Sveitarstjórapistill nr. 70 kominn út - 12. mars 2020

  • Fréttir
  • 12. mars 2020

Sveitarstjórapistill nr. 70 er kominn út í dag 12. mars 2020 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.

Í pistlinum að þessu sinni er m.a. fjallað um viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps vegna heimsfaraldurs Kovid19 veirunnar, takmörkun á starfsemi Skútustaðahrepps vegna veirunnar, endurskoðun fjárhagsáætlunar í undirbúningi vegna áhrifa veirunnar á ferðaþjónustuna, uppfærð Húsnæðisáætlun samþykkt, vel heppnuð Vetrarhátíð við Mývatn, sveitarstjórn og Þekkingarnet Þingeyinga vilja að hótel Gígur verði keyptur fyrir gestastofu, Kristinn nýr formaður Mývetnings og margt fleira.   

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 70 - 12. mars 2020


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?

Fréttir / 16. apríl 2020

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar