33. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 4. febrúar 2020

33. fundur sveitarstjórnar Skútustaðahrepps haldinn að Hlíðavegi 6,  þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Landeigendur Reykjahlíðar ehf: Málefni hitaveitu - 1802002

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi vegna vanhæfis en Friðrik Jakobsson og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamenn tóku sæti þeirra. Sigurður Guðni Böðvarsson varaoddviti tók við stjórn fundarins. Jón Jónsson lögmaður sveitarfélagsins var til ráðgjafar undir þessum lið.
Lagður fram viðauki við samning Skútustaðahrepps f.h. Hitaveitu Reykjahlíðar annars vegar og eigenda óskipts lands jarðarinnar Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi hins vegar, sem gerður var hinn 1. júlí 1971, um hitaveitu. Í samningnum er m.a. kveðið á um breytingar á fyrirkomulagi uppgjörs fyrir afnot á heitu vatni sem tekur mið af ársgreiðslu af sölu heits vatns.
Jafnframt lagt fram samkomulag milli Skútustaðahrepps annars vegar og Landeigenda Reykjahlíðar ehf. hins vegar f.h. 76,5625 % landeigenda skv. umboði um greiðsluuppgjör um eldri ársgreiðslur ásamt áföllnum kostnaði en með samkomulaginu telst öllum eldri uppgjörsmálum vegna hitaveitusamnings lokið.

Sveitarstjórn samþykkir báða samningana samhljóða.
Viðaukasamningur Skútustaðahrepps við eigenda óskipts lands jarðarinnar Reykjahlíðar vegna hitaveitunnar rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.
Vegna samkomulags um greiðsluuppgjör við LR ehf. samþykkir sveitarstjórn samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 3.400.000 kr. (nr. 1 - 2020) sem verður fjármagnaður með handbæru fé.

2. Sameining almannavarnanefnda í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra - 1910020

Friðrik og Alma véku af fundi og Helgi og Elísabet tóku sæti sitt á ný. Helgi tók við stjórn fundarins.
Lagt fram samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Í því felst að almannavarnarnefnd Eyjafjarðar og almannavarnarnefnd Þingeyinga sameinast í eina almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Sameining almannavarnanefnda tekur til eftirfarandi sveitarfélaga: Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakkahrepps, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Norðurþings, Tjörneshrepps, Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

3. Félagsþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1803018

Lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn uppfærður samningur milli sveitarfélaganna Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Norðurþing er leiðandi sveitarfélag á þjónustusvæðinu og veitir íbúum, sem eiga lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu nr. 40/1991 með síðari breytingum, laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 (Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir frá 1. október 2018) og barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Breytingin felst aðallega í kostnaði sveitarfélaganna vegna útkalla á bakvakt í kafla 7.1.4.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

4. Skútustaðahreppur: Húsnæðisáætlun - 1709004

Lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 20. jan. 2020 vegna Húsnæðisáætlunar Skútustaðahrepps frá 2018. Bent er á að uppfæra þarf áætlunina í nokkrum liðum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela atvinnumála- og framkvæmdanefnd ásamt sveitarstjóra að uppfæra Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

5. Þjóðskrá Íslands - Samningur um álagningarkerfi - 2001040

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 4. des. 2019 þar sem fram kemur að Þjóðskrá rekur og þróar Álagningarkerfið sem sveitarfélög landsins skulu, samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nota við álagningu fasteignagjalda. Hingað til hefur ekki verið í gildi samningur á milli Þjóðskrár Íslands og sveitarfélaganna um rekstur kerfisins en slíkt er nauðsynlegt vegna nýrra persónuverndarlaga.
Þjóðskrá Íslands hefur í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga útbúið þjónustusamning vegna Álagningakerfisins sem og viðauka við samninginn sem tekur á atriðum sem lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga gera kröfu um.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þjónustusamninginn við Þjóðskrá Íslands.

6. Verkval ehf - Skýrsla um rotþróarlosanir 2019 - 2001038

Lögð fram skýrsla Verkvals ehf. um rotþróarlosanir í Skútustaðahreppi 2019.
Jafnframt lögð fram tæmingaráætlun svartvatns og seyru fyrir árið 2020.

7. Byggðaáætlun - Náttúruvernd og efling byggða - 2001037

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra óskar eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.9. í byggðaáætlun, þ.e. náttúruvernd og eflingu byggða. Þar segir m.a. að greind verði tækifæri og ávinningur í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu náttúruverndarsvæða, svo sem í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Hugað verði að því að verulegur ávinningur getur falist í friðlýsingu svæða og rekstri þeirra, svo sem með stofnun þjóðgarða eða jarðvanga. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda fyrirtækja í náttúrutengdri ferðaþjónustu innan landshluta.
Skila skal inn hugmyndum að mögulegum verkefnum fyrir 24. febrúar n.k.

Sveitarstjórn vísar erindinu til atvinnumála- og framkvæmdanefndar og umhverfisnefndar.

8. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

9. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Lögð fram fundargerð frá 11. stjórnarfundi Dvalarheimilis aldraðra sf. dags. 21. jan. 2020.

10. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. dags. 20. janúar 2020.

 

Fundi slitið kl. 11:30.

   

     


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020