitrakningaappinu í símana okkar sem er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19. Appið hjálpar til við að greina ferðir einstaklinga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit.

Bestu kveðjur

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Sorphirđudagatal 2021

Fréttir / 11. janúar 2021

52. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 4. janúar 2021

Uppgjör á hitaveitu fyrir 2020

Stjórnsýsla / 21. desember 2020

Niđurstađa sveitarstjórnar auglýst

Fréttir / 16. desember 2020

Flokkum yfir jólin

Fréttir / 14. desember 2020

Nú er komiđ ađ álestri hitaveitumćla

Fréttir / 12. desember 2020

Engin Covid smit

Fréttir / 7. desember 2020

Dagskrá 50. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 3. desember 2020

Fćrđ og ađstćđur

Fréttir / 23. nóvember 2020

49. fundur

Fréttir / 19. nóvember 2020

COVID-19

Fréttir / 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

Fréttir / 17. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar