Upplýsingar um ţjónustu sveitarfélagsins í samkomubanni - All information regarding municipal services

 • Fréttir
 • 24. mars 2020

Hér má finna yfirlit yfir þjónustu stofnana sveitarfélagsins á einum stað á meðan á samkomubanni yfirvalda stendur.  Yfirlitið verður uppfært jafnóðum og breytingar verða.

 

Grunnskóli, leikskóli og frístundastarf

Til þess að gæta ítrustu varúðarráðstafana gagnvart viðkvæmustu íbúum sveitarfélagsins og til að forðast frekari smithættu og hefta frekari útbreiðslu kórónuveirusmits hefur hefðbundið skólahald bæði í leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla ásamt frístundastarfi frá og með morgundeginum verið fellt niður frá 24. mars um óákveðinn tíma.

Forráðamenn barna í grunnskóla og leikskóla hafa nú fengið sendar upplýsingar um tilhögun starfs næstu daga. 

Kennarar Reykjahlíðarskóla munu halda úti fjarkennslu með verkefnum á þeim stafræna vettvangi sem þeir hafa valið og hafa sebt frá sér nánari fyrirmæli og leiðbeiningar í tölvupósti. Vinsamlegst ræðið þessar nýju upplýsingar við börnin og útskýrið fyrir þeim að nemendur komi til með að vinna að verkefnum heima. Tónlistarkennsla verður áfram í formi fjarkennslu.

 

Hreppsskrifstofa

Hreppsskrifstofa er lokuð almenningi en starfsemin er hins vegar samkvæmt auglýstum opnunartíma sem er mánudaga til fimmtudaga kl. 9-12 og 13-15 og föstudaga kl. 12. Öll samskipti fara fram í gegnum síma og netið. 
Hægt er að ná í starfsmenn í síma 46 46 660 og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is.  Upplýsingar um netföng starfsmanna er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skutustaðahreppur.is

 

Áhaldahús – Veitur

Áhaldahúsið er lokað fyrir almenningi. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 861 4163 eða á netfanginu larus@skutustadahreppur.is. Bilanatilkynningar eru í sama númer.

 

Sorphirða, gámasvæði og snjómokstur

Gert er ráð fyrir óbreyttri sorphirðu.
Þar sem íbúar eru í einangrun og sóttkví eru þeir beðnir að hafa sorp óflokkað og setja allt í tunnu með gráu loki sem er fyrir óflokkaðan úrgang.

Reynt verður að halda úti snjómokstri samkvæmt áætlun. 

Opnunartími gámasvæðisins í landi Grímsstaða er óbreyttur:
Miðvikudagar kl. 15:00-16:00
Laugardaga kl. 10:00-12:00

 

Íþróttahús

Íþróttamannvirki er lokað frá og með 23. mars.  Engar íþróttaæfingar eða frístundastarf verða frá þeim tíma.

 

Bókasafn

Opnunartími Bókasafns Mývatnssveitar er óbreyttur, eða á mánudögum frá kl. 15-19. Bókasafnið er staðsett í kjallara Skjólbrekku. Gestir bóksafnsins eru beðnir að virða 2ja metra fjarlægðarregluna. Bækur sem er skilað inn til bókasafnsins verða sótthreinsaðar og ekki lánaðar aftur fyrr en viku seinna.

Þar sem margir eru heima þessa dagana hefur verið ákveðið að  bjóða upp á heimsendingaþjónustu. Hægt er að hringja í Þuríði Pétursdóttur bókasafnsvörð í síma 847 4666 á OPNUNARTÍMA safnsins og panta bækur sem Þuríður er tilbúin til þess að keyra heim til fólks sé óskað eftir því án aukakostnaðar. Skilyrði er að vera lánþegi á safninu, skilasektir verða felldar niður tímabundið. Boðið verður upp á þessa þjónustu þangað til annað verður tilkynnt.

 

Félagsstarf eldri borgara

Félagsstarfi eldri Mývetninga hefur verið hætt þar til annað verður auglýst. Umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara hefur jafnframt samband við eldri Mývetninga og býður upp á aðstoð.

Félagsleg heimaþjónusta eldri borgara er með óbreyttum hætti nema eldri borgarar afþakki þjónustuna. Vinsamlega hringið í síma 46 46 660 eða sendið póst á alma@skutustaðahreppur.is.

 

Velferðarþjónusta sveitarfélagins

Áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma og tölvupóst.
Tilkynningum um barnavernd skal vera rafræn í gegnum heimasíðu Norðurþings eða í síma 464-6100. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Fjárhagsaðstoð og önnur félagsleg úrræði – vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið hrodny@nordurthing.is eða hafið samband í síma 464-6100.

 

Kjörbúðin:

Opið fyrir eldri borgara, þ.e. 60+ og þá sem eru í áhættuhópi frá kl. 9:00 - 10:00, frá mánudegi til föstudags.
Kl. 10:00 opnar svo fyrir alla

 

Góðar tenglar:

www.kovid.is

Upplýsingasíða Sambands íslenskra sveitarfélaga (upplýsingar á ensku, spænsku og pólsku).

 


 

ENGLISH VERSION:

All information regarding municipal services can be found in one place while “social distancing” or law banning mass gatherings is imposed. This information is usually altered as soon as changes to the current situation have occurred.

 

Secondary School, Nursery School & After school activities

To make sure that the best possible precautions for our most vulnerable residents are being taken and in order to prohibit any further outbreaks or infection of the Corona Virus, regular school, nursery school and after school activities have been temporarily closed in their traditional form as from the 24th of March until further notice.

Parents and guardians of the students of Reykjahlíðar School and Ylur Nursery School have been advised and information has been sent on how the children will continue their schooling from home during this uncertain and volatile time.

The teachers from Reykjahlíðar School will conduct distance learning or online learning through a computer program of their choice, congenial for home and online schooling. Further information and instructions will be sent to parents via email. Please discuss this information with your children and explain to them that they will be doing their schoolwork and projects from home and why this temporary measure has been taken. The music teacher will continue music lessons via the computer which has been done with great success.

 

Hreppsskrifstofa - Offices

The municipal offices are closed to the public. This does not mean that they are closed. The municipal officials will continue to work as usual from Monday to Thursday from 9.00 hrs – 12.00 hrs and 13.00 hrs – 15.00 hrs and Friday’s until 12.00 hrs. All communication will be done through the internet or by phone.

It is possible to contact the staff by phoning: 464 6660 or through email skutustadahreppur@skutustadahreppur.is  Direct emails of our staff members can be found on the municipalities web page www.skutustadahreppur.is

 

Municiple Services 

The Municipalities services department is closed to the public. It is possible to contact the staff through the manager by phoning: 861 4163 or through his email larus@skutustadahreppur.is  If any emergencies come up please use the same numbers to contact the Department of municipal services.

 

Skútustaða Sports Center

The sports center will be closed as from the 23rd March.  There will be no sports or after school activities from that time.

 

Waste Collection, Waste Container Area & Snow Removal Services

We do not anticipate any changes to this service.

NB: Those residents who are in quarantine or isolation are asked not to sort their waste! Please put all your rubbish into the container with the grey lid which is for all unsorted waste and rubbish. Thank You.

The snow removal services will continue as planned.

Opening times for the Waste Container Area are the same as usual:

Wednessday’s 15.00 hrs – 16.00 hrs

Saturday’s        10.00 hrs – 12.00 hrs

 

Municiple Library

Opening times for the Myvatn library remain the same. Monday’s from 15.00 hrs – 19.00 hrs

The library is situated in the basement at Skjólbrekka Community Hall.

 Visitors to the library are asked to abide by the “social distancing” law of 2 meters between individuals at all times. Books that have been used and returned will be disinfected on their return and not lent out again before one week has passed.

As there are many people at home, it has been decided to offer a home delivery service until further notice. For further details please contact Þuríður Pétursdóttir during the library’s opening hours by phoning: 847 4666.  In order to be eligible for this service, one needs to be a member of the library. Fines on unreturned books will be cancelled temporarily while we are going through these unprecedented times.

 

Senior Citizens Social Activities and Exercise Group

Social activities and exercises for Senior Citizens of Mývatn have been postponed until further notice. The supervisor of the group has contacted and offered the members support and assistance with shopping or anything else while they are at home.

Senior Citizens home services will continue as usual unless individual senior citizens temporarily prefer not to accept such services at this time. Home Services for Senior Citizens can be contacted by phoning: 464 6660 or send email to alma@skutustadahreppur.is

 

Welfare Services

We emphasize that all communication should be done over the phone or by email.

Child protection services can be contacted by phoning: 464 6100 or through Norðurþing’s homepage.  www.nordurthing.is  If there is an emergency please call 112.

If you have any queries or need to seek any financial or social assistance please phone: 464 6100 or send an email to hrodny@nordurthing.is

 

Local store (Kjörbúðin):

The local store opens exclusively for Senior Citizens and individuals with underlying health problems 5 days a week, between 09.00 hrs – 10.00 hrs Mondays to Fridays

 

GOOD LINK:

 www.kovid.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Nýjustu fréttir

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

 • Fréttir
 • 27. júlí 2020

Frćđslukvöld

 • Fréttir
 • 10. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. júní 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. maí 2020