14. fundur

 • Umhverfisnefnd
 • 19. febrúar 2020

14. fundur umhverfisnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,  19. febrúar 2020, kl.  09:00.

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Sigurður Böðvarsson varaformaður, Alma Dröfn Benediktsdóttir aðalmaður, Aðalsteinn Dagsson varamaður og Ingi Yngvason varamaður.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Loftslagssjóður - Umsókn - 2001039

Kynntar tvær umsóknir frá Skútustaðahreppi í Loftslagssjóð sem er nýr sam­keppn­is­sjóður sem heyr­ir undir um­hverf­is- og auðlindaráðherra og hef­ur ráðherra falið Rannís um­sjón með hon­um. Hlut­verk sjóðsins er að styðja við ný­sköp­un­ar­verk­efni á sviði lofts­lags­mála og verk­efni sem lúta að kynn­ingu og fræðslu um áhrif lofts­lags­breyt­inga.
Skútustaðahreppur lagði inn umsókn í verkefnið "Sjálfbærnisamfélagið Mývatnssveit". Þar verður lögð áhersla á markvissa kynningu og fræðslu á loftslagsmálum og hvað sjálfbærnisamfélagið Mývatnssveit ætlar að gera m.a. í fráveitumálum með kolefnisbindingu seyru.
Þá er Skútustaðahreppur hluti af umsókn Landgræðslunnar og Verkfræðistofunnar Eflu um "Áburð og loftslagsáhrif" þar sem heildarmarkmið verkefnisins er að öðlast skilning á loftslagsáhrifum áburðarnotkunar og tengja við hagræna þætti.
Umsóknarfrestur rann út 1. febrúar s.l. og kemur í ljós á næstu vikum hvort fjármagn fáist úr sjóðnum í þessi verkefni.

2. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Lagt fram til kynningar undirritaður samningur Skútustaðahrepps og Alta ehf. um fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt samninginn fyrir sitt leiti.

3. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Guðjón Vésteinson skipulagsfulltrúi komi inn á fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða. Erindið var á dagskrá umhverfisnefndar þann 9. desember s.l. og komu þar fram tillögur að breytingum á uppdrætti og greinargerð. Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdum og rekstur á svæðinu.
Fyrir liggur uppfærður uppdráttur, skýringauppdrættir og greinargerð dags. 28. janúar 2020 frá Hornsteinum. Þar hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar og sveitarstjórnar í fyrri umræðu.

Umhverfisnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4. Umhverfisstofnun - Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs - 2001021

Lagt fram bréf dags. 10. janúar 2020 frá Umhverfisstofnun um endurvinnsluhlutfall heimlisúrgangs á Íslandi.
Formaður hafði samband við Umhverfisstofnun og óskaði nánari skýringa. Ekki er þörf á formlegum aðgerðum vegna erindisins, en lögð áhersla á vilja Skútustaðahrepps til að gera vel í málaflokknum og ósk um samstarf á breiðari grunni.

5. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050

Sigurður fór yfir stöðuskýrslu starfshópsins fyrir árið 2019. Hópurinn hittist alls 5 sinnum og fundaði dagana 21. mars, 4. apríl, 26. aprí, 24. júní og 25. október. Einnig hitti hann umhverfisnefnd Skútustaðahrepps á fundi þann 6. maí.
Ljóst er að vandamálið er vaxandi og umfang verkefnisins mjög mikið. Virkja þarf almenning betur og leggja meiri kraft og vinnu í verkefnið. Kortleggja þarf betur árangur aðgerða og auka samhæfingu og eftirfylgni með einstökum aðgerðum. Hópurinn telur því mikilvægt að fenginn verði verkefnastjóri til að hafa yfirsýn og stýra verkinu með markvissum hætti. Lagt er til að tvö svæði, lúpínusvæði við Sandvatn og kerfilssvæði við Geiteyjarströnd (strönd, eyjur og hólmar) verði hnituð og kortlögð nákvæmlega. Það yrði gert til að fylgjast betur með árangri aðgerða, ekki síst árangri af mismunandi aðgerðum.
Hópurinn leggur til að haldinn verði opinn kynningarfundur fyrir íbúa í apríl 2020. Sá fundur verði mögulega haldinn í samstarfi við aðrar stofnanir og félagasamtök sem starfa á sama sviði í Mývatnssveit.
Hópurinn vill minna á að þetta er aðeins upphafið að mjög stóru verkefni. Það er mikið enn eftir óunnið og nauðsynlegt að halda stöðugt áfram.

6. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

Formaður starfshóps um lífrænan úrgang greindi frá stöðu verkefnisins og næstu skrefum.

7. Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 1909008

Þriðji tengiliðafundur sveitarfélaga um heimsmarkmiðin verður 6. mars n.k. Formaður nefndarinnar og sveitarstjóri eru fulltrúar Skútustaðahrepps í verkefninu.

Fundi slitið kl. 11:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020