Sveitarfélagiđ yfirtekur götulýsingakerfi

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2019

Á fundi sveitarstjórnar var lagt fram bréf frá RARIK um viðræður við Skútustaðahrepp um yfirtöku á götulýsingarkerfinu í Reykjahlíð. Í gögnum RARIK kemur fram að halda hefur þurft götulýsingunni utan við hefðbundinn rekstur og utan við tekjuuppgjör gagnvart Orkustofnun skv. núverandi lögum, en ekki er gert ráð fyrir að slíkur rekstur sé á höndum dreifiveitunnar. RARIK er eina dreifiveitan sem enn er í þeirri stöðu að eiga og reka götuljós. Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá 2011 en Vegagerðin hefur þegar tekið yfir ljósastaura á þjóðvegum. Til stóð að hækka verðskrána 1. júlí s.l. til að koma til móts við taprekstur sem hefur verið á götulýs-ingunni hjá hjá RARIK. Núverandi viðhaldsgjald fyrir götulýsingu er 11,71 kr/kWh án vsk (13,90 kr/kWh m/vsk). Stjórn RARIK samþykkti verðhækkun upp í 15 kr/kWh án vsk. Vegna ágætra undirtekta sveitarfélaganna ákvað stjórn RARIK að fresta hækkun í þeirri von að hægt sé að ljúka samningum við sveitarfélögin á þessu ári. Talið er að með þessu fái sveitarfélög betri stjórn á þessum útgjaldaflokki og haldi markvissara utan um viðhald/framkvæmdir skv. þörfum sveitarfélagsins. Með yfirtöku sveitarfélagsins á tæplega 100 ljósastaurum hverfur jafnframt viðhaldsgjaldið. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Rarik. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir fyrsta áfanga í innleiðingu á LED lýsingu ljósastaura sem lækkar rekstrarkostnað.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?

Fréttir / 16. apríl 2020

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar