Viđ ţurfum á ađstođ ykkar ađ halda – Könnun um líđan Mývetninga

  • Fréttir
  • 6. janúar 2020

Gleðilegt ár kæru Mývetningar! Eitt af mikilvægustu stefnumálum sveitarstjórnar er að stuðla að vellíðan og hamingju íbúanna. Fyrsta skrefið var að leggja fyrir könnun um líðan Mývetninga á síðasta ári og ýmislegt  gert í kjölfarið svo sem að bjóða upp á fræðslu og fyrirlestra, aukið íbúasamráð o.fl.

Nú er komið að því að endurtaka könnunina sem verður með einfölduðu sniði að þessu sinni. Sveitarfélagið hefur fengið Þekkingarnet Þingeyinga líkt og áður til að leggja fyrir könnun um líðan Mývetninga og munu þau á næstunni senda út upplýsingar um framkvæmd könnunarinnar.

Þegar niðurstöður hennar liggja fyrir verður farið í sértækari aðgerðir sem miða að því að auka hamingju og vellíðan íbúa sveitarfélagsins. Því skiptir miklu máli að sem flestir taki þátt í könnuninni.

Spurningalistinn var unninn með aðstoð frá Embætti landlæknis og með hliðsjón af rannsókn Jóhönnu Jóhannesdóttur. Niðurstöður verða ekki greindar niður á einstaklinga og öll svör eru trúnaðarmál.

Það er einlæg ósk okkar að Mývetningar taki þessu verkefni vel enda er því ætlað að gera heilsueflandi samfélag okkar enn betra.

Kær kveðja

Skútustaðahreppur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. febrúar 2020

FJÖLSKYLDUSIRKUSKVÖLD Í SKÚTUSTAĐAHREPPI

Fréttir / 28. janúar 2020

Kćru eldri Mývetningar

Fréttir / 22. janúar 2020

Sumarstarfsmađur í íţróttamiđstöđ

Fréttir / 22. janúar 2020

Álagning fasteignagjalda 2020

Fréttir / 16. janúar 2020

Dagskrá 32. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 7. janúar 2020

Nýjar bćkur á bókasafninu

Fréttir / 7. janúar 2020

Sorphirđudagatal 2020

Fréttir / 7. janúar 2020

Félagsheimiliđ Skjólbrekka - Útleiga