Sigrún Björg ráđin sameiginlegur fjölmenningarfulltrúi Skútustađahrepps, Ţingeyjarsveitar og Norđurţings

 • Fréttir
 • 24. janúar 2020

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2020 samþykkti sveitarstjórn samstarfssamning Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um starf fjölmenningarfulltrúa í sveitarfélögunum þremur. Norðurþing mun annast allt er snýr að ráðningarsamningi starfsmannsins, launagreiðslum og skil á launatengdum gjöldum og bera 50% kostnaðarins er hlýst af ráðningarsambandinu, en Skútustaðahreppur 20% og Þingeyjarsveit 30%. Fjölmenningarfulltrúinn mun dreifa viðveru sinni til samræmis við ofangreind hlutföll kostunar sveitarfélaganna á starfinu.

Er ráðningin jafnframt í samræmi við Fjölmenningar-stefnu Skútustaðahrepps sem samþykkt var á síðasta ári. Helsta verkefni fjölmenningarfulltrúans er að fylgja stefnu sveitarfélagsins eftir og þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru tilgreind.

Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir var ráðin fjölmenningarfulltrúi á síðasta ári. Hún hefur lokið grunn- og meistaranámi í mannfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið sem verkefnastjóri að mannúðar- og innflytjendamálum bæði hjá Sendiskrifstofu Íslands í Úganda og hjá Þekkingarneti Þingeyinga þar sem hún vann að rannsókn á högum innflytjenda á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Sigrún hefur sömuleiðis tekið þátt í sjálfboðaliðaverkefnum á vegum Rauða Krossins, var sjálfboðaliði hjá mannréttindaskrifstofu Íslands og vann við sjálfboðastörf í Úganda og í Palestínu.

Við bjóðum Sigrúnu velkomna til starfa en viðvera hennar í Mývatnssveit verður fljótlega auglýst. Starfsfólk Skútustaðahrepps hefur þegar fengið að njóta fræðslu Sigrúnar um fjölmenningarmál en það var á sameiginlegum starfsmannadegi sveitarfélagsins síðasta haust.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

Fréttir / 20. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 14. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

Fréttir / 25. ágúst 2020

Mögulegt smit ? COVID 19

Fréttir / 24. ágúst 2020

Dagskrá 43. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 22. ágúst 2020

Mögnuđ myndasýning frá Miđkvísl

Fréttir / 18. ágúst 2020

Viđspyrna í Skútustađahreppi

Fréttir / 11. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 27. júlí 2020

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Skútustađahreppur hlýtur Jafnlaunavottun

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Ungmennaráđ fundađi međ sveitarstjórn

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020

Dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 4. september 2020

Jakobína – Skáld á skökkum stađ

 • Fréttir
 • 26. ágúst 2020

Samfélagssáttmáli- Covid 19

 • Fréttir
 • 19. ágúst 2020