Sćkjum um í Loftslagssjóđ

  • Fréttir
  • 10. desember 2019

Stofnaður hefur verið Loftslagssjóður og heyrir hann undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir eru meðal annars ætlaðir til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Umsóknarfrestur er til 30. janúar n.k. Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps hvetur áhugasama að sækja um styrk í sjóðinn.

Hægt er að kynna sér málið frekar á https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/loftslagssjodur/ 

Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps


Deildu ţessari frétt