16. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6, 3. mars 2020, kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Kristinn Björn Haraldsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Skútustaðahreppur - Örnefnaskráning - 2001043
Framhald frá seinasta fundi.
Lagt fram erindi frá Baldri Daníelssyni framkvæmdastjóra Urðarbrunns vegna örnefnaskráningar í Mývatnssveit.
Sveitarstjóri ræddi við Baldur og lýsti yfir áhuga sveitarfélagsins á því að vera þátttakandi. Þar sem fjármagn er til hjá Urðarbrunni verður farið af stað með verkefnið. Örnefni eru merkt beint inn í grunn Landmælinga Íslands. Er grunnurinn öllum opinn og geta allir skráð. Verkefnið snýst um að bjarga menningarverðmætum. Flest örnefni eru til en vantar oftar en ekki staðsetningu.
2. Skútustaðahreppur: Hamingjukönnun 2020 - 2002016
Lagðar fram bráðabirgða niðurstöður könnunar um hamingju og líðan Mývetninga sem Þekkingarnet Þingeyinga sá um. Þetta er annað árið í röð sem þessi könnun er gerð.
Helstu niðurstöður eru að andleg heilsa Mývetninga er betri, streitan aðeins minni og hamingjan mælist svipuð á milli ára.
Stýrihópi verkefnisins er jafnframt falið að rýna í lokaskýrsluna þegar hún liggur fyrir og leggja drög að verkefnisáætlun í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Miðað er við sértækari aðgerðir í ár sem taka mið af niðurstöðum könnunarinnar og samanburði við könnunina frá því í fyrra.
3. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053
Formaður fór yfir stöðu mála varðandi endurbætur á bókasafninu.
4. 50 ár frá Laxárdeilunni - 1905035
Í ár verða 50 ár liðin frá Laxárdeilunni og sprengingunni í miðkvísl. Í haust samþykkti nefndin að skipa vinnuhóp til að halda utan um skipulagningu. Í vinnuhópnum eru:
Fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður.
Fulltrúi umhverfisnefndar: Arna Hjörleifsdóttir.
Fulltrúi Fjöreggs: Hjördís Finnbogadóttir.
Fulltrúi landeigenda að Laxá: Í vinnslu.
Ragnhildi falið að kalla vinnuhópinn til fyrsta fundar.
5. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2020 - Fyrri úthlutun - 2002031
Lögð fram drög að auglýsingu fyrir fyrri úthlutun menningarstyrkja 2020:
Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2020. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Skjöl og útgefið efni > Umsóknareyðublöð).
Umsóknir skal senda á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2020.
Nefndin samþykkir auglýsinguna samhljóða.
6. Mývetningur: Ársskýrsla og ársreikningur 2019 - 2002032
Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Mývetnings 2018 og 2019.
7. Ungmennaráð - Fundargerðir - 2001044
Lögð fram 3. fundargerð ungmennaráðs dags. 20. febrúar 2020.
Fundi slitið kl. 17:00.