COVID-19 pistill sveitarstjóra: Samstađan kemur okkur fyrr í gegnum ţetta krefjandi verkefni

  • Fréttir
  • 1. apríl 2020

Kæru Mývetningar. Engin ný smit hafa greinst í Mývatnssveit og eru þau því áfram fimm og viðkomandi í einangrun. Niðurstöður úr öllum sýnum liggja fyrir.  

Viðbragðsteymi og forstöðumenn Skútustaðahrepps funduðu í morgun og fóru yfir stöðu mála. Líkt og ákveðið var síðasta mánudag verða leikskóli, grunnskóli og íþróttahús lokuð fram yfir páska. Að öllum líkindum verður tekin ákvörðun næsta mánudag með framhald skólastarfs grunnskóla og leikskóla og verður það tilkynnt um leið og sú ákvörðun liggur fyrir. Skólstarf hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður.

Þakklæti og hrós til allra starfsmanna sveitarfélagsins sem hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur. Einnig viljum við þakka íbúum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og skilning á skerti starfsemi sveitarfélagsins við þessar erfiðu aðstæður. Rekstraraðilum sendum við okkar bestu baráttukveðjur, þetta eru gríðarlega erfiðir tímar fyrir þá og hefur mikil áhrif á atvinnulífið í sveitarfélaginu. En það mun birta upp um síðir. Sveitin okkar og náttúruperla verður fyrr en varir aftur orðin eitt mesta aðdráttarafl ferðamanna sem sækja landið heim.

Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrstu viðspyrnuaðgerðir og er nú að skoða fleiri leiðir til þess að bregðast við ástandinu. Meðal annars er verið að draga upp sviðsmyndir sem verða grunnur að frekari aðgerðaráætlun sem lögð verður fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Hér er að ýmsu að hyggja.

Eins og kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag mun sóttvarnarlæknir leggja til við ráðherra að samkomubann sem átti að gilda til 13. apríl n.k. gildi a.m.k. út apríl. Við hvetjum Mývetninga til þess að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum almannavarna og landlæknis. Samstaðan kemur okkur fyrr í gegnum þetta krefjandi verkefni.

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. maí 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 27. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

Fréttir / 20. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

Skólafréttir / 15. maí 2020

Unicef hlaupiđ

Fréttir / 8. maí 2020

Íţróttakennari óskast

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar