13. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 9. desember 2019

13. fundur umhverfisnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,  mánudaginn 9. desember 2019, kl.  13:00.

 

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir Formaður, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Bergþóra Hrafnhildardóttir aðalmaður, Aðalsteinn Dagsson varamaður, Alma Dröfn Benediktsdóttir aðalmaður. Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri

Fundargerð ritaði:  Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, formaður.

 

1. Breytingar á nefndastarfi - 1911033

Breytt skipan umhverfisnefndar. Arna Hjörleifsdóttir óskaði vegna anna eftir lausn frá störfum í umhverfisnefnd og eru henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Alma Dröfn Benediktsdóttir var skipuð í hennar stað og er boðin velkomin til starfa í umhverfisnefnd.

 

2. Fundadagatal 2020 - 1911042

Fundadagatal Skútustaðahrepps 2020. Fundadagatal nefnda Skútustaðahrepps lagt fram.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að fundadagatali fyrir 2020.

 

3. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Aðgerðaáætlun umhverfisstefnu var yfirfarin á síðasta fundi. Uppfært skjal um stöðuna lagt fram.

Eftirfylgni umhverfisstefnu gengur skv. væntingum og gerð var grein fyrir þeim atriðum sem þarfnast nánari athugunar.

 

4. Sorpflokkun í sveitarfélaginu - 1911005

Íbúafundur um sorpmál var haldinn í Skjólbrekku 25.nóvember sl. og var vel sóttur. Erindi voru um stöðu sorpmála á starfssvæðum Eyþings og SSNV (sveitarstjóri), staða sorpflokkunar í Skútustaðahreppi (Helgi Pálsson, Terra) og verkefni starfshóps um lífrænan úrgang (formaður umhverfisnefndar/starfshóps um lífrænan úrgang). Áhugaverðar umræður urðu á fundinum, enda eru sorpmál mikilvæg mál í dag, útfrá umhverfismálum, harðnandi regluverki og háum kostnaði.

Böðvar Pétursson formaður landbúnaðar- og girðingarnefndar kom inn á fundinn og farið var yfir söfnun á landbúnaðarplasti í sveitarfélaginu.

Skerpa þarf á leiðbeiningum um úrvinnslu og söfnun landbúnaðarplasts. Formanni landbúnaðar- og girðingarnefndar falið að ræða við Terra.

Þess verður farið á leit við Terra ehf. að uppfæra leiðbeiningar varðandi sorpflokkun í sveitarfélaginu og gera þær í kjölfarið aðgengilegri á heimasíðu hreppsins.

Formanni og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með Terra og kanna möguleikann á því að bæta við flokkunarílátum á gámasvæðið t.d. fyrir kertaafganga, rafhlöður o.fl.

 

5. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

Lífrænn úrgangur. Formaður starfshóps um lífrænan úrgang greindi frá stöðu verkefnisins og næstu skrefum. Starfshópur um lífrænan úrgang leggur til að keypt verði 400L JoraComposter til jarðgerðar við Reykjahlíðarskóla. Verð á búnaði er um 225 þúsund krónur og rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.

Umhverfisnefnd tekur undir að keypt verði umrædd jarðgerðartunna og leggur jafnframt til að vökvi verði síaður frá áður en úrgangur er settur í tunnuna, t.d. Bokashi eða sambærilegt.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að draga úr matarsóun.

 

6. Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 1909008

Sveitarstjóri fór yfir það helsta sem fram fór á tengiliðafundi samstarfsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið sem fram fór 22.nóvember sl. í Garðabæ.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða sett inn í vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi.

 

7. Loftslagssjóður - 1912015

Stofnaður hefur verið "loftslagssjóður" og heyrir hann undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir eru meðal annars ætlaðir til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Umsóknarfrestur er til 30. janúar n.k.

Umhverfisnefnd hvetur áhugasama að sækja um styrk í sjóðinn.
Sveitarstjóra falið að auglýsa loftslagssjóðinn á heimasíðu sveitarfélagsins og dreifiritinu Húsöndinni.

 

8. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi fóru yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir Höfða.

Umhverfisnefnd fagnar því að fram skuli vera komin tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða og nágrenni. Nefndin leggur til að nafni á deiliskipulagi verði breytt, þannig að það endurspegli betur það svæði sem það nær raunverulega yfir.
Samráðsferli: Nefndin minnir á Höfðafélagið sem eigendur og hagsmunaaðila í skipulagsferlinu og leggur áherslu á að þeim verði kynnt tillagan sérstaklega.
Byggingar: Nefndin leggst alfarið gegn nýbyggingum sem skilgreind eru í köflum 6.3 og 6.6.
Aðstaða fyrir ferðamenn: Umhverfisnefnd leggur til að salerni verði eingöngu höfð á bílastæði við Höfða (ekki á bílastæði við Geitabrekku, austan vegar). Við hönnun salerna verði fylgt ítrustu kröfum um fráveitu og skoðaðar ýmsar lausnir (t.d. sem krefjast ekki vatns, en krefst þá kjallara).
Stígar og bílastæði: Hugað verði að nægu landrými fyrir göngustíg frá fyrirhuguðu bílastæði við Sviðning, til að hann verði aðgengilegur. Hugað verði að möguleika á sumar- og vetrarbílastæðum, e.t.v. með möguleika á að nýta núverandi bílastæði sem almenn vetrarstæði. Skoða þarf útfærslu á göngu- og hjólreiðastíg, sérstaklega við Geitabrekku t.d. með tilliti til rasks og sjónrænna áhrifa. Umhverfisnefnd lýsir ánægju með fjölbreytni gönguleiða en veltir upp möguleika á einni gerð til viðbótar, sem væri enn nær upprunarlegri mynd en sú sem er nú lögð til.
Ruslastampar: Umhverfisnefnd leggur til að ekki verði ruslastampar innan girðingar, eða við gönguleiðir í Höfða, heldur eingöngu á þjónustusvæði við salerni.

Fundi slitið kl. 16:10.         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur