36. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 25. mars 2020

36. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,  25. mars 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi máli yrði bætt við á dagskrá með afbrigðum:
2003021 - Fjarfundir sveitarstjórnar og fastanefnda Skútustaðahrepps - Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá fundarins undir lið 1 og færast önnur mál til sem því nemur.

1. Fjarfundir sveitarstjórnar og fastanefnda Skútustaðahrepps - Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga - 2003021

Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra birt auglýsingu, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þar sem sveitarstjórnum er heimilt að ákvarða tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013.
Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum t.d. heimilt að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í slíkum fundum, ákveða valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en greinir í bæjarmálasamþykkt, fela fastanefndum eða einstökum starfsmönnum fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála og að staðfesting fundargerða verði með öðrum hætti en kveðið er á um í reglum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi nýsamþykktra breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og auglýsingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um beitingu VI. bráðabirgðaákvæðis laganna, hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákveðið eftirfarandi:
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
3. Að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013, m.ö.o. fundargerð er send á sveitarstjórnarfulltrúa/ nefndafólk strax að loknum fjarfundi og skulu sveitarstjórnarfulltrúar/ nefndarafólk senda svar með tölvupósti á fundarritara þar sem fundargerð fundarins er staðfest. Þegar sveitarstjórnarfulltrúa/ nefndafólk sitja næst fund sem ekki er fjarfundur skulu þeir undirrita fundargerðir eins og mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. umræddra leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða.
Ákvörðun þessi gildir til 18. júlí 2020 skv. auglýsingu ráðherra, nema sveitarstjórn ákveði að afnema ákvörðunina fyrr.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2. Heimsfaraldur - Covid19 - Viðbragðsáætlun sveitarstjórnar - 2003014

Sveitarstjóri fór yfir Viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps við heimsfaraldri og aðgerðir sveitarfélagsins í kjölfarið. Viðbragðsteymi ásamt oddvita, formanni skólanefndar, forstöðumönnum og oddvita hefur fundað reglulega til að fara yfir stöðu mála sem breytist dag frá degi. Mikil áhersla hefur verið lögð á upplýsingagjöf til starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins. Sunnudaginn 22. mars s.l. fundaði þessi hópur tvisvar. Í kjölfar tilkynningar heilbrigðisráðherra þann dag var eftirfarandi ákvörðun verið tekin í samræmi við viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps: Í fyrsta lagi vegna hertari aðgerða heilbrigðisyfirvalda í dag, í öðru lagi vegna þess að nú er staðfest a.m.k. eitt smit hjá íbúa sveitarfélagsisins og í þriðja lagi vegna þess að staðfest er að hátt í annar tugur af íslenskum ferðamönnum sem dvöldust í Mývatnssveit um síðustu helgi er smitaður af kórónuverunni, þá liggur fyrir að mikið óvissuástand hefur skapast í sveitarfélaginu. Til þess að gæta ítrustu varúðarráðstafana gagnvart viðkvæmustu íbúum sveitarfélagsins og til að forðast frekari smithættu og hefta frekari útbreiðslu kórónuveirusmits hefur sú ákvörðun verið tekin að fella niður hefðbundið skólahald bæði í leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla frá og með morgundeginum um óákveðinn tíma. Jafnframt hefur verið ákveðið að íþróttamiðstöðinni verði lokað um óákveðinn tíma. Kennarar Reykjahlíðarskóla munu halda úti fjarkennslu með verkefnum á þeim stafræna vettvangi sem þeir hafa valið og munu senda frá sér nánari fyrirmæli og leiðbeiningar á morgun í tölvupósti. Vinsamlegst ræðið þessar nýju upplýsingar við börnin og útskýrið fyrir þeim að nemendur komi til með að vinna að verkefnum heima. Tónlistarkennsla verður áfram í formi fjarkennslu. Viðbragðshópurinn og forstöðumenn munu halda áfram að hittast reglulega, afla upplýsinga og endurmeta stöðuna hverju sinni og halda íbúum sveitarfélagsins vel upplýstum.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með hvernig haldið hefur verið á málum af hálfu starfsmanna sveitarfélagsins þar sem leiðarljósið hefur verið að verja viðkvæmustu íbúa sveitarfélagsins og minnka óvissu eins og hægt er. Að loka grunnskóla, leikskóla og íþróttahúsi var skynsamleg ákvörðun miðað við aðstæður. Mannauður sveitarfélagsins er mikill og starfsfólkið staðið sig frábærleg vel við krefjandi og fordæmalausar aðstæður. Sveitarstjórn þakkar starfsfólkinu fyrir yfirvegun og skynsemi. Jafnframt hafa íbúar sveitarfélagsins sýnt ákvörðunum sveitarfélagsins skilning og stuðning og samstaðan verið órofin. Þá þakkar sveitarstjórn atvinnurekendum í Mývatnssveit fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa sýnt í ákvarðanatöku sinni við afar erfiðar aðstæður. Í ljósi nýrra smita í Mývatnssveit áréttar sveitarstjórn beiðni til fólks um að gæta fyllstu varúðar og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út um samkomubann.

3. Fjárhagsáætlun: 2020-2023 - 1908002

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem er að finna samantekt á hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Stjórn sambandsins mun áfram fylgjast vel með áhrifum þessa samdráttar og móta frekari tillögur að viðbrögðum sveitarfélaga eftir því málum vindur fram. Þá voru kynntar aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru sem nemur um 230 ma.kr. eða tæplega 8% af landsframleiðslu. Aðgerðirnar eru þríþættar og miða að því að tryggja afkomu fólks og fyrirtækja, verja grunnstoðir samfélagsins og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið. Þar á meðal voru kynntar sértækar aðgerðir til ferðaþjónstunnar upp á 4,6 milljarða auk almennra aðgerða.

Sveitarstjórn fagnar boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem og Seðlabankans og telur þær skref í rétta átt. Útfærsla tillagnanna er nú til meðferðar þingsins og því enn nokkur óvissa um ýmsa þætti sem varða munu sveitarfélagið og íbúa þess.
Ljóst er að forsendur fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps fyrir árið 2020 eru væntanlega brostnar þar sem talsverður samdráttur er fyrirsjáanlegur þar sem ferðaþjónustan, sem er stærsta atvinnugreinin í sveitarfélaginu, hefur orðið fyrir þungu höggi. Í ljósi sterkrar fjárhagslegrar stöðu sveitarfélagsins, sem nýverið greiddi upp allar sínar langtímaskuldir, er það samhljóma álit sveitarstjórnar að vænlegra sé að halda áætlun hvað varðar nokkuð umfangsmiklar fyrirhugaðar ný- og viðhaldsframkvæmdir sem á áætlun eru á þessu ári. Með því verði stutt við atvinnulíf og umsvif á svæðinu. Þá verði ekki gripið til niðurskurðaraðgerða í rekstri á þessu ári eða því næsta, nema brýna nauðsyn beri til.

Sveitarstjórn samþykkir í samræmi við bókun á síðasta fundi sínum eftirfarandi fyrstu aðgerðir til þess að veita viðspyrnu:

1. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir eftirfarandi breytingar á gjalddögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Mögulegt er að óska eftir því að gjalddagar sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt að 7 mánuði, enda verði óskað eftir því með tölvupósti á sérstöku eyðublaði á halla@skutustadahreppur.is.
2. Þar sem COVID-19 hefur valdið röskun á þjónustu stofnana sveitarfélagsins, svo sem hjá leikskóla og grunnskóla og fleira þess háttar, þá er sveitarstjóra falið að endurskoða innheimtu með tilliti til notkunar og/eða skerðingar þjónustunnar.
3. Þar sem Íþróttahúsið mun verða lokað í óákveðinn tíma, þá er eðlilegt að tímalengd áskrifta að aðgangskortum sem nú er í gildi framlengist sem lokun nemur.
4. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps felur sveitarstjóra og skrifstofustjóra heimild til fullnaðarafgreiðslu á ofangreindum málum.

Sveitarstjórn mun í framhaldinu skoða fleiri leiðir til þess að bregðast við ástandinu og felur sveitarstjóra, oddvita, fjármálastjóra og formanni atvinnumála- og framkvæmdanefndar að útfæra nánari tillögur að frekari aðgerðaráætlun fyrir næsta fund sveitarstjórnar þar sem horft verði til tillagna Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4. EFS - Fjárfesting og eftirlit með framvindu 2019 - 1903034

Lagt fram yfirlit á framvindu framkvæmda og fjárfestinga Skútustaðahrepps árið 2019 í samræmi við beiðni Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til allra sveitarfélaga í landinu í bréfi dags. 10. febrúar 2020.

5. Beiðni um umsögn - Niðurdælingarhola fyrir förgun af þéttivatni frá Kröflustöð - 2003013

Þar sem fundi skipulagsnefndar var frestað er afgreiðslunni málsins frestað.

6. Umsókn um stofnun lóðarinnar Gamla tún - 2002026

Þar sem fundi skipulagsnefndar var frestað er afgreiðslunni málsins frestað.

7. Breytingar á nefndastarfi - 1911033

Lagt fram uppsagnarbréf frá Inga Þór Yngvasyni grenjaskyttu dags. 28. febrúar 2020. Ingi Þór hættir um mánaðarmótin maí/júní.

Sveitarstjórn þakkar Inga Þór fyrir frábært starf í þágu sveitarfélagsins við minka- og refaeyðingu frá 1. maí 1974 eða í hartnær 44 ár.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Daði Lange Friðriksson verði genjaskytta í stað Inga Þórs frá og með 1. júní n.k.

8. Mývatnsstofa - Vetrarhátíð í Mývatnssveit - Þjónustusamningur - 1912002

Lagð fram minnisblað frá Soffíu Kristínu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Mývatnsstofu um framkvæmd Vetrarhátíðar við Mývatn sem haldin var í fyrsta skipti helgina 5.-8. mars 2020. Mývatnsstofa hélt utan um skipulagningu hátíðarinnar en Skútustaðahreppur var helsti styrktaraðili hátíðarinnar en styrkurinn var nýttur í auglýsingar, framleiðslu á fánum og kynningarefni, heimasíðu, ljósmyndun, myndbandsgerð og verkefnisstjórnun. Búið er að funda með aðildarfélögum Vetrarhátíðar 2020 og voru allir sammála um að vel hefði tekist til með hátíðina og er almennur vilji hjá félögunum að taka þátt í Vetrarhátíð 2021.

Sveitarstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst með Vetrarhátíð við Mývatn 2020.

9. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

10. Uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík - 1911034

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings og stjórnarformaður Dvalarheimilisins Hvamms sf. kom inn á fjarfundinn undir þessu lið. Hann kynnti undirbúning að uppbyggingu á nýju 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík sem leysa mun af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm og áætlað að rísi á næstu fjórum árum. Heilbrigðisráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit standa saman að byggingu heimilisins. Með tilkomu þess fjölgar hjúkrunarrýmum á svæðinu um sex. Framkvæmdasýsla ríkisins stendur fyrir hönnunarsamkeppninni fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélagsins Norðurþings.
Hönnunarsamkeppni um bygginguna er lokið og bárust ríflega 30 tillögur. Vonast er til að framkvæmdir hefjist haustið 2021.

Sveitarstjórn þakkar Kristjáni Þór fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með framgang málsins.

11. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir sameiginlegur fjölmenningarfulltrúi Skútustaðahrepps, Norðurþings og Þingeyjarsveitar kom inn á fjarfundinn undir þessum lið. Farið yfir fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps og næstu verkefni.

Sveitarstjórn þakkar Sigrúnu fyrir yfirferðina og lýsir ánægju með samstarfið og framganginn til þessa.

12. Náttúrustofa Norðausturlands - Framtíðarsýn - 2003003

Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) og Margrét Hólm Valsdóttir stjórnarformaður NNA komu inn á fjarfundinn undir þessum dagskrárlið í framhaldi af samþykkt stjórnar um framtíðarsýn NNA vegna framkominnar þingsályktunartillögu um náttúrustofur. Í tillögunni felst að kanna hvort náttúrustofur geti tekið að sér fleiri svæðisbundin verkefni.

Sveitarstjórn þakkar góða kynningu á starfsemi NNA. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framkomnar tillögur NNA og lýsir sig reiðubúna til samstarfs um næstu skref.

13. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundi skipulagsnefndar var frestað.

14. Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis - 1706019

Lögð fram fundargerð 69. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar dags. 16. mars 2020.
Vegna liðar 3 í fundargerðinni um gestastofu í Mývatnssveit vill sveitarstjórn Skútustaðahrepps árétta áherslu á að svæðisráð og stjórn þjóðgarðsins líti fyrst og fremst til þess valkostar sem nú stendur til boða og er til skoðunar vegna sölu á Hótel Gíg. Að öðru leyti vísast til fyrri samþykkta og vinnu á vegum Skútustaðahrepps vegna þessa máls.

15. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lagðar fram fundargerðir frá forstöðumannafundum 5. mars, 16. mars og 17. mars 2020.

16. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Lögð fram fundargerð frá 8. fundi samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 18. mars 2020.

 

Fundi slitið kl. 12:30.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur