Fundur í Landbúnaðar og girðingarnefnd 9. des 2019.
Mætt: Álfdís Sigurveig Stefánsdóttir, Birgir Valdimar Hauksson, Halldór Árnason og Böðvar Pétursson sem ritaði fundargerð.
1. Böðvar setti fund og bauð fundarmen velkomna.
2. Uppgjör fjallskila. Borist hafa reikningar fyrir viðhald á girðingum uppá 399.777 kr. Sem gerir 97 kr í girðingargjald á vetrarfóðraða kind.
9 kindur voru teknar í Herðubreiðarlindum og Grafarlöndum, 4 frá Valgeiri í Vindbelg og 5 frá Gunnari Rúnari í Vogum 2. Samþykkt að senda reikning fyrir þeim kindum með fjallskilareikningum. Númer í þessum kindum færð í þar til gerða skrá. Þessum kindum er ekki heimilt að sleppa á fjall framar.
Vitað er um 13 kindur sem teknar voru sunnan línu sem getið er í Landbótaáætlun fyrir austurfjöll. Númerin í þeim kindum færð í þar til gerða skrá og eigendum þess fjár send tilkynning um að ekki sé heimilt að sleppa þeim kindum á fjall framar.
3. Borist hefur bréf frá Landgræðslunni vegna fyrirhugaðrar skerðingar á framlagi úr landbótasjóði. Böðvari og Þorsteini sveitarstjóra falið að svara bréfinu í takt við umræður á fundinum. Samþykkt að boða afréttarnotendur á austurafrétti til fundar um framkvæmd landbótaáætlunar á austurafrétti fimmtudaginn 30. janúar 2020 kl 13:00.
4. Önnur mál: Á fundi sem var haldinn um flokkun á sorpi í Skjólbrekku í nóvember kom fram að breytinga sé að vænta á söfnun og endurvinnslu á rúlluplasti. Böðvari falið að hafa samband við Terra og koma á hreint hvernig þessum málum verður best fyrir komið.
Fleira ekki bókað fundi slitið 14:35.