22. fundur Skipulagsnefndar haldinn í gegnum fjarfundarbúnað, 31. mars 2020, kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. Samningur um fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags - 2002007
Helgi Héðinsson kom á inn á fundinn sem gestur undir lið 1.
Árni frá Alta kom inn á fundinn og kynnti Alta ásamt fyrirhuguðu ferli við gerð lýsingar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023. Árni fór yfir þá vinnu sem nú þegar hefur verið unnin við endurskoðun á aðalskipulagi Skútutaðahrepps.
Árni og Helgi véku af fundi.
Skipulagsnefnd þakkar Árna fyrir góða kynningu.
2. Kæra landeigenda til úrskurðanefndar vegna stöðuleyfis í Bjarnarflagi - 2002027
Skipulagsfulltrúi fór yfir kæru frá meirihluta landeigenda Reykjahlíðar á stöðuleyfi sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar s.l.. Meirihluti landeigenda Reykjahlíðar kærðu veitingu stöðuleyfis fyrir gám við Skiljustöð 2 í Bjarnarflagi þann 20. febrúar s.l. til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni var einnig krafa um stöðvun framkvæmda.
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála tók málið fyrir þann 9. mars s.l. og úrskurðaði um að hafna kröfu kæranda um að framkvæmdir sem byggja á hinu kærða leyfi yrðu stöðvaðar þangað til niðurstaða úrskurðarnefdarinnar liggi fyrir.
Málið var lagt fram til kynningar.
3. Umsókn um stofnun lóðarinnar Gamla tún - 2002026
Tekið fyrir erindi dags. 19. febrúar 2020 frá Þórhalli Kristjánssyni þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Gamla tún í landi Bjarkar. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins þar til deiliskipulag svæðisins hefur öðlast gildi. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna það mál áfram í samvinnu við sveitarstjóra, oddvita og landeigendur.
4. Beiðni um umsögn - Niðurdælingarhola fyrir förgun af þéttivatni frá Kröflustöð - 2003013
Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun dags. 11. mars 2020 þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum niðurdælingarhola fyrir förgun af þéttivatni frá Kröflustöð skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 60/2000.
Einnig er óskað eftir því að komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.
Umfjöllun í tilkynningarskýrslu er fullnægjandi að áliti skipulagsnefndar. Þar er vel gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd bendir á að nauðsynlegt er að gera breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Sveitarfélagið er leyfisveitandi vegna framkvæmdaleyfis framkvæmdarinnar.
Með vísan til gagna málsins og með tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, þar sem fram koma viðmiðanir varðandi mögulega matsskyldu, er það álit skipulagsnefndar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
5. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022
Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.
Fundi slitið kl. 14:08.