Frá sveitarstjóra - Tilkynning til íbúa Skútustađahrepps vegna samkomubanns

 • Fréttir
 • 15. mars 2020

Kæru íbúar Skútustaðahrepps.

Í upphafi vil ég þakka kærlega fyrir samheldni og skilning á þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú ríkja. Í þeim samfélagslegu aðstæðum sem nú eru leggur Skútustaðahreppur höfuðáherslu á að fylgja í einu og öllu fyrirmælum opinberra aðila sem stýra aðgerðum til  varnar útbreiðslu COVID veirunnar.

Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hafa undirbúið viðbrögð í starfsemi stofnana við samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti vegna Covid19.

Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu fjórar vikurnar. Rétt er að taka fram að breytingar á starfseminni geta verið gerðar með afar skömmum fyrirvara og verða þá tilkynntar á heimasíðu sveitarfélagsins og stofnunum þess.

Allir íbúar eru hvattir til að leita almennra upplýsinga um faraldurinn og viðbrögð við honum inni á www.covid.is – þar er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar sem gilda næstu fjórar vikurnar.

Helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið eru eftirfarandi:

Leikskólinn Ylur:

 • Vegna undirbúnings hefst skólastarf kl. 10.00 mánudaginn 16. mars en með nokkrum takmörkunum.
 • Samkvæmt viðmiðum á að halda starfsemi gangandi á sem öruggastan hátt, þ.e. börn séu í sem minnstum hópum og aðskilin sem mest.
 • Tímar í íþróttahúsi falla niður ásamt tónlistarkennslu.
 • Foreldrar/aðstandendur eru beðnir um að takmarka umgang inni í leikskólanum eins og kostur er.
 • Mælst er til að móttaka á morgnanna fari fram í fataklefa og að börnin verði sem mest útivið í lok dags þar sem foreldrar/aðstandendur sækja þau.
 • Eins þurfum við að takmarka og auka þrif á leikföngum.
 • Samgangur á milli leikskóla og grunnskóla verður takmarkaður eins og aðstæður leyfa en mikilvægt er að sem fyrr sé skynsemi höfð þar að leiðarljósi.
 • Lokað verður fyrir aðgang utanaðkomandi aðila.
 • Þrif verða aukin samkvæmt leiðbeiningum  frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Reykjahlíðarskóli:

 • Skólastarf verður með hefðbundnu sniði mánudaginn 16. mars en þó með nokkrum takmörkunum.
 • Samkvæmt viðmiðum skal kennsla í hópum ekki vera með fleiri en 20 nemendum og ekki verði um blöndun hópa að ræða innan skóladagsins. Hver hópur hafi eina stofu til umráða. Öll kennsla fari fram í stofu viðkomandi hóps .
 • Námshópar Reykjahlíðarskóla verða óbreyttir en í matsal verða tveir hópar og tekið mið af 1.-4. bekk og 5.-10. bekk. 
 • Ekki má  blanda hópum saman í matsal. Fyllsta hreinlætis er gætt í mötuneyti samkvæmt leiðbeiningum.
 • Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi skólastarfs, frístundastarfs og skólaakstri til samræmis við þetta.
 • Nemendur fara ekki í íþróttakennslu í íþróttahús heldur verður íþróttakennsla í formi hreyfingar á skólalóð eða inni í hópastofum.
 • Nemendur fara ekki í sérgreinakennslu í sérgreinastofum.
 • Hópatímar í tónlistarskóla falla niður.
 • Samgangur á milli leikskóla og grunnskóla verði takmarkaður eins og aðstæður leyfa en mikilvægt er að sem fyrr sé skynsemi höfð þar að leiðarljósi.
 • Lokað verður fyrir aðgang utanaðkomandi aðila.
 • Starfsmenn annarra stofnana sem hafa verið í hádegismat í skólanum koma ekki í mat í skólann.
 • Þrif verða aukin samkvæmt leiðbeiningum  frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 • Frístundastarf er í endurskoðun og verða nánari upplýsingar sendar út fljótlega.

Skólaakstur:

 • Skipulagi skólaaksturs hefur verið breytt. Bil milli nemenda í kennslustofum og skólabílum er ekki skilyrt við 2 metra en varast ber að hópar sem aðgreindir eru í skólunum blandist saman í skólabílum.
 • Börn sem eiga viðkvæma aðstandendur, gætu þurft að halda sig frá skólabílnum og er það foreldra að leggja mat á það.
 • Þrif á skólabílum séu i samræmi við viðmið Landlæknis um skólahúsnæði.

Íþróttamiðstöð:

 • Ekki verður hefðbundin íþrótta- og sundkennsla á vegum grunnskóla og leikskóla í samkomubanninu.
 • Líkamsræktarstöð og íþróttasalur opin en taka skal mið af viðmiðum sóttvarnarlæknis. Aldrei skulu vera fleiri en 10 manns í líkamsræktarsalnum í einu og 15 manns í íþróttahúsi.
 • Búningsklefar eru lokaðir.

Skrifstofa Skútustaðahrepps:

 • Hreppsskrifstofa er lokuð almenningi og enginn samgangur við Mikley.
 • Símaþjónusta er frá kl. 9-12 og 13-15 mánudaga til fimmtudaga og kl. 9-12 á föstudögum. Sími 46 46 660. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is og einnig eru upplýsingar um netföng starfsfólks á heimasíðu.

Bókasafn:

 • Opnunartími bókasafns í Skjólbrekku er óbreyttur, þ.e. mánudaga kl. 15-19.

Eldri borgarar:

 • Félagsstarf hjá eldri borgurum fellur niður. 
 • Heimaþjónusta eldri borgara verður óbreytt nema beiðni komi um annað til hreppsskrifstofu.

Sorphirða, gámasvæði og vetrarþjónusta:

 • Gert er ráð fyrir óbreyttri sorphirðu og vetrarþjónustu.
 • Opnunartími gámasvæðis helst óbreyttur.

Áhaldahús og slökkvistöð:

 • Aðgengi lokað almenningi.

Þorsteinn Gunnarsson
sveitarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

Fréttir / 20. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 14. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

Fréttir / 25. ágúst 2020

Mögulegt smit ? COVID 19

Fréttir / 24. ágúst 2020

Dagskrá 43. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 22. ágúst 2020

Mögnuđ myndasýning frá Miđkvísl

Fréttir / 18. ágúst 2020

Viđspyrna í Skútustađahreppi

Fréttir / 11. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 27. júlí 2020

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Skútustađahreppur hlýtur Jafnlaunavottun

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Ungmennaráđ fundađi međ sveitarstjórn

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020

Dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 4. september 2020

Jakobína – Skáld á skökkum stađ

 • Fréttir
 • 26. ágúst 2020

Samfélagssáttmáli- Covid 19

 • Fréttir
 • 19. ágúst 2020