30. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 10. desember 2019

30. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,  þriðjudaginn 10. desember 2019 kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi máli yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
1910037 - Þjónustugjaldskrá 2020
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 11 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

Dagskrá:

1. Mannauðsstefna Skútustaðahrepps - 1612034

Rýnihópur sem endurskoðar Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps hefur fundað þrisvar. Rýnihópinn skipa:
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri. Verkefnisstjóri.
Elísabet Sigurðardóttir, fulltrúi sveitarstjórnar.
Jóhanna Jóhannesdóttir, fulltrúi grunnskólans.
Ingibjörg Helga Jónsdóttir, fulltrúi leikskólans.
Margrét Halla Lúðvíksdóttir, fulltrúi hreppsskrifstofu.
Rýnihópurinn lagði fram drög að uppfærðri Mannauðsstefnu ásamt Samskiptasáttamála og Samgöngusamningi til umsagnar hjá starfsfólki sveitarfélagsins.
Í framhaldi af umsagnarferlinu leggur stýrihópurinn fram uppfærða Mannauðsstefnu (útgáfa 4) ásamt Samskiptasáttmála starfsfólks og Samgöngusamningi.

Sveitarstjórn samþykkir uppfærða Mannauðsstefnu samhljóða.

2. Skútustaðahreppur - Jafnlaunavottun - 1909040

Í samræmi við aðgerðaráætlun um Jafnlaunavottun sveitarfélagsins eru lagðar fram annars vegar Jafnlaunastefna Skútustaðahrepps og hins vegar Launastefna Skútustaðahrepps.

Sveitarstjórn samþykkir jafnlaunastefnu og launastefnu samhljóða.

3. Fundadagatal 2020 - 1911042

Lögð fram drög að fundadagatali sveitarstjórnar og nefnda fyrir árið 2020.

Fundadagatalið samþykkt með áorðnum breytingum. Það verður birt á heimasíðu Skútustaðahrepps.

4. Umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - 1908008

Lögð fram umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Umsögnin var send inn í samráðsgátt stjórnvalda 9. desember s.l.

"Vísað er til máls nr. 290/2019 í Samráðsgátt stjórnvalda. Ítrekað er að nefndin hefur haft gott samráð við sveitarstjórnir á þessu svæði við vinnslu málsins.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps áréttar fyrri umsagnir um málið. Fyrirætlanir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu fela í raun í sér viðamiklar friðunaraðgerðir. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er sem fyrr jákvæð gagnvart stofnun slíks þjóðgarðs en telur mikilvægt að eftirfarandi sé haft til hliðsjónar við gerð frumvarpsins:
Sú grundvallarbreyting hefur orðið málinu frá síðasta umsagnarferli að í þessari skýrslu um áform um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð er gert ráð fyrir sameiningu Vatnajökulsþjóðgarðs við nýjan Hálendisþjóðgarð, eða eins og segir í kafla D: "Gert er ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður verði hluti Hálendisþjóðgarðs og falla því lög um Vatnajökulsþjóðgarð niður verði frumvarp þetta að lögum."

Sveitarstjórn leggur áherslu á í ljósi þessa:

- Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 segir í 16. gr. að megin starfsstöðvar þjóðgarðsins skulu staðsettar í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri, Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri. Annað hvort er búið að byggja gestastofur eða undirbúningur langt kominn (Kirkjubæjarklaustur), á öllum þessum stöðum, nema í Mývatnssveit. Um meginstarfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs er einnig fjallað um í reglugerð 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarðs og í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur áherslu á að ef niðurstaðan verður sú að Vatnajökulsþjóðgarður renni inn í nýjan Hálendisþjóðgarð og þar með falli niður lög um Vatnajökulsþjóðgarð, þá er afar mikilvægt að halda inni ákvæði um gestastofu í Mývatnssveit í lögum um Hálendisþjóðgarð svo staðið verði við þau áform og loforð sem gefin voru um málið á sínum tíma. Sveitarstjórn hefur þegar bókað um mikilvægi gestastofu og hóf undirbúning að staðsetningu og þarfagreiningu fyrir ári síðan að ósk Vatnajökulsþjóðgarðs. Á 47. fundi svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs 2017 var bókað um mikilvægi gestastofu í Mývatnssveit sem og á stjórnarfundi Vatnajökulsþjóðgarðs 17. maí 2017.
- Sveitarstjórn telur sameiningu Vatnajökulsþjóðgarðs og Hálendisþjóðgarðs sé jákvætt skref en gangi hins vegar ekki nógu langt. Sveitarstjórn ítrekar fyrri umsagnir sínar þar sem lögð var áherslu á að ekki verði búin til ný stjórnsýslueining með Hálendisþjóðgarði heldur verði allir þjóðgarðar landsins sameinaðir undir einni stofnun og þar með eitt rekstrarsvæði þar sem sveitarfélögin eigi sína fulltrúa í stjórn þjóðgarðsins. Með því næst betri yfirsýn um rekstur þjóðgarðanna og önnur friðlýst svæði, stefnumótunin verður markvissari og betri tenging við sveitarfélögin í landinu. Mikilvægt er að staða annarra þjóðgarða verði metin saman í þessu samhengi. Því leggur sveitarstjórn áherslu á að þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Snæfellsjökli falli einnig um Hálendisþjóðgarðinn þannig að úr verði ný sameignleg og kraftmikil stofnun.

Önnur mikilvæg atriði:
- Afar mikilvægt er að skipulagsvald sveitarfélaga verði virt og á engan hátt skert. Með stofnun þjóðgarðsins er verið að færa skipulagsvaldið að hluta til stjórnunar- og verndaráætlana, slíkar áætlanir mega aldrei takmarka eða ganga á skipulagsvald sveitarfélaganna.
- Tryggja þarf lýðræðislegt stjórnskipulag en það er frekar óljóst á þessu stigi. Þá liggur ekki fyrir fjármagnsgreining eða hversu mikið fjármagn er áætlað í innviðauppbyggingu og uppbyggingar með tímasettri áætlun. Mikilvægt er að horfa til framtíðar hvað þetta varðar og því eru þau gögn sem kynnt eru á þessu stigi óásættanleg. Engin kostnaðargreining liggur fyrir eða hvað ríkisvaldið er tilbúið til þess að setja mikið fjármagn í uppbygginguna til næstu ára. Í E-kafla í mati á hrifum lagasetningar segir einungis að gert er „ráð fyrir auknum útgjöldum í fjármálaáætlun til verkefna á sviði náttúruverndar?. Hins vegar er gert ráð fyrir að mat á fjárhagsáhrifum verði sent til Sambands íslenskra sveitarfélaga þegar það liggur fyrir en slíkt er ríkinu skylt að gera sbr. 129. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bendir á að um er að ræða stofnun þjóðgarðs sem tekur til um þriðjungs af flatarmáli landsins og því eru miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt að vandað sé til verka og samráð haft í hvívetna á öllum stigum. Afar mikilvægt er að aðkoma heimamanna og hagsmunaaðila sé skýr og tryggð hvað varðar stækkun þjóðgarða.
- Löng hefð er fyrir nýtingarétti á miðhálendinu eins og veiðirétti og upprekstrarrétti. Afar mikilvægt að svo verði áfram svo sátt náist um starfsemi þjóðgarðsins, eins og vikið er að í D kafla í áformum um lagasetningu.
- Nefndinni er m.a. ætlað að koma með tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf ásamt því að skilgreina mörk þjóðgarðsins. Í textagerðinni er ekkert komið inn á atvinnustefnu sem hlýtur að vera eitt af grundvallarþáttunum, skoða þarf þann þátt mun ítarlegra.
- Í textadrögunum vantar kort sem sýna stöðu skipulagsmála í sveitarfélögunum, sem er afar mikilvægt því afmörkun þjóðgarðsins er ekki nógu skýr hvað það varðar. Mikilvægt er að meta kosti og galla þjóðgarðsins í tengslum við atvinnu- og skipulagsmál áður en skilgreining á mörkum þjóðgarðsins er römmuð inn. Verður að teljast nokkur einföldun að draga mörkin við þjóðlendurnar.
- Sveitarstjórn styður hugmyndir um nýjar þjóðgarðsgáttir við Fosshól og í Mývatnssveit sem reknar yrðu samhliða þeirri sem fyrir er í Ásbyrgi. Hins vegar er mikilvægt að tryggja sveitarfélögunum aðild að slíkri ákvarðanatöku.
- Stærsti hluti lands innan miðhálendislínunnar eða um 85% er þjóðlenda og/eða þegar friðlýst svæði innan afmörkunarinnar, sem byggir á almennri afstöðu nefndarinnar. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að ekki séu forsendur til að útvíkka mörk hálendisins umfram það sem nefndin leggur til á þessu stigi, án þess að útiloka frekar útvíkkun þegar fram líða stundir.
- Enginn virkjunarkostur í Skútustaðahreppi fellur innan afmörkunar miðhálendislínununnar sem er í nýtingaflokki en Hrúthálsar eru í biðflokki. Engu að síður er mikilvægt að benda á að nýting endurnýjanlegrar orku á hálendinu getur skipt máli fyrir þjóðarhag. Mikilvægt er að miðhálendisþjóðgarður hamli ekki áframhaldandi rekstri orkumannvirkja en samkvæmt gildandi rammaáætlun og skýrslu verkefnisstjórnunar 3. áfanga eru virkjunarkostir í nýtingaflokki. Mikilvægt er að meta þessa hluti heilstætt og þar með þau áhrif sem friðanir og friðlýsingar munu hafa á nauðsynlega auðlindanýtingu í þágu orkuvinnslu enda getur hún farið mjög vel saman við meginmarkmið friðunar að öðru leyti, enda sé gætt ítrustu mótvægisaðgerða. Tekið er undir að skynsamlegt er að skipta miðhálendisþjóðgarði í nokkra verndarflokka, ekki er andstætt IUCN flokkun að skilgreina orkuvinnslusvæði innan þjóðgarðs.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt skýrslu nefndar um Hálendisþjóðgarð þar sem er að finna tillögur og áherslur þverpólitískrar nefndar. Sú skýrsla er vel unnin og leggur grunn að úrlausn nokkurra þeirra áherslumála sveitarstjórnar Skútustaðahrepps sem fram kom í umsögn þessari.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps þakkar fyrir að fá að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um málið og ítrekar að fá að koma áfram að ferli þessa máls gagnvart nefndinni."

Sveitarstjórn staðfestir umsögnina samhljóða.

5. Alþingi - Umsögn um frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga - 1703011

Lögð fram sameiginleg umsögn sveitarfélaganna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.:

"Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar eru í sameiningarviðræðum undir verkefnisheitinu Þingeyingur og senda því sameiginlega umsögn við frumvarpið. Sveitarstjórnirnar taka í meginatriðum undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpið.
Þá er vísað til umsagnar sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar við tillögu að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga frá því í haust.
Nauðsynlegt er að ræða frumvarpið í samhengi við tillögu að stefnumörkun sveitarstjórnarráðherra í málefnum sveitarfélaga, því í þeim breytingum sem lagðar eru til á lögum um tekjustofna sveitarfélaga annars vegar og sveitarstjórnarlögum hins vegar má finna hvata og hindranir fyrir því að stefnumörkun ráðherra nái fram að ganga.
Leiða má líkum að því að veigamesta hindrunin fyrir því að stefnumörkun ráðherra nái fram að ganga sé að ekki sé gert ráð fyrir sérstökum framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að standa undir kostnaði vegna sameiningar sveitarfélaga. Sveitarstjórnirnar leggja þunga áherslu á að ríkissjóður taki þátt í því þjóðhagslega mikilvæga verkefni að stuðla að endurskipulagningu íslenska sveitarstjórnarkerfisins með sérstökum framlögum í Jöfnunarsjóð. Óásættanlegt er að fjármagn til stuðnings við sameiningar sveitarfélaga sé tekið af fjármagni til annarra verkefna sem Jöfnunarsjóði er ætlað að fjármagna. Hið sama á við um ákvæði 9. gr. frumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutur ríkisins í samkomulagi um tónlistarskóla sé greiddur af framlagi sveitarfélaga til Jöfnunarsjóðs.
Í umsögn sveitarfélaganna við tillögu að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga frá því í haust voru lagðar til nokkrar skýrt afmarkaðar breytingatillögur sem sveitarfélögin telja auka hvata til sameiningar. Eru þær ítrekaðar hér.
Lagt er til að við útreikning svokallaðra skuldajöfnunarframlaga verði miðað við samstæðureikning, þ.e. bæði A og B hluta. Tillagan var rökstudd með því að skuldir og skuldbindingar fyrirtækja í B-hluta eru háðar samþykki sveitarstjórna og með ábyrð sveitarsjóða. Þá eru skuldir B-hlutafyrirtækja í mörgum tilvikum með veð í skatttekjum sveitarsjóða. Í ljósi þess er óeðlilegt að undanskilja skuldir og skuldbindingar B-hluta fyrirtækja við mat á skuldastöðu.
Sveitarstjórnirnar leggja til að við ákvörðun skuldajöfnunarframlaga verði sömu aðferðum beitt og við útreikning á skuldahlutfalli skv. 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, líkt og gert er í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Þá leggja sveitarstjórnirnar til að heimilt verði að taka tillit til nauðsynlegs viðhalds og framkvæmda sem sveitarfélög hafa frestað til að standast ákvæði laga um rekstrarjafnvægi og skuldahlutfall. Sé það ekki gert taka framlögin ekki mið að heildarskuldsetningu þeirra sveitarfélaga sem vinna að sameiningu og aðstöðumunur því ekki jafnaður.
Lag er til að framlög vegna sameiningar sveitarfélaga miðist við sama árafjölda. Í 3. og 12. gr. frumvarpsins er lagt til að fjárhagslegur stuðningur við jöfnun skuldastöðu, endurskipulagningu stjórnsýslu og þjónustu, og vegna byggðaþróunar verði í 7 ár í stað 5 ára. Sveitarstjórnirnar leggja áherslu á að samræmis verði gætt, þannig að framlög vegna skerðingar sem kann að verða á tekjujöfnunar- og útgjaldajöfnunarframlögum í kjölfar sameiningar verði líka veitt til 7 ára.
Verði sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykkt í atkvæðagreiðslu verður til landstærsta sveitarfélag Íslands, sem nær yfir um 12% landsins. Landmikil sveitarfélög takast oft og tíðum á við flókin viðfangsefni, sér í lagi þegar kemur að skipulags- og umhverfismálum. Þau verkefni eru tíma-og kostnaðarfrek og kalla á mikla staðbundna þekkingu í bland við sérfræðiþekkingu á sviði skipulags- og umhverfismála. Því er lagt til að til viðbótar við byggðaframlag sem tekur mið af íbúaþróun verði sérstakt framlag til landstórra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnirnar fagna því að heimild til að setja sérreglur um stjórn og stjórnskipulag einstakra sveitarfélaga í tilraunaskyni sé útvíkkuð."

Sveitarstjórn staðfestir umsögnina samhljóða.

6. Skólaakstur: Reglur - 1706023

Í samræmi við almennar leiðbeiningar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 4. nóv. 2019 til allra sveitarfélaga í landinu leggur skóla- og félagsmálanefnd til við sveitarstjórn að 5. gr. í reglum Skútustaðahrepps um skólaakstur í dreifbýli verði endurskoðuð.
Lögð fram uppfærð reglugerð um skólaakstur í Skútustaðahreppi í dreifbýli í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins.

Sveitarstjórn samþykkir uppfærða reglugerð samhljóða.

7. Vetrarhátíð við Mývatn - 1912002

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2020 er lagður fram samstarfssamningur Skútustaðahrepps og Mývatnsstofu um kynningu og markaðssetningu á Vetrarhátíð við Mývatn sem verður í mars n.k. Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur með áorðnum breytingum.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

8. Hreppsskrifstofa - Opnunartími um jól og áramót - 1912006

Fyrirhugaður opnunartími hreppsskrfstofu Skútustaðahrepps um jól og áramót er eftirfarandi;
Þriðjudaginn 24. desember og þriðjudaginn 31. desember er lokað.
Föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember er lokað.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslutíma um jól og áramót 2019 og felur sveitarstjóra að auglýsa fyrirkomulagið.

9. Breytingar á nefndastarfi - 1911033

Lagt fram bréf dags. 3. desember 2019 frá Sæmundi Þór Sigurðssyni sem óskar formlega eftir því að vera leystur undan störfum sínum sem aðalfulltrúi í velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps vegna búferlaflutninga.

Sveitarstjórn samþykkir beiðni Sæmundar Þórs og þakkar honum fyrir farsælt nefndarstarf í þágu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Kristin Björn Haraldsson sem aðalmann í stað Sæmundar Þórs.

10. Björgunarsveitin Stefán - Flugeldasala - 1912005

Björgunarsveitin Stefán óskar með tölvupósti dags. 19. nóv. 2019 eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar flugeldasölu fyrir áramótin. Eins og undangengin ár verður sala flugelda í húsi Björgunarsveitarinnar Stefáns að Múlavegi 2.
Jafnframt óskar Björgunarsveitin Stefán með tölvupósti dags. 9. nóv. 2019 eftir umsögn sveitarfélagsins vegna flugeldasýningu björgunarsveitarinnar þann 31.12.2019 í Jarðbaðshólum í landi Voga.

Sveitarstjórn staðfestir jákvæða umsagnir sem sveitarstjóri veitti þann 19. nóv. s.l. vegna flugeldasölu s.l. og 9. des. s.l. vegna flugeldasýningar.

11. Þjónustugjaldskrá 2020 - 1910037

Lögð fram uppfærð þjónustugjaldskrá og reglur fyrir útleigu á félagsheimilinu Skjólbrekku fyrir árið 2020.
Engar hækkanir eru á gjaldskránni á milli ára. Helstu breytingar felast hins vegar í því að staðfestingagjald er tekið út nema ef leigusali óskar þess, bætt er við gjaldi fyrir nestishópa, skóla- og íþróttahópa, bætt er við svokölluðu uppröðunargjaldi og reglugerðin uppfærð í takt við breytingar á gjaldskránni.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

12. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

13. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram 7. fundargerð atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 4. des. 2019. Fundargerðin er í fjórum liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

14. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Lögð fram 6. fundargerð landbúnaðar- og girðingarnefndar dags. 9. des. 2019 Fundargerðin er í 4 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

15. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram 13. fundargerð umhverfisnefndar dags. 8. des. 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

16. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram 14. fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 3. des. 2019. Fundargerðin er í 6 liðum. Liður 5 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 7.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

17. Nefnd um endurbygging sundlaugar: Fundargerðir - 1905011

Lögð fram fundargerð frá 7. fundi sundlaugarnefndar dags. 26. nóvember 2019.

18. Nýsköpun í norðri - Fundargerðir stýrihóps - 1911001

Lagðar fram 2. og 3. fundargerð stýrihóps Nýsköpunar í norðri dags. 14. nóvember og 2. desember 2019.

19. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Lagðar fram fundargerðir 4. og 5. fundargerðír samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 17. október og 20. nóvember 2019.

20. Markaðsstofa Norðurlands: Fundargerðir - 1712011

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dags. 27. nóvember 2019 lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 15:15.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur