Nemendaţing

  • Skólafréttir
  • 23. janúar 2020

Á mánudaginn síðasta var haldið nemendaþing í skólanum hjá nemendum 3. - 10. bekkjar. Í vikunni áður var undirbúningur í hverjum námshóp með umsjónakennara þar sem nemendum var skipt í hópa og fengu þeir spurningar til að svara og ræða. Á þinginu var þeim skipt í 3 hópa þvert á aldur. Í hverjum hóp voru 2 hópstjórar úr elsta námshópnum sem stjórnuðu umræðum. Í lokin komu allir saman þar sem farið var yfir svör hópana og hvernig til tókst hjá þeim. Þingið gekk mjög vel.


Deildu ţessari frétt