14. fundur

 • Skóla- og félagsmálanefnd
 • 15. janúar 2020

14. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl.  11:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Arnar Halldórsson varaformaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður og Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður. Einnig Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Auður Jónsdóttir fulltrúi kennara, Bernadetta Kozaczek  fulltrúi foreldrafélagsins og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

DAGSKRÁ:

1. Skólaþing sveitarfélaganna - 1710012

Formaður fór yfir skýrslu frá skólaþingi sveitarfélaga sem haldið var í Reykjavík 4. nóvember s.l. undir yfirskriftinni Á réttu róli. Fulltrúar Skútustaðahrepps sóttu ráðstefnuna.
Skýrsluna geta allir nálgast á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2. Samband Íslenskra sveitarfélaga - Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og skólastjóra við leik-, grunn- og framhaldsskóla. - 2001010

Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla á grundvelli nýrra laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Lögin tóku gildi 1. janúar s.l.
Með nýjum lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda, í takt við alþjóðlega þróun, sem lýsir betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra.

3. Fundadagatal 2020 - 1911042

Fundadagatal nefnda Skútustaðahrepps 2020 lagt fram.

Þuríður kom inn á fundinn.

4. Tónlistarskóli: Skólastarf - 1801014

Sveitarstjóri og skólastjóri fóru yfir hugmyndir að starfsemi Tónlistarskóla Mývatnssveitar á næsta skólaári.

5. Reykjahlíðarskóli - Skólastarf - 1903023

Skólastjóri fór yfir skólastarfið á vorönn. Einnig lagði hún fram starfsáætlun skólans 2019-2020.

Nefndin samþykkir samhljóða starfsáætlun Reykjahlíðarskóla.

6. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Skólastjóri fór yfir stöðu vinnunnar við Umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla með Tröppu ehf. í kjölfar ytra mats.

7. Leikskólinn Ylur - Þróun barnafjölda - 1903022

Formaður fór yfir stöðu barnafjölda á leikskólanum Yl á næsta skólaári. Alls fara 6 börn upp í grunnskóla í haust en talið að a.m.k. þrjú börn bætist við á leikskólann.

8. Leikskólinn Ylur - Ytra mat - 1809024

Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun dags. 4. des. 2019 þar sem tilkynnt er um að ekki reyndist unnt að verða við umsókn Skútustaðahrepps um ytra mat á leikskólanum Yl að sinni. Alls bárust 24 umsóknir um ytra mat á leikskólum frá 16 sveitarfélögum. Valdir voru fjórir leikskólar til mats árið 2020.

Þetta er fjórða árið í röð sem sótt er um ytra mat án árangurs. Nefndin samþykkir að sótt verði áfram um ytra mat fyrir leikskólann.

9. Samband íslenskra sveitarfélaga; Rekstrarkostnaður leik- og grunnskóla 2018 - 1811025

Lögð fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um rekstur leik- og grunnskóla á landinu árið 2018.

Leikskólinn Ylur:
Fjöldi barna alls 32, heilsdagsígildi 29.
Skipting eftir dvalartíma:
4 tímar 6% - 5 tímar 3% - 6 tímar 9% - 7 tímar 25% - 8 tímar 56%.
Starfsmenn alls 9. Þar af 2 leikskólakennarar og 2 með aðra uppeldismenntun.
Fjöldi heilsdagsígila á hvert stöðugildi: 4.23 (42. sæti af 61 leikskóla).

Hlutfall þjónustutekna af beinum rekstrarkostnaði leikskóla: 9% með innri leigu (52.-55. sæti af 61), 11% án innri leigu.
Rekstrarkostnaður á hverja 1.000 íbúa: 157.513 kr. með innri leigu (45. sæti).
Innri leiga sem % af rekstrarkostnaði: 12% (15.-18 sæti).
Hlutfall rekstrarútgjalda af skatttekjum: 16% með innri leigu (52.-57. sæti af 69).
Rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi með innri leigu: 2.065 (38. sæti af 60). Vegið meðaltal er 2.197.

Reykjahlíðarskóli:
Stöðugildi starfsfólks samtals 10,5. Stöðugildi kennara 6,3, þar af 4,3 með kennsluréttindi eða 67% (52.-54. sæti af 62).
Fjöldi nemenda á hvert stöðugildi kennara: 5,5 (55. sæti af 62).
Fjöldi stöðugilda á hverja þúsund íbúa: 13 (6.-7. sæti).
Beinn rekstrarkostnaður grunnskóla sem hlutfall af skatttekjum (með innri leigu): 24% (3.-4. sæti af 61).
Rekstrarkostnaður vegna grunnskóla á hverja þúsund íbúa (með innri leigu): 218.312 (3. sæti).
Beinn rekstrarkostnaður (brúttó) á hvern nemenda: 3.075 (47. sæti af 61).

Heildarútgjöld vegna leikskóla og grunnskóla með innri leigu sem hlutfall af skatttekjum:
45% (31.-36. sæti af 70). Vegið landsmeðtaltal er 46%.

Samkvæmt þessu er rekstur leikskóla og grunnskóla á pari við það sem gerist annars staðar á landinu.

10. Útikennslusvæði leik- og grunnskóla - 1902023

 

Helgi Arnar fór yfir stöðuna á útikennslusvæði leik- og grunnskóla.

Fundi slitið kl. 12:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Nýjustu fréttir

Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2020

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Hamingjuganga á fyrsta vetrardag.

 • Fréttir
 • 24. október 2020

47. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Sveitarstjóraspjall í fjarfundi

 • Fréttir
 • 21. október 2020

TAKTU ŢÁTT Í MÓTUN SAMFÉLAGSINS

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Stundatafla ÍMS veturinn 2020-2021

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Hamingjuganga- Laugardaginn 24. október

 • Fréttir
 • 20. október 2020