Ungmennaráđ tekiđ til starfa

  • Fréttir
  • 24. janúar 2020

Nýskipað ungmennaráð Skútustaðahrepps hefur formlega tekið til starfa en það fundaði í fyrsta sinn í síðustu viku.  Arnþrúður Dagsdóttir er starfsmaður ráðsins. Í samþykkt fyrir nýstofnað ungmennaráð Skútustaðahrepps segir um skipan ráðsins:
- Tveir fulltrúar úr 8. til 10. bekk Reykjahlíðarskóla og tveir til vara sem valdir eru árlega. Nemendur skólans velja sína fulltrúa með samráði eða kosningu.
- Þrír fulltrúar og þrír til vara sem velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps velur úr hópi þeirra sem eru ekki á grunnskólaaldri.

Fulltrúar Reykjahlíðarskóla verða: Aðalmenn Arna Þóra Ottósdóttir og Anna Mary Yngvadóttir. Varamenn eru Júlía Brá Stefánsdóttir og Kristján Snær Friðriksson. Auglýst var eftir fulltrúum á aldrinum 16-21 árs og eru aðalmenn þau Helgi James Price Þórarinsson, Inga Þórarinsdóttir og Dóróthea Gerður Örnólfsdóttir. Varamenn verða fljótlega tilnefndir.

Á fundinum skipti ungmennaráðið með sér verkum og er Inga formaður og Helgi varaformaður.

Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 21 árs í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því, eins og við á, að stofnanir og þjónusta sveitarfélagsins vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Með þessum hætti er leitast við að efla umfjöllun sveitarstjórnar um málefni er tengjast ungu fólki.

Er það mikið fagnaðarefni að ungmennaráð skuli tekið til starfa í sveitarfélaginu.

 

Mynd: Frá fyrsta fundi ungmennaráðs. Frá vinstri: Anna Mary, Arna Þóra, Helgi varaformaður, Inga formaður og á skjánum er Dóróthea en hún var þátttakandi í gegnum fjarfundabúnað. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. maí 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 27. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

Fréttir / 20. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

Skólafréttir / 15. maí 2020

Unicef hlaupiđ

Fréttir / 8. maí 2020

Íţróttakennari óskast

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?