35. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 11. mars 2020

35. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 11. mars 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við á dagskrá með afbrigðum:
2003011 - Staða ferðaþjónustunnar
1812016 - Gestastofa/þjónustumiðstöð í Mývatnssveit
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá fundarins undir lið 1 og 2 og færast önnur mál til sem því nemur.

1. Staða ferðaþjónustunnar – 2003011

Lögð fram tillaga að bókun vegna stöðu ferðaþjónustunnar:

Bókun
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar í landinu. Engum dylst sú ógn sem stafar af COVID-19 veirunni og í engu ætti að gefa afslátt af ítrustu kröfum svo hefta megi útbreiðslu hennar. Ljóst er að þær aðgerðir munu hafa mikil áhrif á lífsviðurværi fólks og sér í lagi er staða ferðaþjónustunnar til skemmri tíma þung, ekki síst á landsbyggðinni. Ferðaþjónustan er lang stærsta atvinnugreinin í Skútustaðahreppi og því er ljóst að mikill samdráttur þar hefur veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja, íbúa og sveitarfélagsins. Svo gæti farið að forsendur fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps ársins 2020 muni bresta rætist ekki úr ástandinu. Ríkisstjórnin hefur kynnt tímabundnar aðgerðir en betur má ef duga skal. Afar mikilvægt er að ríki, sveitarfélög og lykil aðilar sem móta efnahagslífið, taki höndum saman til að létta undir við slíkar aðstæður og í framhaldinu að tryggja að langtímaáhrifin verði ekki neikvæðari en þörf krefur með markvissum mótvægisaðgerðum.
Í því samhengi skorar sveitarstjórn Skútustaðahrepps á ríki, sveitarfélög og fjármálastofnanir landsins að grípa til markvissra aðgerða.

Ríkið:
- Dregið verði úr álögum á fyrirtæki t.a.m. með tímabundinni niðurfellingu tryggingagjalds og gistináttaskatts.
- Veittur verði greiðslufrestur og eftir atvikum frekari afsláttur af opinberum gjöldum.
- Innleiddur verði tímabundinn sveigjanleiki á vinnumarkaði s.s. með heimildum til að færa fólk tímabundið á atvinnuleysisskrá án áhrifa uppsagnarfrests.
- Umgjörð fjármálakerfisins verði endurskoðuð svo það verði í stakk búið til að veita nauðsynlega aðstoð. Í því samhengi má nefna endurskoðun á íþyngjandi eiginfjárkröfum og takmarkað aðgengi að lausafé.
- Meiri kraftur en áður hefur verið boðaður verði settur í uppbyggingu innviða sem er vel. En það þarf að gera af krafti og hratt og vel.
- Styrkir til nýsköpunar- og þróunarstarfs verði stórauknir og sérstaklega litið til dreifðra byggða landsins.
- Að undirbúið verði samþætt markaðs- og kynningarátak svo rétta megi kúrsinn í ferðaþjónustu fljótt og vel eftir að faraldurinn gengur yfir.

Sveitarfélög:
- Lækki gjaldskrár og álagningarhlutfall fasteignagjalda og/eða skoði sértæk úrræði til að létta undir til skamms tíma. Í því samhengi ætti að skoða hvort jöfnunarsjóður sveitarfélaga veiti tímabundna heimild til sveitarfélaga til að lækka álögur án þess að til komi frádráttur á greiðslum til þeirra frá jöfnunarsjóði. Slíkt gæti aukið svigrúm sveitarfélaga til tímabundinna aðgerða verulega.

Fjármálastofnanir
- Fjármálastofnanir sýni biðlund og þolinmæði og stilli ávöxtunarkröfu sinni í hóf.
- Leiti allra leiða til hagræðingar með það fyrir augum að skapa svigrúm til mótvægisaðgerða til að lækka vexti og koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga eins og kostur er.

Sveitarstjórn samþykkir bókunina samhljóða.

2. Gestastofa/þjónustumiðstöð í Mývatnssveit - 1812016

Lögð fram drög að minnisblaði Skútustaðahrepps og Þekkingarnets Þingeyinga um gestastofu/þekkingasetur í Mývatnssveit, miðstöð þekkingar, miðlunar og nýsköpunar.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarastjóra og oddvita að ganga frá minnisblaðinu í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga.

3. Skútustaðahreppur: Húsnæðisáætlun - 1709004

Lögð fram uppfærð Húsnæðisáætlun fyrir Skútustaðahrepp árin 2020-2030 sem sveitarstjóri ásamt atvinnumála- og framkvæmdanefnd hefur unnið. Fyrsta áætlunin tók gildi 2018 og var til 10 ára en hún hefur verið uppfærð. Hlutverk húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.
Fram kemur í uppfærðri Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps að síðustu tvö árin hefur verið byggt talsvert umfram það sem áætlað var. Búið er að byggja 19 íbúðir sem er svipað og áætlað var að byggja næstu fimm árin.
Í húsnæðisáætluninni segir m.a. að markmið sveitarstjórnar Skútustaðahrepps er sem fyrr að bjóða uppá fjölbreytta búsetukosti hvort sem valið stendur á milli þess að búa í dreifbýli eða þéttbýli. Í Skútustaðahreppi eru innviðir leikskóla og grunnskóla traustir og geta þeir báðir tekið á móti auknum fjölda nemenda án þess að ráðast þurfi í stækkanir eða frekari nýbyggingar. Þrátt fyrir spá um að íbúum í sveitarfélaginu muni fækka til lengri tíma þarf sveitarfélagið hins vegar að horfa fram á veginn. Miðað við niðurstöður könnunar á meðal rekstraraðila sem gerð var við vinnslu húsnæðisáætlunarinnar má búast við aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og klárlega er eftirspurn fyrir hendi þegar kemur að leiguhúsnæði. Fram undan er óvissuástand þegar kemur að þróun ferðaþjónustunnar og því þarf engu að síður að stíga varlega til jarðar. Helstu áskoranir sem fyrr eru hár byggingakostnaður en engur að síður er búið að byggja talsvert umfram áætlanir síðustu tvö árin, ekki síst vegna þess að sveitarfélagið hafði frumkvæði að því eins og stefnt var að í fyrri húsnæðisáætlun. Mikil uppbygging atvinnulífs hefur á svæðinu sem vissulega þrengdi að leigumarkaði og húsnæðisframboði um tíma. Stærsta áskorunin er að bjóða upp á fjölbreyttari byggingalóðir. Þar sem hafin er endurskoðun á aðalskipulagi er afar mikilvægt að horfa til frekari uppbyggingar og að heildarframboðið á lóðum sé líklegt til að henta vel íbúum á öllum aldri og nauðsynlegri þróun samfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps 2020-2030 samhljóða.

4. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað var eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Uppfærð gögn bárust 14. nóvember 2019 þar sem hámarksgrunnflötur húsa á 2 lóðum er breytt, leyfð atvinnustarfsemi á 4 lóðum innan frístundabyggðarinnar og stærð minna hússins á hverri lóð má vera allt að 50m2. Einnig lág fyrir tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps þar sem hámarksbyggingarmagn fyrir frístundabyggð í Birkilandi var aukin.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Birkilands var grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10.12.2019 til og með 10.01.2020.
Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum 6 lóða í Birkilandi ásamt landeigendum Voga 2.
Fyrir liggur minnisblað frá Sókn lögmannsstofu varðandi málsmeðferðar sem og úrskurður Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. febrúar 2020, nr. 7/2019. Einnig liggur fyrir bókun frá fundi fulltrúa Birkiholts ehf. og hluta lóðarhafa í Birkilandi.

Athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Birkilands snerust einkum að málsmeðferð breytingartillögunnar, þ.e. að um verulega breytingu á deiliskipulagi Birkilands væri að ræða, fyrirhuguð aukning á byggingarmagni á lóðum 24 og 26, að leyfa atvinnustarfsemi og að ekki hafi verið haft samráð við félag lóðarhafa í Birkilandi. Einnig kom fram athugasemd varðandi aðkomu að frístundabyggðinni. Í ljósi athugasemda sem og með sérstöku tilliti til úrskurðar Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. febrúar 2020, nr. 7/2019 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að einungis sá partur tillögunnar að breytingu á gildandi deiliskipulagi Birkilands sem snýr að atvinnustarfsemi á lóð nr. 1 verði samþykkt. Í þinglýstum lóðarleigusamning lóðarhafa og landeigenda frá árinu 2016 er heimild fyrir því að leigja út íbúðir eignarinnar á lóð nr. 1. Upphaflegt markmið landeigenda var að heimila einungis útleigu á húsum á lóðum Birkilands 1 og 2. Með þessu er breytingin takmörkuð við sérstakar aðstæður þeirrar lóðar og m.t.t. breytinga á löggjöf um gististaði, sbr. breytingarlög nr. 67/2016 við lög um veitingastaði, gististaða og skemmtanahald nr. 85/2007. Þá er í ljósi athugasemda tekið fram að tillagan var kynnt öllum lóðarhöfum á svæðinu í samræmi við lög og reglur um grenndarkynningu. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa tillögu að verulegri breytingu á deiliskipulagi Birkilands þar sem hámarksgrunnfleti húsa á lóðum 24 og 26 er breytt og sambyggðar smáeiningar leyfðar ásamt því að stærð minna hússins á hverri lóð megi vera allt að 50m2. Einnig er lagt til að sveitarstjórn samþykki óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 í samræmi við þessar breytingar á deiliskipulagi Birkilands. Skipulagsnefnd leggur einnig til að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð líkt og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Tillögurnar voru samþykktar með 4 atkvæðum gegn 1 í skipulagsnefnd.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur skipulagsnefndar.

5. Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1 - 2002003

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 29. janúar 2020 frá landeigendum Voga 1 þar sem óskað er eftir því að Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 verði breytt í samræmi við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Voga 1 vegna áforma um nýja lóð fyrir íbúðarhús í húsaþyrpingunni austan Mývatnssveitarvegar. Einnig er óskað eftir afgreiðslu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna sama efnis.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir sex nýjum frístundahúsum efst á skipulagssvæðinu uppi á grónu hrauni, varla sýnileg frá vegi og annarri byggð. Frístundalóðirnar eru í um 292 m hæð að jafnaði. Lóð fyrir umrætt íbúðarhús yrði í hraunhvilft vestan í hraunjaðrinum neðan frístundahúsalóðanna í um 286m hæð. Íbúðarhúsið, sem yrði tveggja hæða, myndi falla vel inn í landið og verða hluti byggðarinnar sem fyrir er vestan hraunsins.
Með umsókn um breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Voga 1 fylgja, breytingarblað vegna aðalskipulagsbreytingar og tillaga að breytingu á deiliskipulagi ásamt erindi þar sem farið er ítarlega í ástæður fyrirhugaðrar breytingar.

Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún samþykki óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, í samræmi við deiliskipulagstillöguna, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falin málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 líkt og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur skipulagsnefndar.

6. Landeigendafélag Voga - Málefni hitaveitu - 1712010

Lagður fram viðauki við samning Skútustaðahrepps f.h. Veitustofnunar Skútustaðahrepps og þinglýstra eigendur jarðanna Voga 1, Voga 2, Voga 3, Voga 4 og Bjarkar í Skútustaðahreppi sem fara með eignarhald á öllum óskiptum réttindum Voga, um málefni hitaveitu sem samþykktur var á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir viðaukasamninginn samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum.

7. Jarðböðin hf - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2001025

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 21.2 2020 þar sem Guðmundur Þ. Birgisson f.h. Jarðbaðanna hf./Kaffi Kviku, sækir um rekstrarleyfi í flokki II, umfangslitlir áfengisveitingastaðir.

Sveitarstjórn staðfestir jákvæða umsögn sveitarstjóra og gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

8. Mývetningur: Ársskýrsla og ársreikningur 2019 - 2002032

Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Mývetnings íþrótta- og ungmennafélags, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í febrúar. Um áramótin voru 200 skráðir félagar í Mývetningi. Nýr formaður félagsins er Kristinn Haraldsson.

9. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

10. Uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík - 1911034

Frestað til næsta fundar.

11. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Frestað til næsta fundar.

12. Náttúrustofa Norðausturlands - Framtíðarsýn - 2003003

Frestað til næsta fundar.

13. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram 16. fundargerð velferðar- og skipulagsnefndar dags. 3. mars 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.

14. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram 21. fundargerð skipulagsnefndar dags. 5. mars 2020. Fundargerðin er í 2 liðum.

15. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram 8. fundargerð atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 3. mars 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

16. Ungmennaráð - Fundargerðir - 2001044

Lögð fram 3. fundargerð ungmennaráðs dags. 20. febrúar 2020.

17. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lagðar fram fundargerðir 17. og 18. funda framkvæmdastjórnar HNÞ bs. dags. 20. janúar og 24. febrúar 2020.

18. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Lagðar fram fundargerðir 39. og 40. fundar stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga dags. 7. nóv. 2019 og 12. febrúar 2020.

19. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 879. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2020.

 

Fundi slitið kl. 11:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur