34. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 26. febrúar 2020

34. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,  26. febrúar 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, .

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Hamingjukönnun 2020 - 2002016

Lagðar fram bráðabirgða niðurstöður könnunar um hamingju og líðan Mývetninga sem Þekkingarnet Þingeyinga sá um. Þetta er annað árið í röð sem þessi könnun er gerð.
Helstu niðurstöður eru að andleg heilsa Mývetninga er betri, streitan aðeins minni og hamingjan mælist svipuð á milli ára.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með hvernig til tókst með framkvæmd könnunarinnar.
Stýrihópi verkefnisins er jafnframt falið að rýna í lokaskýrsluna þegar hún liggur fyrir og leggja drög að verkefnisáætlun í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Miðað er við sértækari aðgerðir í ár sem taka mið af niðurstöðum könnunarinnar og samanburði við könnunina frá því í fyrra.

2. Landeigendafélag Voga - Málefni hitaveitu - 1712010

Lagður fram samningur sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, f.h. Veitustofnunar Skútustaðahrepps og þinglýstra eigendur jarðanna Voga 1, Voga 2, Voga 3, Voga 4 og Bjarkar í Skútustaðahreppi sem fara með eignarhald á öllum óskiptum réttindum Voga, um málefni hitaveitu. Með samningi þessum er samið um kaup Veitustofnunar Skútustaðahrepps á heitu vatni í eigu landeigenda í Vogum skv. framangreindu og dreifingu Veitustofnunar á heitu vatni til fasteigna að Vogum.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

3. Gestastofa/þjónustumiðstöð í Mývatnssveit - 1812016

Lagt fram svarbréf Vatnajökulsþjóðgarðs dags. 13. febrúar 2020 í framhaldi af erindi Skútustaðahrepps frá 3. apríl 2019 þar sem óskað er svara við ýmsum spurningum er varða starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit og möguleg áform um byggingu gestastofu. Bréf sveitarfélagsins var liður í þarfagreiningu á starfsemi opinberra stofnana í Mývatnssveit. Í svari Vatnajökulsþjóðgarðs kemur m.a. fram að rétt sé að skoða allar færar leiðir til að gera gestastofu í Mývatnssveit að veruleika.
Jafnframt segir: "Í því samhengi er rétt að fram komi að nú hefur verið auglýst til sölu Hótel Gígur. Hótel Gígur er húsnæðí sem upprunalega var byggt sem heimavistarskóli og síðar breytt í hótel. Þykir svæðisráði norðursvæðis rétt að benda á þennan möguleika og hvetja hlutaðeigandi til að athuga hvort að það húsnæði gæti með breytingum hentað undir umrædda gestastofu."

Sveitarstjórn tekur undir bókun svæðisráðs norðursvæðis og telur Hótel Gíg tilvalið húsnæði fyrir gestastofu í Mývatnssveit, ekki síst vegna staðsetningar við vatnsbakkann sem er einstök og hentar til fjölbreyttrar starfsemi. Er þetta einstakt tækifæri til að flýta framgangi verkefnisins sem legið hefur fyrir síðan 2007.
Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála- og efnagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna málsins til að fylgja því eftir.
Jafnframt lagt fram minnisblað sveitarstjóra og oddvita vegna málsins sem sent var að beiðni mennta- og menningarmálaráðherra til ráðuneytisins.

4. Félagsþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1803018

Lögð fram til seinni umræðu í sveitarstjórn uppfærður samningur milli sveitarfélaganna Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Norðurþing er leiðandi sveitarfélag á þjónustusvæðinu og veitir íbúum, sem eiga lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu nr. 40/1991 með síðari breytingum, laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 (Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir frá 1. október 2018) og barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Breytingin felst aðallega í kostnaði sveitarfélaganna vegna útkalla á bakvakt í kafla 7.1.4.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

5. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða. Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarð forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu. Fyrir liggur uppfærður uppdráttur, skýringaruppdrættir og greinargerð dags. 28. janúar 2020 frá Hornsteinum. Þar hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar og sveitarstjórnar í fyrri umræðu.
Erindið var á dagskrá skipulagsnefndar þann 17. janúar s.l. og í umhverfisnefnd þann 19. janúar og komu þar fram tillögur að breytingum á uppdrætti og greinargerð.

Sveitarstjórn samþykkir athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar með áorðnum breytingum og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með áorðnum breytingum fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

6. Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1 - 2002003

Tekið fyrir erindi dags. 29. janúar 2020 frá landeigendum Voga 1 þar sem óskað er eftir því að Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 verði breytt í samræmi við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Voga 1 vegna áforma um nýja lóð fyrir íbúðarhús í húsaþyrpingunni austan Mývatnssveitarvegar. Einnig er óskað eftir afgreiðslu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna sama efnis.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir sex nýjum frístundahúsum efst á skipulagssvæðinu uppi á grónu hrauni, varla sýnileg frá vegi og annarri byggð. Frístundalóðirnar eru í um 292 m hæð að jafnaði. Lóð fyrir umrætt íbúðarhús yrði í hraunhvilft vestan í hraunjaðrinum neðan frístundahúsalóðanna í um 286m hæð. Íbúðarhúsið, sem yrði tveggja hæða, myndi falla vel inn í landið og verða hluti byggðarinnar sem fyrir er vestan hraunsins.
Með umsókn um breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Voga 1 fylgja, breytingarblað vegna aðalskipulagsbreytingar og tillaga að breytingu á deiliskipulagi ásamt erindi þar sem farið er ítarlega í ástæður fyrirhugaðrar breytingar.

Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 verði grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún samþykki óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, í samræmi við deiliskipulagstillöguna, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falin málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og vegna grenndarkynningar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 líkt og 2. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur skipulagsnefndar.

7. Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Haukssyni dags. 17. febrúar 2020 f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem óskað er eftir því að gera breytingu á gildandi deiliskipulags fyrir smávirkjun í Drekagili. Tilefnið er breyting á staðsetningu stíflu og lítil tjörn sem myndast ofan hennar. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Landmótun dags. 15. janúar 2020.

Meirihluti skipulagsnefndar telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi smávirkjunar í Drekagili verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur meirihluti skipulagsnefndar til að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð auglýsingar á breytingunni líkt og 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur meirihluta skipulagsnefndar.
Halldór tekur að auki undir bókun minnihluta skipulagsnefndar sem vill að athafnasemi Neyðarlínunnar ohf. við Drekagil verði kærð til lögreglu.

8. Alþingi - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga - 1703011

Lögð fram sameiginleg umsögn sveitarstjórnar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga:

"Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar eru í formlegum sameiningarviðræðum undir verkefnisheitinu Þingeyingur og senda því sameiginlega umsögn við frumvarpið. Verkefnið Þingeyingur eru einu formlegu samneiningarviðræður sveitarfélaga sem fram fara um þessar mundir. Áætlað er að kosið verið um sameininguna í lok mars 2021.
Vísað er til fyrri umsagna sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Annars vegar við tillögu að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga og hins vegar um frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði).
Fulltrúar sveitarfélaganna hafa tekið frumkvæði og stutt dyggilega við stefnumörkun ríkisstjórnar og Alþingis með orðum sínum og aðgerðum. Það eru sveitarstjórnunum því mikil vonbrigði að í engu hafi verið tekið tillit til ábendinga þeirra í fyrri umsögnum. Eru þau sjónarmið því ítrekuð hér og skorað á Alþingi að taka tillit þeirra.
Nauðsynlegt er að ræða frumvarpið í samhengi við stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023 sem samþykkt var á Alþingi 29. janúar sl., því í þeim breytingum sem lagðar eru til á lögum um tekjustofna sveitarfélaga annars vegar og sveitarstjórnarlögum hins vegar má finna hvata og hindranir fyrir því að stefnumörkun stjórnvalda nái fram að ganga.
Veigamesta hindrunin fyrir því að stefna Alþingis nái fram að ganga er að ekki er gert ráð fyrir sérstökum framlögum ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að standa undir kostnaði vegna sameiningar sveitarfélaga, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Sveitarstjórnirnar leggja þunga áherslu á að ríkissjóður taki þátt í því þjóðhagslega mikilvæga verkefni að stuðla að endurskipulagningu íslenska sveitarstjórnarkerfisins með sérstökum framlögum í Jöfnunarsjóð. Óásættanlegt er að fjármagn til stuðnings við sameiningar sveitarfélaga sé tekið af fjármagni til annarra verkefna sem Jöfnunarsjóði er ætlað að fjármagna.
Í skýrslu nefndar ráðherra um Stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga er lagt til að stjórnvöld taki markvissari þátt í verkefninu um styrkingu sveitarstjórnarstigsins og fjárfesti í því. Sveitarstjórnarfólk í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit telur að fjárhagslegir hvatar til sameiningar sveitarfélaga séu forsenda hraðari sameininga og þar með fækkunar sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarráðherra hefur sjálfur vísað til þess möguleika að fjármögnun ríkisins komi til greina, m.a. í ávarpi á XXXII. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á 10. áratugnum og aftur í upphafi aldarinnar beittu ríkisstjórn og Alþingi sér fyrir sameiningum sveitarfélaga. Var það gert með sérstökum framlögum úr ríkissjóði i Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Nú hefur Alþingi í fyrsta skipti samþykkt heildarstefnumótun í málefnum sveitarfélaga og því eðlilegt að ríkissjóður taki þátt í fjármögnun þeirra stefnu.

Ábendingar við aðrar greinar frumvarpsins
Í 7. gr. frumvarpsins er lögð til sú breyting að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði veitt heimild til að veita fjárhagslega aðstoð til þess að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga í allt að sjö ár eftir sameiningu, í stað fimm ára áður. Sú breyting felur í sér að framlög greiðast á lengri tíma en áður og er það breyting til hins verra fyrir sveitarfélög sem sameinast. Sveitarstjórnirnar leggja áherslu á að samræmis verði gætt, þannig að framlög vegna skerðinga sem kunna að verða á tekjujöfnunar- og útgjaldajöfnunarframlögum í kjölfar sameiningar verði þá líka veitt til sjö ára, eða að öll sameiningarframlög miðist við fimm ár.
Sveitarstjórnirnar íteka fyrri tillögur um breytingar á útreikningi svokallaðra skuldajöfnunar-fram¬laga sem veitt eru við sameiningu sveitarfélaga. Í fyrsta lagi leggja þær til að miðað verði við samstæðureikning, þ.e. bæði A og B hluta. Tillagan er rökstudd með því að skuldir og skuldbindingar fyrirtækja í B-hluta eru háðar samþykki sveitar¬stjórna og með ábyrgð sveitarsjóða. Þá eru skuldir B-hlutafyrirtækja í mörgum tilvikum með veði í skatttekjum sveitarsjóða og því í eðli sínu skuldbindingar sveitarsjóðs. Í ljósi þess er óeðlilegt að undanskilja skuldir og skuld¬bindingar B-hluta fyrirtækja við mat á skuldastöðu.
Í öðru lagi leggja sveitarstjórnirnar til að við ákvörðun skuldajöfnunarframlaga verði sömu aðferðum beitt og við útreikning á skuldahlutfalli skv. 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, líkt og gert er í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Þá leggja sveitarstjórnirnar til að heimilt verði að taka tillit til nauðsynlegs viðhalds og framkvæmda sem mörg sveitarfélög hafa frestað til að standast ákvæði laga um rekstrarjafnvægi og skuldahlutfall. Slíka útgjaldaþörf ber að leggja að jöfnu við aðrar skuldbindingar. Sé það ekki gert taka framlögin ekki mið af raun skuldsetningu þeirra sveitarfélaga sem vinna að sameiningu og því er aðstöðumunur þeirra ekki jafnaður að fullu.
Sveitarstjórnirnar styðja tillögur um að heimild til að setja sérreglur um stjórn og stjórnskipulag einstakra sveitarfélaga í tilraunaskyni sé útvíkkuð, sbr. 10. gr. og um auknar heimildir til að nota fjarfundarbúnað á sveitarstjórnarfundum og öðrum fundum nefnda sveitarfélagsins sbr. 2. gr. frumvarpsins.
Sveitarstjórnirnar lýsa ánægju með tillögu um að sett verði stefna um þjónustustig í byggðum og byggðalögum sveitarfélags samhliða fjárhagsáætlun, sbr. 9. gr. frumvarpsins. Slík stefna kemur til móts við óskir íbúa sem búa fjær byggðakjörnum. Að mati sveitarstjórnar eiga sömu sjónarmið að gilda varðandi þjónustu ríkisins og er skorað á Alþingi að setja samskonar kröfur á ríkisstofnanir að móta stefnu til þriggja ára um það þjónustustig sem skal halda uppi í byggðum og byggðalögum á landsbyggðinni. Við mótun þeirra stefnu skuli viðkomandi sérstaklega leitast eftir samráði við viðkomandi sveitarfélög.
Sveitarstjórnirnar leggja mikla áherslu á að við endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga og framlög Jöfnunarsjóðs verði kveðið á um sérstakt framlag til landstórra sveitarfélaga, enda bera þau umtalsverðan kostnað umfram önnur sveitarfélög vegna stærðarinnar. Verði sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykkt í atkvæðagreiðslu verður til landstærsta sveitarfélag Íslands, sem nær yfir um 12% landsins. Svæðið er stærsta skipulagsumdæmi Íslands þar sem er m.a. að finna stór friðlýst svæði og marga fjölfarna ferðamannastaði. Innan sveitarfélaganna er umfangsmikið net þjóðvega og héraðsvega um sveitir. Sem dæmi má nefna að skólaakstur er um 560 km á dag samanlagt í sveitarfélögunum tveimur og akstur vegna sorphirðu er rúmlega 1.250 km vikulega. Þau börn sem fara um lengstan veg aka 110 km daglega til og frá skóla."

 

Sveitarstjórn samþykkir umsögnina samhljóða.

9. Trúnaðarmál - 2001030

Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók.

10. Trúnaðarmál - Eyþing - 2002006

Fyrir fundinum lá beiðni frá stjórn Eyþings um viðbótarframlag á árinu 2020 samtals kr. 244.034 kr.

Sveitarstjórn samþykkir beiðni Eyþings samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 244.034 kr. (nr. 2 - 2020) sem verður fjármagnaður með handbæru fé.

11. Staða fráveitumála - 1701019

Lagður fram samningur á milli Landgræðslunnar og Skútustaðahrepps um framkvæmd dreifingar á svartvatni og seyru á Hólasandi.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

12. Skútustaðahreppur - Stjórnsýsluskoðun 2019 - 2002002

Stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2019 lögð fram. Í skýrslunni komu fram engar nýjar ábendingar eða athugasemdir varðandi innra fyrirkomulag og stjórnsýslu. Jafnframt hefur verið brugðist við öllum athugasemdum/ábendingum fyrri ára.

Sveitarstjórn fagnar góðum niðurstöðum.

13. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar - Umsögn um aksturskeppni - 2002020

Lagt fram bréf dags. 24. febrúar 2020 frá Akstursíþróttafélagi Mývatnssveitar þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins um að halda snowcross- og vélsleðaspyrnukeppni í Mývatnssveit dagana 6. til 8. mars 2020 í samræmi við 3. gr. reglugerðar um akstursíþróttir og aksturskeppnir nr. 507/2007. Keppnin er hluti af Vetrarhátíðinni við Mývatn.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða.

14. Lóð úr landi Bjargs, landnr. 153-543 - 1903035

Lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 97/2019. Finnur Sigfús Illugason og Sólveig Ólöf Illugadóttir kærðu þá ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 26. júní 2019 að hafna erindi kærenda um að lóðin Hraunvegur 6, Skútustaðahreppi, verði undanskilin leigusamningi dags. 20. febrúar 1969.

Niðurstaða úrskurðar umhverfis- og auðlindamála var sú að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni líkt og sveitarfélagið fór fram á.

15. Mývetningur: Ársskýrsla og ársreikningur 2018 - 2001031

Ársreikningur og ársskýrsla Mývetnings - íþrótta- og ungmennafélags, fyrir árið 2018 lögð fram.
Sveitarstjórn fagnar gróskumiklu íþróttastarfi í Mývatnssveit líkt og fram kemur í ársskýrslunni.

16. Þingeyjarsýsla - Tæknimennt sem byggðaaðgerð - 2002005

Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinna nú saman að verkefninu Tæknimennt sem byggðaaðgerð sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Megin markmið verkefnisins er að ýta undir tæknimennt og stafræna færni í grunnskólum á svæðinu. Hluti af verkefninu er að setja saman spennandi „dótakassa“, sem ber heitið Þingeyska snjallkistan. Þar kennir ýmissa grasa af kennslugögnum sem ætluð eru til að kenna og auka færni nemenda í forritun, kóðun, rafmagnsfræði, rýmisgreind, rökhugsun o.fl. Þingeyska snjallkistan stendur öllum grunnskólum á starfssvæði ÞÞ og AÞ til boða og hún mun ganga á milli skólanna í vetur og næsta vetur þar sem verkefnið er hugsað til tveggja ára.

Óskað er eftir mótframlagi frá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 50 þ.kr. og verður fjármagnað með fjárheimild á lykli 4230-4070.

17. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

18. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram 15. fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 4. febrúar 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.

19. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram 15. fundargerð skóla- og félagsmálanefndar dags. 19. febrúar 2020. Nefndin er í 6 liðum.

20. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 20. fundar skipulagsnefndar dags. 18. febrúar 2020. Fundargerðin er í 6 liðum.

21. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram 14. fundargerð umhverfisnefndar dags. 18. febrúar 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.

22. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram fundargerð frá 36. forstöðumannafundi 18. febrúar 2020.

23. Nefnd um endurbygging sundlaugar: Fundargerðir - 1905011

Lögð fram fundargerð frá 8. fundi sundlaugarnefndar dags. 11. febrúar 2020.

24. Ungmennaráð - Fundargerðir - 2001044

Lagðar fram fundargerðir ungmennaráðs nr. 1 og 2 dags. dags. 16. og 28. janúar 2020.
Sveitarstjórn fagnar því að ungmennaráð skuli tekið til starfa.

25. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Lagðar fram fundargerðir 6. og 7. funda samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 15. janúar og 19. febrúar 2020.

26. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 878. fundargerð stjórnar Sambands íslenkra sveitarfélaga dags. 31. janúar 2020.

27. Markaðsstofa Norðurlands: Fundargerðir - 1712011

Lögð fram fundargerðir stjórnar MN dags. 22. janúar og 5. febrúar 2020.

28. SSNE - Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð 5. og 6. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 12. og 21. febrúar 2020.

 

Fundi slitið kl. 11:15.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur