29. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 27. nóvember 2019

29. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 27. nóvember 2019, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi máli yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
1911038 - MýSköpun ehf: Aðalfundur 2019
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 9 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

Dagskrá:

1. Landsnet - Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags 11. janúar 2019 þar sem óskað var eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010 um að Landsnet láti vinna á sinn kostnað tillögu að deiliskipulagi fyrir nýju tengivirki á Hólasandi. Tengivirkið er í tengslum við lagningu Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu milli Akureyrar og Hólasands.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 21. maí 2019 að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa uppfærða tillögu að deiliskipulagi eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Tillögurnar voru auglýstar frá og með 4. október til og með 15. nóvember 2019. Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Skipulagsnefnd svaraði þeim efnislega í bókun sinni. Umsögn Skipulagsstofnunar barst eftir að fundi skipulagsnefndar lauk. Í umsögn Skipulagsstofnunar segir að framlögð gögn lýsi skipulagsáformum og umhverfismati tillögunnar með fullnægjandi hætti.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki á Hólasandi verði samþykkt með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og skipulagsnefndar eftir auglýsingu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

2. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað var eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Uppfærð gögn bárust 14. nóvember 2019 þar sem hámarksgrunnflötur húsa á tveimur lóðum er breytt, leyfð atvinnustarfsemi á fjórum lóðum innan frístundabyggðarinnar og stærð minna hússins á hverri lóð má vera allt að 50m2. Einnig liggur fyrir tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps þar sem hámarksbyggingarmagn fyrir frístundabyggð í Birkilandi er aukin.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að um óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Birkilands sé um að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

3. Stofnun lóðar á Hólasandi - 1911016

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Gullsandur á Hólasandi undir svartvatnstank. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll tilskilinn gögn liggja fyrir.

4. Stofnun lóðar - Klettholt - 1911018

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi dags. 9. nóvember 2019 frá Margréti Hallgrímsdóttur þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Klettholt í landi Voga 2 og 4. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

5. Stofnun lóðar - Vogar 3 útihús - 1911023

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi dags. 1. nóvember 2019 frá Jakobi Stefánssyni, Jóni Inga Hinrikssyni og Sólveigu Erlu Hinriksdóttur þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Vogar 3 útihús undir núverandi útihús í landi Voga 3. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

6. Breytingar á nefndastarfi - 1911033

Lagt fram bréf dags. 8. nóv. 2019 frá Örnu Hjörleifsdóttur sem óskar formlega eftir því vegna anna í starfi að vera leyst undan skyldum sínum sem fulltrúi í umhverfisnefnd Skútustaðahrepps, sem fulltrúi Skútustaðahrepps í náttúrurverndarnefnd Þingeyinga og sem fulltrúi Skútustaðahrepps í stjórn Náttúrustofu Norðausturlands.

Sveitarstjórn samþykkir beiðni Örnu og þakkar henni fyrir farsælt nefndarstarf í þágu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirfarandi fulltrúa Skútustaðahrepps í viðkomandi nefndir í stað Örnu:
Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps: Alma Dröfn Benediktsdóttir.
Náttúruverndarnefnd Þingeyinga: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
Stjórn Náttúrustofu Norðausturlands: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir.

7. Landgræðsla ríkisins - Samstarfsverkefnið Bændur græða landið - 1711010

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 12.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 200.000 kr. vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra verkefna í Skútustaðahreppi á árinu 2019.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og rúmast styrkurinn innan fjárhagsáætlunar ársins 2019.

8. Endurskipulagning landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - 1910036

Á aðalfundi Eyþings 15. og 16. nóv. s.l. lagði stýrihópur um endurskipulagningu landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum fram sínar tillögur í samræmi við ákvörðun auka aðalfundar Eyþings og stjórna AFE og AÞ. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða á aðalfundi Eyþings. Samskonar tillögur voru einnig samþykktar á aukaaðalfundum AFE og AÞ. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps studdi fram komnar tillögur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Helgi Héðinsson oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn nýs sameiginlegs félags landshlutasamtakanna og atvinnuþróunarfélaganna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

9. MýSköpun ehf: Aðalfundur 2019 - 1911038

Lagt fram aðalfundarboð frá MýSköpun ehf. en aðalfundurinn verður haldnn á Sel-Hóteli 6. desember n.k.

Sveitarstjórn samþykkir að Dagbjört Bjarnadóttir fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

10. Uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík - 1911034

Lagt fram bréf dags. 19. nóv. 2019 frá Kristján Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Nú er í undirbúningi uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík, sem áætlað er að reisa innan fjögurra ára. Stefnt er að því að hönnunarsamkeppni um bygginguna verði sett af stað í desember n.k. og að tillögur úr þeirri keppni liggi fyrir í mars/apríl 2020. Til kynningar er uppfærð kostnaðaráætlun á verklegum framkvæmdum eftir að lokadrög að húsrýmisáætlun hafa verið lögð fram.

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

12. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram 17. fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. nóvember 2019. Fundargerðin er í 13 liðum. Liðir 1, 2, 4, 6 og 7 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 1-5.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

13. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram 13. fundargerð skóla- og félagsmálanefndar dags. 20. nóvember 2019. Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 7: Leikskólinn Ylur: Opnunartími - 1705010
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Undanfarin ár hefur sýnt sig að flestir foreldrar nýta ekki dagana milli jóla og nýárs í leikskólanum en eru þegar að borga fyrir þá. Því hefur sveitarstjórn ákveðið að bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum og starfsfólki leikskólans og eldhússins lengra jólafrí í desember 2019.
Ákveðið hefur verið að lækka dvalargjaldið í desember sem nemur tveimur dögum, þ.e. föstudaginn 27. og mánudaginn 30. desember 2019 fyrir þá sem ekki nýta sína dvalartíma.
Ef foreldri þarf leikskóladvöl fyrir barnið sitt dagana milli hátíðanna, þá þarf að láta leikskólastjóra vita fyrir 6. desember með tölvupósti á ingibjorg@skutustadahreppur.is. Að öðrum kosti er gert ráð fyrir því að barnið verði í jólafríi frá jólum og fram á nýtt ár.
Vonandi mun ofangreind ákvörðun Skútustaðahrepps gefa tækifæri til jákvæðrar samveru yfir hátíðirnar.
Leikskólinn opnar aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 2. janúar kl. 8.10."

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

14. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Lagðar fram fundargerðir frá 9. og 10. stjórnarfundi Dvalarheimilis aldraðra sf. dags. 26. sept. og 18. nóv. 2019.

15. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram 33. fundargerð frá forstöðumannafundi dags. 19.11.2019.

16. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lögð fram 10. fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. ásamt fylgigögnum haldinn á Narfastöðum 6. nóvember 2019 kl. 15:00.

 

Fundi slitið kl. 11:30.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur