Mýsköpun ehf. blćs til sóknar

  • Fréttir
  • 16. desember 2019

Aðalfundur MýSköpunar ehf. var haldinn síðasta föstudag. Óhætt er að segja að félagið ætli sér að blása til sóknar því samþykkt var að stjórnin færi í 24 m.kr. hlutafjáraukningu. Núverandi hluthafar fá tvo mánuði til að auka hlut sinn í samræmi við núverandi hlutdeild en eftir það geta einstakir hluthafar eða utanaðkomandi aðilar skráð sig fyrir auknum eða nýjum hlut.

MýSköpun á orðið talsvert safn þörunga úr vatninu sem búið er að einangra og gera vaxtatilraunir á. Niðurstöður lofa góðu. Á aðalfundinum var lögð fram viðskiptaáætlun fyrir MýSköpun ehf. hvað varðar áframhaldandi uppbyggingu félagsins sem byggir á rannsóknum undangenginna ára á þörungnum spirulina. Eru virkilega spennandi tímar framundan hjá MýSköpun ehf.

Rekstrartap síðasta árs varð 4,1 m.kr. en eigið fé 729 þ.kr. og handbært fé í árslok 466 þ.kr.

Nýja stjórn MýSköpunar ehf. skipa: Anton Freyr Birgisson, Hjörleifur Einarsson, Sigríður Ingvars-dóttir, Júlía Katrín Björke og Guðmundur Þór Birgisson. Varamenn eru Sigurður Steingrímsson og Reinhard Reynisson. Stærstu hluthafar MýSköpunar eru Skútustaðahreppur með 25,05%, Nýsköpunarmiðstöð Íslands með 20,88%, Atvinnuþróunarfélag Þ ingeyinga hf. með 12,53%, Jarðböðin hf. með 8,35%, Landeigendur Reykjahlíðar ehf með 6,26%, Landeigendur Voga ehf. með 4,18%, Orkuveita Húsavíkur ohf. með 4,18%, Tækifæri hf. með 4,18%, Birgir Steingríms-son með 2,51%, Jón Ingi Hinriksson ehf. með 1,67%, aðrir hl uthafar 10,23%. Hluthafar eru alls 41.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. mars 2020

Eldri borgurum líđur almennt vel

Fréttir / 18. mars 2020

Dagskrá 36. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. mars 2020

Uppfćrđ Húsnćđisáćtlun samţykkt

Fréttir / 5. mars 2020

Dagskrá 35. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 4. mars 2020

Ađalfundur foreldrafélagsins

Fréttir / 4. mars 2020

Ađalfundarbođ

Fréttir / 28. febrúar 2020

Grímuball og öskudagur 2020