18. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 17. desember 2019

18. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6, þriðjudaginn 17. desember 2019, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Helgi Héðinsson, oddviti, kom á fund nefndarinnar undir lið 1, 2 og 3.

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi kynntu minnisblað frá Alta ehf þar sem er áætlað umfang og farið yfir efnisatriði vegna fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags fyrir Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að Alta vinni fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags fyrir Skútustaðahrepp.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa verði falið að semja við Alta.

 

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Sigurður Guðni kom inn á fundinn fyrir hönd nefndar sem hefur unnið að deiliskipulagstillögu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Erindið var á dagskrá fundar skipulagsnefndar þann 19. nóvember 2019 en afgreiðslu þess frestað til næsta fundar.
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags var kynnt í apríl 2019 og tekur tillaga að deiliskipulagi mið af þeim athugasemdum og ábendingum sem bárust við lýsinguna.

Sigurður Guðni kynnti tillögu að deiliskipulagi sem liggur fyrir frá Hornsteinum dags. 18 nóvember 2019. Tilgangur deiliskipulagsgerðar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu.

Skipulagsnefnd þakkar Sigurði fyrir kynningu á deiliskipulagstillögu fyrir Höfða.
Sigurður Guðni vék af fundi nefndarinnar.

Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum á framfæri við skipulagshönnuð. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

3. Umsóknir um lóð fyrir eldsneytissölu - 1912019

Á fundi skipulagsnefndar var 20. ágúst s.l. var samþykkt að auglýsa nýtingu á lóð að Sniðilsvegi 3 sem var bætt við í tillögu að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar. Frestur til að skila inn umsóknum um umrædda lóð eða koma með hugmynd að annarri staðsetningu rann út þann 29. nóvember s.l.
Þrír aðilar skiluðu inn umsóknum.

Helgi Héðinsson vék af fundi.

Skipulagsnefnd þakkar innsendar umsóknir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til viðræðna við Olís um frekari hugmyndir fyrir eldsneytisafgreiðslu í sveitarfélaginu.

 

4. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Erindi dags. 11. desember 2019 frá Magnúsi Haukssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem sótt er um að nýju um framkvæmdaleyfi vegna heimarafstöðvar við Drekagil. Þar er vísað til fyrri umsóknar vegna sömu heimarafstöðvar, deiliskipulags svæðisins ásamt uppfærðum teikningum og greinargerð.

Meðfylgjandi umsókn um framkvæmdaleyfi eru teikningar frá Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar nr. 100 (uppfærð), 200 (óbreytt), 201 (óbreytt) og 500 (uppfærð) ásamt greinargerð um breytingar á framkvæmdinni frá áður útgefnu framkvæmdaleyfi.

Umsóknin kemur í kjölfar fundar sem sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi áttu með fulltrúa Neyðarlínunnar ohf. þann 4. desember 2019.

Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafna framkvæmdaleyfisumsókn Neyðarlínunnar.

 

5. Deiliskipulög í sveitarfélaginu - 1911040

Tekið fyrir mál að ósk sveitarstjórnar að fara yfir deiliskipulög í sveitarfélaginu í sambandi við uppbyggingu í sveitarfélaginu ásamt rekstri veitna.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa verði falið að afla frekari gagna og vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

6. Fulltrúi Skútustaðahrepps í samráðsvettvang sveitarfélaga í Héraðsnefnd Þingeying - 1912011

Erindi dags. 8. nóvember 2019 frá Reinhard Reynissyni f.h. Héraðsnefnd Þingeyinga þar sem þess er óskað að tilnefna einn fulltrúa auk skipulagsfulltrúa til að skipa formlegan samstarfsvettvang sveitarfélaganna í samræmi við bókun fulltrúaráðs HNÞ s.l. vor.

Nefndarmenn lýsa sig tilbúna til þátttöku í samstarfsvettvangi sveitarfélaga HNÞ um skipulagsmál.

 

7. Fundadagatal 2020 - 1911042

Fundadagatal 2020 kynnt fyrir skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd samþykkir drög að fundadagatali. Fundadagar skipulagsnefndar verða á þriðjudögum eða miðvikudögum kl. 13:00 í samræmi við fundadagatal.

 

8. Breyting á lögum og reglugerðum um mat á umhverfisáhrifum - 1912003

Sveitarstjóri fór yfir reglugerðarbreytingar sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 sem var breytt með lögum nr. 96/2019.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu þar til leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa borist.

 

9. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 16:10

 

 

         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020