Viđbragđsáćtlun Skútustađahrepps viđ heimsfaraldri

 • Fréttir
 • 10. mars 2020

Viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps við heimsfaraldri hefur verið kynnt fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.  Hún byggist á viðbragðsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga og hefur verið aðlöguð að starfsemi Skútustaðahrepps.

Helstu atriði:

 • Í viðbragðsteymi sveitarfélagsins eru sveitarstjóri, forstöðumaður áhaldahúss og skrifstofustjóri.
 • Viðbragðsteymið gætir þess að sveitarfélagið búi yfir nýjustu upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættinu um stig faraldursins. Annast eftirfylgni við leiðbeiningar til starfsmanna varðandi fyrirkomulag á vinnustað auk sótthreinsibúnaðar og umgengisreglna.
 • Forstöðumenn sjá um samskipti við starfsfólk hvert í sinni stofnun vegna veikinda og fjarveru og ber þeim að upplýsa starfsfólk um veikindi.
 • Áætlunin miðast við að starfsemi Skútustaðahrepps verði skert og að hluti starfsfólks verði rúmfastur vegna veikinda eða í sóttkví í ákveðinn tíma. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi starfsmanna og órofnum rekstri sveitarfélagsins í kórónaveiru/inflúensufaraldri.

Í áætluninni kemur m.a. fram:

Öllum starfsmönnum er skylt að láta næsta yfirmann vita ef að:

 • Viðkomandi hefur ferðast til eða gegnum lönd, landsvæði borgir sem eru á skilgreindum svæðum með smithættu samkvæmt vef Landlæknis, sjá hér.
 • Hafa komið í snertingu eða návígið við einstakling sem er með eða grunaður um að vera með Covid-19 vírusinn.  Eða einstakling sem er í sóttkví eða einangrun.
 • Hefur undanfarna 14 daga haft einkenni hósta, hita eða öndunarerfileika.
 • Sé starfsmaðurinn, sem er að koma erlendis frá, alveg einkennalaus þá ætti hann einfaldlega að sinna sínu lifi líkt og fyrr, mæta í vinnu o.þ.h. en gæta mjög vel að almennu hreinlæti, handþvottur, sprittun o.þ.h. og forðast einnig handabönd og líkamssnertingu.   Ef hann hins vegarfær einhver einkenni flensu næstu daga eftir heimkomu þá skyldi hann halda sig heima og hringja í læknavaktina í síma 1700 og fá ráðleggingar þar.
 • Ef starfsmaður er að koma erlendis frá, jafnvel frá öðrum löndum, og finnur fyrir einhverjum einhverjum flensulíkum einkennum:  hiti, hósti og beinverkir.  Þá skal vera í sambandi við yfirmann og meta hvort viðkomandi sé hæfur til vinnu.
 • Við viljum forðast í lengstu lög að allur vinnustaður okkar lendi í sótkví
 • Ef grunur um sýkingu af völdum COVID-19 vaknar skal upplýsa yfirmann, hann bregst við á eftirfarandi hátt:
 • Ef grunur vaknar, hringið í síma 1700 eða á heilsugæsluna í Reykjahlíð í síma  464 0660. Skiptiborð á Húsavík er 464 0500.
 • Ef málið þolir enga bið, hringið í 112 og óskið eftir sjúkraflutningi.

Vakthafandi læknir/sjúkraflutningamaður ber ábyrgð á framkvæmd áhættumats vegna gruns um COVID-19 sýkingu í samráði við umdæmislækni sóttvarna og sóttvarnalækni, vaktsími sóttvarnalæknis er 510-1933, vaktsími utan dagvinnu er 1700.

Áætlun þessi tekur þegar gildi.

Viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps við heimsfaraldri

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?

Fréttir / 16. apríl 2020

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar