15. fundur

  • Félags- og menningarmálanefnd
  • 4. febrúar 2020

15. fundur velferðar- og menningarmálanefndar Skútustaðahrepps haldinn að Hlíðavegi 6, þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kl.  15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Kristinn Björn Haraldsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur - Örnefnaskráning - 2001043

Lagt fram erindi frá Baldri Daníelsson framkvæmdastjóra Urðarbrunns vegna örnefnaskráningar í Mývatnssveit.

Nefndinni líst vel á verkefnið sem er brýnt fyrir menningararf Mývatnssveitar og felur formanni nefndarinnar og sveitarstjóra að ræða við Baldur um framhaldið.

2. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi Skútustaðahrepps kom inn á fundinn. Farið yfir fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps og næstu verkefni.

3. HSÞ - Skýrsla um verkefnið Æfum alla ævi - 2001032

Lögð fram skýrsla um starf og stöðu Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) og aðilarfélaga þess undir yfirskriftinni Æfum alla ævi þar sem er að finna íþrótta- og æskulýðsstefnu. Í skýrslunni er farið yfir stöðu og starf aðildarfélaganna ásamt þeim tækifærum og ógnunum sem eru innan héraðs. Þar koma fram ýmsir þættir sem hægt sé að bæta með sameiginlegu átaki og þannig bæta heildarstarf íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu.

4. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053

Formaður fór yfir rafræna skráningu á bókakosti bókasafnsins í Gegni og breytingar á skipulagi safnsins.

5. Félagsþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1803018

Lagður fram uppfærður samningur milli sveitarfélaganna Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Norðurþing er leiðandi sveitarfélag á þjónustusvæðinu og veitir íbúum, sem eiga lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu nr. 40/1991 með síðari breytingum, laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 (Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir frá 1. október 2018) og barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Breytingin felst aðallega í kostnaði sveitarfélaganna vegna útkalla á bakvakt í kafla 7.1.4.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

6. Ungmennaráð - Fundargerðir - 2001044

Lagðar fram fundargerðar 1. og 2. fundar ungmennaráðs 16. og 28. janúar 2020.

7. Stýrihópur Hamingjunnar - Fundargerðir - 1911003

Lagðar fram fundargerðir hamingjustýrihópsins dags. 6. og 28. janúar 2020.

 

Fundi slitið kl. 16:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur