19. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 14. janúar 2020

19. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,  þriðjudaginn 14. janúar 2020, kl.  13:00.

 

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

Formaður nefndarinnar óskaði eftir því að bæta við einu máli á dagskrá fundarins:
2001011 - Umsókn um stöðuleyfi við skiljustöð 2 í Bjarnarflagi
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá.

Pétur Snæbjörnsson vék af fundi vegna vanhæfis og kom Margrét Halla Lúðvíksdóttir á fundinn undir lið 1.

1. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Tekið fyrir að nýju erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað var eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Uppfærð gögn bárust 14. nóvember 2019 þar sem hámarksgrunnflötur húsa á 2 lóðum er breytt, leyfð atvinnustarfsemi á 4 lóðum innan frístundabyggðarinnar og stærð minna hússins á hverri lóð má vera allt að 50m2. Einnig lág fyrir tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps þar sem hámarksbyggingarmagn fyrir frístundabyggð í Birkilandi var aukin.

Tillaga að breytinga á deiliskipulagi Birkilands var grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10.12.2019 til og með 10.01.2020.
Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum 6 lóða í Birkilandi ásamt landeigendum Voga 2.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.

Pétur kom aftur inn á fundinn og Margrét Halla vék af fundi.

 

2. Umsókn um byggingarleyfi í Klettholti - 2001009

Tekin fyrir umsókn dags. 10. janúar 2020 frá Margréti Þórdísi Hallgrímsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 191,4 fm einbýlishúsi á lóðinni Klettholti í Vogum. Meðfylgjandi umsókninni er byggingarlýsing, grunnmynd, snið og ásýndir frá Faglausn ehf. ódagsett.

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar umsögn Umhverfisstofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga liggur fyrir skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.

 

3. Umsókn um stöðuleyfi við skiljustöð 2 í Bjarnarflagi - 2001011

Tekið fyrir erindi dags. 10. janúar 2020 frá Bjarna Pálssyni f.h. Landsvirkjunar þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir gám við skiljustöð 2 í Bjarnarflagi. Gámurinn mun nýtast af rannsóknar- og þróunaraðilum til að kanna möguleika á framleiðslu á kísilríkum húð- og snyrtivörum fyrir innlenda og erlenda markaði úr affallsvatni. Aðstaðan verður notuð til þess að prófa íblöndun á skiljuvatni og náttúrulegum vökvum s.s. sjóvatni og grunnvatni, auk þess sem vökvar verða geymdir þar í lokuðum ílátum.
Sótt er um leyfi til að jarðversskipta og koma fyrir forsteyptum undirstöðum undir gám sem staðsettur verður vestan við skiljustöð 2. Sótt er um leyfi fyrir að koma fyrir gám og festa við undirstöður ásamt leyfi til að tengja 240V rafmagn, ferskvatn og skiljuvatn úr skiljustöð við gáminn ásamt affalli.
Meðfylgjandi umsókninni eru afstöðumynd af fyrirhuguðum gám og teikningar af gámnum.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að umsækjandi komi fyrir tímabundið gám við Skiljustöð 2 í Bjarnarflagi eins og tilgreint er í umsókn og leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að gefa út stöðuleyfi til 12 mánaða.
Leyfishafi ber ábyrgð á því að brunavarnir og aðgengi slökkviliðs séu fullnægjandi og aðgengi að nærliggjandi húsum sé ekki torveldað.
Handhafi stöðuleyfis ber einnig ábyrgð á því að lausafjármunirnir uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, ákvæði laga um fráveitur og ákvæði laga, reglugerða og reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum í samræmi við byggingareglugerð nr. 112/2012.

 

4. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 14:07.

 

 

 

 

 

         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020