31. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 8. janúar 2020

31. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 8. janúar 2019, kl.  08:30.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi máli yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
1611048 - Forstöðumannafundir: Fundargerðir
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 15.

Dagskrá:

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Sveitarstjóri kynnti minnisblað frá Alta ehf. þar sem er áætlað umfang og efnisatriði vegna fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags fyrir Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit en í því felst hagræði að sami aðili vinnu bæði skipulögin komi til sameiningar sveitarfélaganna líkt og nú er til skoðunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að Alta vinni fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags fyrir Skútustaðahrepp.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að semja við Alta ehf. um að vinna fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulagsins á grunni minnisblaðsins en gert var ráð fyrir fjárheimild í verkefnið í fjárhagsáætlun ársins. Kostnaður Skútustaðahrepps er áætlaður 2,5 m.kr. að viðbættum vsk. þegar tekið er tillit til helmings mótframlags Skipulagsstofnunar. Sveitarstjóra er jafnframt falið undirritun samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Sveitarstjóri kynnti tillögu að deiliskipulagi fyrir Höfða sem frá Hornsteinum dags. 18 nóvember 2019 en unnið hefur verið að skipulaginu síðustu mánuði. Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytri voga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu.
Tillaga að deiliskiplagi í Höfða hefur farið fyrir bæði umhverfisnefnd og skipulagsnefnd til umsagnar.

Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir skipulagsnefndar og umhverfisnefndar nema þegar kemur að staðsetningu salerna og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri við skipulagshönnuð og uppfæra deiliskipulagstillöguna í samræmi við athugsemdirnar og ábendingar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með áorðnum breytingum fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3. Umsóknir um lóð fyrir eldsneytissölu - 1912019

Á fundi skipulagsnefndar þann 20. ágúst s.l. var samþykkt að auglýsa nýtingu á lóð að Sniðilsvegi 3 sem var bætt við í tillögu að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar. Frestur til að skila inn umsóknum um umrædda lóð eða koma með hugmynd að annarri staðsetningu rann út þann 29. nóvember s.l. Þrír aðilar skiluðu inn umsóknum, þ.e. Atlantsolía, N1 og Olís.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til viðræðna við Olís um frekari hugmyndir fyrir eldsneytisafgreiðslu í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til viðræðna við Olís á grundvelli fyrirliggjandi umsóknar. Sveitarstjóra og oddvita falið að fara í viðræðurnar fyrir hönd sveitarstjórnar.

4. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Lagt fram erindi dags. 11. desember 2019 frá Magnúsi Haukssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem sótt er um að nýju um framkvæmdaleyfi vegna heimarafstöðvar við Drekagil. Þar er vísað til fyrri umsóknar vegna sömu heimarafstöðvar, deiliskipulags svæðisins ásamt uppfærðum teikningum og greinargerð.
Meðfylgjandi umsókn um framkvæmdaleyfi eru teikningar frá Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar nr. 100 (uppfærð), 200 (óbreytt), 201 (óbreytt) og 500 (uppfærð) ásamt greinargerð um breytingar á framkvæmdinni frá áður útgefnu framkvæmdaleyfi. Umsóknin kemur í kjölfar fundar sem sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi áttu með fulltrúa Neyðarlínunnar ohf. þann 4. desember 2019.
Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafna framkvæmdaleyfisumsókn Neyðarlínunnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna framkvæmdaleyfisumsókn Neyðarlínunnar.

5. Deiliskipulög í sveitarfélaginu - 1911040

Sveitarstjórn beindi því til skipulagsnefndar að fara yfir deiliskipulög í sveitarfélaginu í sambandi við uppbyggingu í sveitarfélaginu ásamt rekstri veitna. Mikilvægt er að fara yfir þessa þætti í tengslum við endurskoðun aðalskipulags en sú vinna er nú að fara af stað.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, oddvita og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og ræða m.a. við landeigendur þar sem við á.

6. Fulltrúi Skútustaðahrepps í samráðsvettvang sveitarfélaga í Héraðsnefnd Þingeying - 1912011

Erindi dags. 8. nóvember 2019 frá Reinhard Reynissyni f.h. Héraðsnefndar Þingeyinga þar sem þess er óskað að tilnefna einn fulltrúa auk skipulagsfulltrúa til að skipa formlegan samstarfsvettvang sveitarfélaganna um skipulagsmál í samræmi við bókun fulltrúaráðs HNÞ s.l. vor.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa sem fulltrúa Skútustaðahrepps í samráðsvettvang um skipulagsmál.

7. Staða fráveitumála - 1701019

Lögð fram hönnunar- kostnaðaráætlun hreinsibúnaðar fyrir safntank svartvatns á Hólasandi frá Eflu ehf.

Þar sem verkefnið er undir viðmiðunarupphæðum í innkaupareglum sveitarfélagsins og lögum nr. 120/2016 lög um opinber innkaup samþykkir sveitarstjórn samhljóða að notast við aðferð verðfyrirspurnar vegna hreinsibúnaðarins.

8. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

9. Forsætisráðuneytið - Upplýsingaöflun í tengslum við afleiðingar óveðurs - 2001001

Á fundi ríkisstjórnar þann 13. desember síðastliðinn var skipaður átakshópur fimm ráðuneyta sem hefur það hlutverk með höndum að koma með tillögur um eflingu innviða í flutnings- og dreifikerfi raforku, fjarskiptum, samgöngum og byggðamálum til skemmri og lengri tíma. Átakshópurinn hefur þegar hafið störf og hyggst vinna hratt og vel að öflun upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að hægt verði að móta tillögur til ríkisstjórnar. Hópurinn mun hvorkileggja mat á tjón vegna óveðursins og né rannsaka hvað fór úrskeiðis. Til að tryggja að hægt sé að vinna að tillögum er nauðsynlegt að afla upplýsinga frá sem flestum aðilum sem hafa hlutverki að gegna, búa yfir gagnlegum upplýsingum og ábendingum og geta hjálpað til við vinnu starfshópsins. Það á sérstaklega við aðila sem hafa lögbundið hlutverk við uppbyggingu og rekstur innviða og öryggiskerfa, sem reyndi á í óveðrinu. Það á einnig við um sveitarfélög, sem og félagasamtök og fyrirtæki.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla saman helstu hagsmunaaðila á fund og skila inn greinargerð til landshlutasamtakanna í kjölfarið á honum.

10. Umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - 1908008

Í samráðsgátt stjórnvalda liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Það er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofnunar þjóðgarðsins.
Sveitarstjórn hefur áður sent inn umsagnir í ferlinu.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.

11. Brunavarnaáætlun Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar - 1912023

Lögð fram Brunavarnaáætlun Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem og áhættumat sem unnið hefur verið að undanfarin misseri í samráði við Mannvirkjastofnun.

Sveitarstjórn samþykkir brunavarnaáætlunina með áorðnum breytingum.

12. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

Lögð fram fundargerð brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 19.12.2019. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Liður 1 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 11.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

13. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram 18. fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. des. 2019. Fundargerðin er í 9 liðum. Liðir 1-6 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 1-6.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

14. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13. desember 2019.

15. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram 34. fundargerð forstöðumannafundar dags. 17.12.2019.

 

Fundi slitið kl. 10:00.

    

    


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur